Heims- og Evrópumeistarinn Nobby Stiles látinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2020 16:31 Nobby Stiles (lengst til hægri) fagnar heimsmeistaratitlinum 1966 ásamt Alf Ramsey og Bobby Moore. getty/Hulton Archive Nobby Stiles, sem varð heimsmeistari með enska landsliðinu og Evrópumeistari með Manchester United, er látinn, 78 ára. Stiles hafði lengi glímt við Alzheimer og krabbamein. Stiles ólst upp hjá United og lék með félaginu nær allan sinn feril. Hann varð Englandsmeistari með United 1965 og 1967 og Evrópumeistari 1968. Stiles lék 28 landsleiki fyrir England og var hluti af enska liðinu sem varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Hann er einn þriggja Englendinga sem hafa bæði orðið heims- og Evrópumeistarar ásamt Sir Bobby Charlton og Ian Callaghan. We re incredibly saddened to learn of the passing of Nobby Stiles, a key member of our @FIFAWorldCup-winning squad, at the age of 78.All of our thoughts are with Nobby s loved ones. pic.twitter.com/NJygFddX7F— England (@England) October 30, 2020 Stiles lék sem varnarsinnaður miðjumaður og fékk það hlutverk bæði með United og enska landsliðinu að dekka portúgalska snillinginn Eusébio. Hann gerði það í undanúrslitum HM 1966 þar sem England vann Portúgal, 2-1, og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar tveimur árum síðar þegar United sigraði Benfica, 4-1. Eftir að ferlinum lauk þjálfaði Stiles Preston North End, Vancouver Whitecaps og West Brom. Þá var hann þjálfari í unglingaakademíu United og þjálfaði m.a. hinn fræga '92-árgang. Rest in Peace Nobby. Thank you for all you did for us. You taught us how to fight for everything in that red shirt . Your studs are your best friends out there pic.twitter.com/njE02x7yDx— Gary Neville (@GNev2) October 30, 2020 Stiles var í byrjunarliði Englendinga þegar þeir unnu Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM 1966. Eftir leikinn steig hann frægan dans með heimsmeistarastyttuna í annarri hendi og fölsku tennurnar sínar í hinni. Dansinn kemur fyrir í laginu fræga, Three Lions (Football's Coming Home). watch on YouTube Eftir andlát Stiles eru aðeins fjórir af ellefu úr byrjunarliði Englands í úrslitaleik HM 1966 á lífi: George Cohen, Sir Bobby Charlton, Geoff Hurst og Roger Hunt. Enski boltinn Andlát Bretland England Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Nobby Stiles, sem varð heimsmeistari með enska landsliðinu og Evrópumeistari með Manchester United, er látinn, 78 ára. Stiles hafði lengi glímt við Alzheimer og krabbamein. Stiles ólst upp hjá United og lék með félaginu nær allan sinn feril. Hann varð Englandsmeistari með United 1965 og 1967 og Evrópumeistari 1968. Stiles lék 28 landsleiki fyrir England og var hluti af enska liðinu sem varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Hann er einn þriggja Englendinga sem hafa bæði orðið heims- og Evrópumeistarar ásamt Sir Bobby Charlton og Ian Callaghan. We re incredibly saddened to learn of the passing of Nobby Stiles, a key member of our @FIFAWorldCup-winning squad, at the age of 78.All of our thoughts are with Nobby s loved ones. pic.twitter.com/NJygFddX7F— England (@England) October 30, 2020 Stiles lék sem varnarsinnaður miðjumaður og fékk það hlutverk bæði með United og enska landsliðinu að dekka portúgalska snillinginn Eusébio. Hann gerði það í undanúrslitum HM 1966 þar sem England vann Portúgal, 2-1, og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar tveimur árum síðar þegar United sigraði Benfica, 4-1. Eftir að ferlinum lauk þjálfaði Stiles Preston North End, Vancouver Whitecaps og West Brom. Þá var hann þjálfari í unglingaakademíu United og þjálfaði m.a. hinn fræga '92-árgang. Rest in Peace Nobby. Thank you for all you did for us. You taught us how to fight for everything in that red shirt . Your studs are your best friends out there pic.twitter.com/njE02x7yDx— Gary Neville (@GNev2) October 30, 2020 Stiles var í byrjunarliði Englendinga þegar þeir unnu Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM 1966. Eftir leikinn steig hann frægan dans með heimsmeistarastyttuna í annarri hendi og fölsku tennurnar sínar í hinni. Dansinn kemur fyrir í laginu fræga, Three Lions (Football's Coming Home). watch on YouTube Eftir andlát Stiles eru aðeins fjórir af ellefu úr byrjunarliði Englands í úrslitaleik HM 1966 á lífi: George Cohen, Sir Bobby Charlton, Geoff Hurst og Roger Hunt.
Enski boltinn Andlát Bretland England Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira