Samþykkja sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum fyrir 3,5 milljarða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 22:57 Hafnarfjörður hefur verið á meðal hluthafa í HS Veitum frá stofnun árið 2008. Fyrirtækið annast sölu og dreifingu á heitu vatni, köldu vatni og dreifingu á raforku á Suðurnesjum, á nokkrum stöðum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Í Hafnarfirði snýr þjónusta fyrirtækisins að dreifingu á rafmagni að því er segir í tilkynningu frá bænum. Vísir Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að selja 15,42% hlut í HS Veitum hf. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Hlutur bæjarins verður seldur fyrir þrjá og hálfan milljarð króna en kaupendur að bréfunum eru að stærstum hluta lífeyrissjóðir að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarkaupstað nú í kvöld. Undirbúningur að sölu hlutabréfanna hófst með samþykki bæjarráðs í apríl en ákvörðunin hefur sætt talsverðri gagnrýni. „Hluturinn var settur í opið útboðsferli og sýndu fjölmargir fjárfestar áhuga á hlutabréfunum. Eftir sex mánaða ítarlegt söluferli hefur verið ákveðið að taka tilboði HSV eignarhaldsfélags í hlutinn. Að baki félaginu standa 14 lífeyrissjóðir (90%) auk annarra fagfjárfesta,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fagnar áfanganum. „Vel heppnuð sala á liðlega 15% hlut í HS Veitum er fagnaðarefni fyrir Hafnfirðinga. Gott verð fékkst fyrir hlutinn og mun andvirðið styrkja bæjarsjóð Hafnarfjarðarbæjar verulega til að mæta tekjutapi og efnahagslegum þrengingum vegna Covid-19 faraldursins,“ er haft eftir Rósu í tilkynningunni. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa margir hverjir gagnrýnt áformin um sölu bæjarins á hlutabréfum í HS Veitum en fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn hefur til að mynda sagt ákvörðunina fela í sér ógn við almannahagsmuni Hafnfirðinga. Þá hefur oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn jafnframt lýst efasemdum. Þessu kveðst bæjarstjóri ekki sammála. „Hluturinn í HS Veitum hefur engin áhrif á íbúa í Hafnarfirði en verðlagning á raforkudreifingu er bundin ströngum skilyrðum í raforkulögum. Kaupendur eru að mestu lífeyrissjóðir sem standa að baki yfir helmingi af lífeyriskerfi landsins. Andvirði sölunnar dregur úr lánsfjárþörf Hafnarfjarðarbæjar og þar með afborgunum og vöxtum í framtíðinni og veitir um leið færi á því að sækja fram með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi,“ er ennfremur haft eftir Rósu í tilkynningunni sem send var út í kvöld. Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að selja 15,42% hlut í HS Veitum hf. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Hlutur bæjarins verður seldur fyrir þrjá og hálfan milljarð króna en kaupendur að bréfunum eru að stærstum hluta lífeyrissjóðir að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarkaupstað nú í kvöld. Undirbúningur að sölu hlutabréfanna hófst með samþykki bæjarráðs í apríl en ákvörðunin hefur sætt talsverðri gagnrýni. „Hluturinn var settur í opið útboðsferli og sýndu fjölmargir fjárfestar áhuga á hlutabréfunum. Eftir sex mánaða ítarlegt söluferli hefur verið ákveðið að taka tilboði HSV eignarhaldsfélags í hlutinn. Að baki félaginu standa 14 lífeyrissjóðir (90%) auk annarra fagfjárfesta,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fagnar áfanganum. „Vel heppnuð sala á liðlega 15% hlut í HS Veitum er fagnaðarefni fyrir Hafnfirðinga. Gott verð fékkst fyrir hlutinn og mun andvirðið styrkja bæjarsjóð Hafnarfjarðarbæjar verulega til að mæta tekjutapi og efnahagslegum þrengingum vegna Covid-19 faraldursins,“ er haft eftir Rósu í tilkynningunni. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa margir hverjir gagnrýnt áformin um sölu bæjarins á hlutabréfum í HS Veitum en fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn hefur til að mynda sagt ákvörðunina fela í sér ógn við almannahagsmuni Hafnfirðinga. Þá hefur oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn jafnframt lýst efasemdum. Þessu kveðst bæjarstjóri ekki sammála. „Hluturinn í HS Veitum hefur engin áhrif á íbúa í Hafnarfirði en verðlagning á raforkudreifingu er bundin ströngum skilyrðum í raforkulögum. Kaupendur eru að mestu lífeyrissjóðir sem standa að baki yfir helmingi af lífeyriskerfi landsins. Andvirði sölunnar dregur úr lánsfjárþörf Hafnarfjarðarbæjar og þar með afborgunum og vöxtum í framtíðinni og veitir um leið færi á því að sækja fram með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi,“ er ennfremur haft eftir Rósu í tilkynningunni sem send var út í kvöld.
Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent