Kosningaþátttakan í Bandaríkjunum slær öll met Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2020 08:59 Íbúar í Boston í biðröð fyrir utan kjörstað. Anik Rahman/Getty Images Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. Frá þessu greinir Reuters fréttaveitan og vitnar í gögn frá háskólanum í Florida. Þessi fjöldi gefur sterklega til kynna að kjörsókn í kosningunum verði sú mesta í rúmlega hundrað ár. Nú þegar hefur kjörsóknin náð 58 prósentum af heildarkjörsókn síðustu kosninga árið 2016 en fólk hefur nýtt sér póstatkvæði og utankjörfundaratkvæðagreiðslur í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Kórónuveiran hefur spilað þar stóra rullu en áhuginn á kosningunum virðist einnig mun meiri en áður. Demókratar taldir líklegri til að græða á aukinni þátttöku Talið er líklegt að demókratar muni græða meira á þessari miklu þátttöku en Donald Trump forseti hefur harðlega gagnrýnt póstatkvæðin og segir þau ávísun á stórfellt kosningasvindl. Sérfræðingar telja víst að þátttakan í heildina verði mun meiri en árið 2016 þegar 138 milljónir Bandaríkjamanna tóku þátt en þá höfðu aðeins 47 milljónir kosið fyrir sjálfan kjördaginn en nú stendur sú tala í 80 milljónum eins og áður sagði, og enn eru nokkrir dagar til kosninga. Í tölum frá tuttugu ríkjum, þar sem flokkshollusta kjósenda er gefin upp, sést að rúmlega átján milljónir demókrata hafa þegar kosið á móti rúmlega ellefu milljónum repúblikana og tæplega níu milljónum óflokksbundinna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Rúmlega áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa nú þegar greitt atkvæði í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fara þann þriðja nóvember næstkomandi. Frá þessu greinir Reuters fréttaveitan og vitnar í gögn frá háskólanum í Florida. Þessi fjöldi gefur sterklega til kynna að kjörsókn í kosningunum verði sú mesta í rúmlega hundrað ár. Nú þegar hefur kjörsóknin náð 58 prósentum af heildarkjörsókn síðustu kosninga árið 2016 en fólk hefur nýtt sér póstatkvæði og utankjörfundaratkvæðagreiðslur í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Kórónuveiran hefur spilað þar stóra rullu en áhuginn á kosningunum virðist einnig mun meiri en áður. Demókratar taldir líklegri til að græða á aukinni þátttöku Talið er líklegt að demókratar muni græða meira á þessari miklu þátttöku en Donald Trump forseti hefur harðlega gagnrýnt póstatkvæðin og segir þau ávísun á stórfellt kosningasvindl. Sérfræðingar telja víst að þátttakan í heildina verði mun meiri en árið 2016 þegar 138 milljónir Bandaríkjamanna tóku þátt en þá höfðu aðeins 47 milljónir kosið fyrir sjálfan kjördaginn en nú stendur sú tala í 80 milljónum eins og áður sagði, og enn eru nokkrir dagar til kosninga. Í tölum frá tuttugu ríkjum, þar sem flokkshollusta kjósenda er gefin upp, sést að rúmlega átján milljónir demókrata hafa þegar kosið á móti rúmlega ellefu milljónum repúblikana og tæplega níu milljónum óflokksbundinna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði Kjósendur í Bandaríkjunum hafa nú þegar greitt rúmlega tíu milljónir atkvæða í komandi kosningum sem fram fara í nóvember. 13. október 2020 09:02