Ætlaði að æða inn í reykjarmökkinn þegar hún heyrði örvæntingarveinin í hundunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2020 10:21 Erna sést fyrir miðju ásamt Abby, einum hundinum sem brann inni í eldsvoðanum á þriðjudag. Á hinum myndunum sést tjónið á heimilinu og innanstokksmunum vel. Samsett Erna Christiansen, ung kona sem missti sex hunda og aleiguna í eldsvoða í Kópavogi í fyrradag, lýsir hræðilegri geðshræringu og sorg vegna brunans. Hún fylgdist bjargarlaus með heimili sínu brenna og heyrði örvæntingar- og sársaukaveinin í hundunum sex sem brunnu inni. Fjórir hundar Ernu björguðust þó og braggast vel, sem hún kveðst óendanlega þakklát fyrir. Eldurinn kviknaði á heimili Ernu við Arakór í Kópavogi síðdegis á þriðjudag. Fram hefur komið að eldurinn er talinn hafa kviknað út frá lampa, sem tæknideild lögreglu hefur til rannsóknar. Líkt og áður segir brunnu sex hundar inni, þau Echo, Abby, Mona, Oriana, Ohana og Moli, og þá varð einnig gríðarlegt tjón á heimilinu, líkt og myndir af vettvangi brunans sem fylgja fréttinni sýna. Hundar Ernu sem ekki náðist að bjarga úr brunanum.Aðsend Misstu húsið á tíu mínútum Erna ræktar hunda af tegundinni Russian toy undir merkjum ræktunarinnar Great Icelandic Toy og voru því margir hundar, þrír aðeins sex vikna gamlir, í húsinu þegar eldurinn kom upp. Erna segir að allt hafi verið með kyrrum kjörum þriðjudaginn örlagaríka. Dagurinn hafi gengið sinn vanagang; um klukkan hálf þrjú síðdegis gaf Erna hundunum sínum að borða og skaust svo með einn þeirra, Lólu, til dýralæknis. En andartaki síðar dundu ósköpin yfir. Hitinn af eldinum bræddi plastið sem búrin eru gerð úr.Úr einkasafni „Um fimm mínútum síðar hringir mamma í sjokki, spyr mig hvar ég sé og segir að það sé kviknað í. Ég sný strax við í algjöru sjokki og bruna heim. Þegar heim er komið hefur reykurinn teygt sig á efri hæðina og allt húsið stútfullt af svörtum reyk,“ segir Erna. „Við misstum húsið okkar á fimm til tíu mínútum. Hvorki mamma né systir mín náðu að fara niður og reyna að slökkva eldinn eða bjarga hundunum.“ Ætlaði að æða inn í reykjarmökkinn Erna segist hafa ætlað að æða inn í reykskýið sem tók á móti henni þegar hún kom aftur að húsinu en móðir hennar hafi haldið aftur af henni. „Mamma náði að stoppa mig áður en ég fór inn í brennandi húsið til að reyna að bjarga skælandi, grátandi og öskrandi hundunum mínum. Ég hefði farið inn en það var bara of seint og það var gott að einhver stoppaði mig,“ segir Erna. Íbúð Ernu er afar illa farin eftir brunann, líkt og sést hér.Úr einkasafni Hún þurfti því að fylgjast með heimili sínu brenna og hlusta á örvæntingarveinin í hundunum sem þar voru inni á meðan lögregla, slökkvilið og sjúkraliðar reyndu að bjarga því sem bjargað varð. Erna lýsir gríðarlegri geðshræringu og sorg þessar erfiðu mínútur sem þá fóru í hönd. „Eftir útreikning í hausnum hjá mér, miðað við magn reyks, elds, hita og tíma hafði ég misst allt. Það væri mjög ólíklegt að þessir litlu líkamar myndu lifa þetta af. Ég gargandi, grátandi, öskrandi, dettandi. Og óhljóðin frá hundunum mínum berjast fyrir lífi sínu, kvalafullu öskrin í sex vikna gömlu hvolpunum mínum, gráturinn í stelpunum mínum. Mér fannst eins og enginn ætlaði að hlusta á mig. Horfandi á íbúðina brenna í margar, margar mínútur áður en ég var dregin í burtu, á meðan hundarnir hættu smátt og smátt. Ég var viss um að þetta væri búið,“ segir Erna. Erna ásamt einum hundinum sem bjargaðist úr brunanum.Úr einkasafni Finnst lífið hafa verið hrifsað af sér Svo leið og beið. Erna segir að lögregla hafi fljótlega tjáð henni að ekki hefði náðst að bjarga hvolpunum þremur og einni tíkinni en fjórir hundar hefðu verið fluttir á Dýrapsítalann í Víðidal. Þangað fór Erna ásamt systur sinni. „Við mætum inn og fáum mjög hlýjar móttökur. Það er útskýrt fyrir mér að þær séu með fjóra hunda hjá sér og allir á lífi. En ég vissi ekki hverjir,“ segir Erna. „Mér leið eins og þetta væri lottó. Hver er á lífi?“ Hundarnir fjórir sem lifðu af, þær Vigdís, Baileys, Imma og Lizzy, braggast vel, að sögn Ernu. Þó þurfti að leggja Immu aftur inn eftir að henni hrakaði í gær en hún er nú komin aftur heim. Erna segir að áfallið, bæði tilfinninga- og efnislegt, sé ólýsanlegt. „Hundarnir eru líf mitt. Ég lifi fyrir þá. Og lífið var hrifsað að mér. Næstum allt var tekið af mér og ég skilin eftir allslaus, með hálfan haus, brotið hjarta og skurð í sálinni. Íbúðin og allt sem var í henni brann,“ segir Erna. Allt var í sóti og ösku eftir brunann en sumu náðist að bjarga.Úr einkasafni Nokkrir hlutir sem hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir Ernu komust þó því sem næst óskaddaðir úr brunanum. Tvær öskukrukkur af gömlum hundum Ernu náðust úr brunarústunum, auk hálsmens sem smíðað var í eftirmynd loppu hunds sem Erna missti í fyrra. Þá kveðst Erna afar þakklát öllum sem hafa rétt henni hjálparhönd í kjölfar brunans. Þeir séu margir. „Takk fyrir að bjarga stelpunum mínum slökkviliðið og Dýraspitalinn í Viðidal, og Dýraríkið fyrir að gefa okkur allar nauðsynjavörur fyrir stelpurnar sem eru eftir. Og svo má ekki gleyma Guðfinnu minni, sem hefur staðið við bakið á mér eins og klettur, veitt mér gistingu og hjálp með stelpurnar,“ segir Erna. Slökkvilið Kópavogur Dýr Tengdar fréttir Hefja söfnun fyrir konuna sem missti hunda sína sex í eldsvoða Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt. 28. október 2020 15:30 Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38 Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Erna Christiansen, ung kona sem missti sex hunda og aleiguna í eldsvoða í Kópavogi í fyrradag, lýsir hræðilegri geðshræringu og sorg vegna brunans. Hún fylgdist bjargarlaus með heimili sínu brenna og heyrði örvæntingar- og sársaukaveinin í hundunum sex sem brunnu inni. Fjórir hundar Ernu björguðust þó og braggast vel, sem hún kveðst óendanlega þakklát fyrir. Eldurinn kviknaði á heimili Ernu við Arakór í Kópavogi síðdegis á þriðjudag. Fram hefur komið að eldurinn er talinn hafa kviknað út frá lampa, sem tæknideild lögreglu hefur til rannsóknar. Líkt og áður segir brunnu sex hundar inni, þau Echo, Abby, Mona, Oriana, Ohana og Moli, og þá varð einnig gríðarlegt tjón á heimilinu, líkt og myndir af vettvangi brunans sem fylgja fréttinni sýna. Hundar Ernu sem ekki náðist að bjarga úr brunanum.Aðsend Misstu húsið á tíu mínútum Erna ræktar hunda af tegundinni Russian toy undir merkjum ræktunarinnar Great Icelandic Toy og voru því margir hundar, þrír aðeins sex vikna gamlir, í húsinu þegar eldurinn kom upp. Erna segir að allt hafi verið með kyrrum kjörum þriðjudaginn örlagaríka. Dagurinn hafi gengið sinn vanagang; um klukkan hálf þrjú síðdegis gaf Erna hundunum sínum að borða og skaust svo með einn þeirra, Lólu, til dýralæknis. En andartaki síðar dundu ósköpin yfir. Hitinn af eldinum bræddi plastið sem búrin eru gerð úr.Úr einkasafni „Um fimm mínútum síðar hringir mamma í sjokki, spyr mig hvar ég sé og segir að það sé kviknað í. Ég sný strax við í algjöru sjokki og bruna heim. Þegar heim er komið hefur reykurinn teygt sig á efri hæðina og allt húsið stútfullt af svörtum reyk,“ segir Erna. „Við misstum húsið okkar á fimm til tíu mínútum. Hvorki mamma né systir mín náðu að fara niður og reyna að slökkva eldinn eða bjarga hundunum.