Heims- og Evrópumeistarinn Nobby Stiles látinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2020 16:31 Nobby Stiles (lengst til hægri) fagnar heimsmeistaratitlinum 1966 ásamt Alf Ramsey og Bobby Moore. getty/Hulton Archive Nobby Stiles, sem varð heimsmeistari með enska landsliðinu og Evrópumeistari með Manchester United, er látinn, 78 ára. Stiles hafði lengi glímt við Alzheimer og krabbamein. Stiles ólst upp hjá United og lék með félaginu nær allan sinn feril. Hann varð Englandsmeistari með United 1965 og 1967 og Evrópumeistari 1968. Stiles lék 28 landsleiki fyrir England og var hluti af enska liðinu sem varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Hann er einn þriggja Englendinga sem hafa bæði orðið heims- og Evrópumeistarar ásamt Sir Bobby Charlton og Ian Callaghan. We re incredibly saddened to learn of the passing of Nobby Stiles, a key member of our @FIFAWorldCup-winning squad, at the age of 78.All of our thoughts are with Nobby s loved ones. pic.twitter.com/NJygFddX7F— England (@England) October 30, 2020 Stiles lék sem varnarsinnaður miðjumaður og fékk það hlutverk bæði með United og enska landsliðinu að dekka portúgalska snillinginn Eusébio. Hann gerði það í undanúrslitum HM 1966 þar sem England vann Portúgal, 2-1, og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar tveimur árum síðar þegar United sigraði Benfica, 4-1. Eftir að ferlinum lauk þjálfaði Stiles Preston North End, Vancouver Whitecaps og West Brom. Þá var hann þjálfari í unglingaakademíu United og þjálfaði m.a. hinn fræga '92-árgang. Rest in Peace Nobby. Thank you for all you did for us. You taught us how to fight for everything in that red shirt . Your studs are your best friends out there pic.twitter.com/njE02x7yDx— Gary Neville (@GNev2) October 30, 2020 Stiles var í byrjunarliði Englendinga þegar þeir unnu Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM 1966. Eftir leikinn steig hann frægan dans með heimsmeistarastyttuna í annarri hendi og fölsku tennurnar sínar í hinni. Dansinn kemur fyrir í laginu fræga, Three Lions (Football's Coming Home). watch on YouTube Eftir andlát Stiles eru aðeins fjórir af ellefu úr byrjunarliði Englands í úrslitaleik HM 1966 á lífi: George Cohen, Sir Bobby Charlton, Geoff Hurst og Roger Hunt. Enski boltinn Andlát Bretland England Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Nobby Stiles, sem varð heimsmeistari með enska landsliðinu og Evrópumeistari með Manchester United, er látinn, 78 ára. Stiles hafði lengi glímt við Alzheimer og krabbamein. Stiles ólst upp hjá United og lék með félaginu nær allan sinn feril. Hann varð Englandsmeistari með United 1965 og 1967 og Evrópumeistari 1968. Stiles lék 28 landsleiki fyrir England og var hluti af enska liðinu sem varð heimsmeistari á heimavelli 1966. Hann er einn þriggja Englendinga sem hafa bæði orðið heims- og Evrópumeistarar ásamt Sir Bobby Charlton og Ian Callaghan. We re incredibly saddened to learn of the passing of Nobby Stiles, a key member of our @FIFAWorldCup-winning squad, at the age of 78.All of our thoughts are with Nobby s loved ones. pic.twitter.com/NJygFddX7F— England (@England) October 30, 2020 Stiles lék sem varnarsinnaður miðjumaður og fékk það hlutverk bæði með United og enska landsliðinu að dekka portúgalska snillinginn Eusébio. Hann gerði það í undanúrslitum HM 1966 þar sem England vann Portúgal, 2-1, og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar tveimur árum síðar þegar United sigraði Benfica, 4-1. Eftir að ferlinum lauk þjálfaði Stiles Preston North End, Vancouver Whitecaps og West Brom. Þá var hann þjálfari í unglingaakademíu United og þjálfaði m.a. hinn fræga '92-árgang. Rest in Peace Nobby. Thank you for all you did for us. You taught us how to fight for everything in that red shirt . Your studs are your best friends out there pic.twitter.com/njE02x7yDx— Gary Neville (@GNev2) October 30, 2020 Stiles var í byrjunarliði Englendinga þegar þeir unnu Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM 1966. Eftir leikinn steig hann frægan dans með heimsmeistarastyttuna í annarri hendi og fölsku tennurnar sínar í hinni. Dansinn kemur fyrir í laginu fræga, Three Lions (Football's Coming Home). watch on YouTube Eftir andlát Stiles eru aðeins fjórir af ellefu úr byrjunarliði Englands í úrslitaleik HM 1966 á lífi: George Cohen, Sir Bobby Charlton, Geoff Hurst og Roger Hunt.
Enski boltinn Andlát Bretland England Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira