„Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 15:38 Katla Marín deilir mynd af Lindu ömmu sinni í uppáhaldsgarðinum hennar að horfa á sólina setjast að kvöldi til. Fjölskyldan eigi endalaust af fallegum minningum í íbúðinni sem hún haldi fast í. Katla Marín Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan hefur efnt til söfnunar og vonar að amman verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. Það var á níunda tímanum á mánudagskvöld sem allt tiltækt slökkvilið var kallað út að íbúðarhúsi í Stararima í Grafarvogi. Eldur kviknaði í kjallara hússins þar sem Linda Bragadóttir býr. Enginn slasaðist en íbúðin í kjallara er gjörónýt. „Þegar ég hélt að árið 2020 gæti ekki orðið verra þá kviknar í heima hjá ömmu minni. Íbúðin brann til kaldra kola og hver einasti hlutur inni í íbúðinni, allt ónýtt. Ég kalla það kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn, út úr litlu íbúðinni sinni,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu. Hafði mestar áhyggjur af arfi barna og barnabarna „En eftir standa brotin hjörtu í miklu áfalli. Elsku amma mín, ég hef aldrei áður séð hana eins leiða og það sem hún hafði mestar áhyggjur var, að nú gætum við ekki erft hlutina hennar.“ Frá starfi slökkvuliðs á mánudagskvöldið í Stararrima.Vísir/Sunna Karen Katla Marín segir alla afar þakkláta að amma Linda hafi sloppið heil úr eldinum. Amma hennar eigi ekkert lengur nema náttfötin sín sem hún klæddist þegar eldurinn kviknaði. Hún sé ein hjartahlýjasta sál jarðarinnar, gjafmild og öllum góð. Illt í hjartanu „Ég brast óteljandi oft í grátur á mánudagskvöld og gærdag, því ég og öll fjöldkyldan erum í tilfinningarússíbana. Elsku amma mín er á lífi, en greyið átti ekkert nema náttfötin sín eftir brunann. Ég spurði ömmu hvort henni væri illt, hún svaraði „bara í hjartanu“ og brast í grát.“ Fjölskylda Lindu hefur tekið sig saman og efnir til söfnunar. Þar ætla vinkonur, kunningjar, frænkur, áhrifavaldar, verslanir, vinnufélagar og fleira gott fólk að hjálpa. „Ég er meyr og þakklát fyrir allan þann stuðninginn sem við fjölskyldan höfum fengið. Vá hvað máttur fólks er mikill og vá hvað fólk er tilbúnir til þess að gefa af sér, hjálpa og senda hlýja strauma. En það er löng leið framundan, andlega og veraldlega. Við fjölskyldan hjálpumst að alla leið! og ég trúi því að í desember eigi amma litla jólalega íbúð, með helling af nýbökuðum smákökum til að bjóða upp á.“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42 Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan hefur efnt til söfnunar og vonar að amman verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. Það var á níunda tímanum á mánudagskvöld sem allt tiltækt slökkvilið var kallað út að íbúðarhúsi í Stararima í Grafarvogi. Eldur kviknaði í kjallara hússins þar sem Linda Bragadóttir býr. Enginn slasaðist en íbúðin í kjallara er gjörónýt. „Þegar ég hélt að árið 2020 gæti ekki orðið verra þá kviknar í heima hjá ömmu minni. Íbúðin brann til kaldra kola og hver einasti hlutur inni í íbúðinni, allt ónýtt. Ég kalla það kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn, út úr litlu íbúðinni sinni,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu. Hafði mestar áhyggjur af arfi barna og barnabarna „En eftir standa brotin hjörtu í miklu áfalli. Elsku amma mín, ég hef aldrei áður séð hana eins leiða og það sem hún hafði mestar áhyggjur var, að nú gætum við ekki erft hlutina hennar.“ Frá starfi slökkvuliðs á mánudagskvöldið í Stararrima.Vísir/Sunna Karen Katla Marín segir alla afar þakkláta að amma Linda hafi sloppið heil úr eldinum. Amma hennar eigi ekkert lengur nema náttfötin sín sem hún klæddist þegar eldurinn kviknaði. Hún sé ein hjartahlýjasta sál jarðarinnar, gjafmild og öllum góð. Illt í hjartanu „Ég brast óteljandi oft í grátur á mánudagskvöld og gærdag, því ég og öll fjöldkyldan erum í tilfinningarússíbana. Elsku amma mín er á lífi, en greyið átti ekkert nema náttfötin sín eftir brunann. Ég spurði ömmu hvort henni væri illt, hún svaraði „bara í hjartanu“ og brast í grát.“ Fjölskylda Lindu hefur tekið sig saman og efnir til söfnunar. Þar ætla vinkonur, kunningjar, frænkur, áhrifavaldar, verslanir, vinnufélagar og fleira gott fólk að hjálpa. „Ég er meyr og þakklát fyrir allan þann stuðninginn sem við fjölskyldan höfum fengið. Vá hvað máttur fólks er mikill og vá hvað fólk er tilbúnir til þess að gefa af sér, hjálpa og senda hlýja strauma. En það er löng leið framundan, andlega og veraldlega. Við fjölskyldan hjálpumst að alla leið! og ég trúi því að í desember eigi amma litla jólalega íbúð, með helling af nýbökuðum smákökum til að bjóða upp á.“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339
Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42 Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42
Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31