“ Ætlaði að æða inn í reykjarmökkinn Erna segist hafa ætlað að æða inn í reykskýið sem tók á móti henni þegar hún kom aftur að húsinu en móðir hennar hafi haldið aftur af henni. „Mamma náði að stoppa mig áður en ég fór inn í brennandi húsið til að reyna að bjarga skælandi, grátandi og öskrandi hundunum mínum. Ég hefði farið inn en það var bara of seint og það var gott að einhver stoppaði mig,“ segir Erna. Íbúð Ernu er afar illa farin eftir brunann, líkt og sést hér.Úr einkasafni Hún þurfti því að fylgjast með heimili sínu brenna og hlusta á örvæntingarveinin í hundunum sem þar voru inni á meðan lögregla, slökkvilið og sjúkraliðar reyndu að bjarga því sem bjargað varð. Erna lýsir gríðarlegri geðshræringu og sorg þessar erfiðu mínútur sem þá fóru í hönd. „Eftir útreikning í hausnum hjá mér, miðað við magn reyks, elds, hita og tíma hafði ég misst allt. Það væri mjög ólíklegt að þessir litlu líkamar myndu lifa þetta af. Ég gargandi, grátandi, öskrandi, dettandi. Og óhljóðin frá hundunum mínum berjast fyrir lífi sínu, kvalafullu öskrin í sex vikna gömlu hvolpunum mínum, gráturinn í stelpunum mínum. Mér fannst eins og enginn ætlaði að hlusta á mig. Horfandi á íbúðina brenna í margar, margar mínútur áður en ég var dregin í burtu, á meðan hundarnir hættu smátt og smátt. Ég var viss um að þetta væri búið,“ segir Erna. Erna ásamt einum hundinum sem bjargaðist úr brunanum.Úr einkasafni Finnst lífið hafa verið hrifsað af sér Svo leið og beið. Erna segir að lögregla hafi fljótlega tjáð henni að ekki hefði náðst að bjarga hvolpunum þremur og einni tíkinni en fjórir hundar hefðu verið fluttir á Dýrapsítalann í Víðidal. Þangað fór Erna ásamt systur sinni. „Við mætum inn og fáum mjög hlýjar móttökur. Það er útskýrt fyrir mér að þær séu með fjóra hunda hjá sér og allir á lífi. En ég vissi ekki hverjir,“ segir Erna. „Mér leið eins og þetta væri lottó. Hver er á lífi?“ Hundarnir fjórir sem lifðu af, þær Vigdís, Baileys, Imma og Lizzy, braggast vel, að sögn Ernu. Þó þurfti að leggja Immu aftur inn eftir að henni hrakaði í gær en hún er nú komin aftur heim. Erna segir að áfallið, bæði tilfinninga- og efnislegt, sé ólýsanlegt. „Hundarnir eru líf mitt. Ég lifi fyrir þá. Og lífið var hrifsað að mér. Næstum allt var tekið af mér og ég skilin eftir allslaus, með hálfan haus, brotið hjarta og skurð í sálinni. Íbúðin og allt sem var í henni brann,“ segir Erna. Allt var í sóti og ösku eftir brunann en sumu náðist að bjarga.Úr einkasafni Nokkrir hlutir sem hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir Ernu komust þó því sem næst óskaddaðir úr brunanum. Tvær öskukrukkur af gömlum hundum Ernu náðust úr brunarústunum, auk hálsmens sem smíðað var í eftirmynd loppu hunds sem Erna missti í fyrra. Þá kveðst Erna afar þakklát öllum sem hafa rétt henni hjálparhönd í kjölfar brunans. Þeir séu margir. „Takk fyrir að bjarga stelpunum mínum slökkviliðið og Dýraspitalinn í Viðidal, og Dýraríkið fyrir að gefa okkur allar nauðsynjavörur fyrir stelpurnar sem eru eftir. Og svo má ekki gleyma Guðfinnu minni, sem hefur staðið við bakið á mér eins og klettur, veitt mér gistingu og hjálp með stelpurnar,“ segir Erna.
Slökkvilið Kópavogur Dýr Tengdar fréttir Hefja söfnun fyrir konuna sem missti hunda sína sex í eldsvoða Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt. 28. október 2020 15:30 Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38 Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Hefja söfnun fyrir konuna sem missti hunda sína sex í eldsvoða Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt. 28. október 2020 15:30
Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38
Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent