Ofurkýrin Staka með 14 þúsund lítra af mjólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2020 20:00 Kýrin Staka, sem er einstakur gripur enda mjólkar hún og mjólkar eigendum sínum til mikillar ánægju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Staka hefur verið eigendum sínum mikill happafengur því hún hefur mjólkað á síðustu tólf mánuðum tæplega 14 þúsund lítra af mjólk á meðan hin almenna kýr í landinu mjólkar að meðaltali um 6.500 lítra. Á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi er eitt glæsilegasta fjós landsins með um 210 kúm. Bændur búsins eru þeir Berglind Bjarnadóttir og Arnar Bjarni Eiríksson. Kýrnar hjá þeim mjólka almennt mjög vel en það er þó ein kýr, sem stendur upp úr, hún mjólkar og mjólkar og er afurðahæst allra kúa á Suðurlandi og næst hæst yfir landið með tæplega 14 þúsund lítra á síðustu 12 mánuðum. Kýrin heitir Staka, húfótt og mjög falleg. „Já, þetta er náttúrulega að mörgu leyti einstök kú. Hún er út af kyni, sem við erum búin að eiga svolítið lengi og við höfum leyft okkur að rækta út frá því. Kynbótastarf er háð pólitík en við erum ekki alltaf sammála pólitíkinni sem þar er rekin, þannig að það má segja að hluta til sé þetta afrakstur okkar eigin ræktunar,“ segir Arnar Bjarni. Arnar Bjarni og Berglind Bjarnadóttir, kúabændur í Gunnbjarnarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er hún búin að vera að mjólka mikið? „Þetta er búið að vera met ár hjá henni núna, hún er svo sem ekki búin að ljúka mjaltaskeiði en hún fór núna í eitthvað liðlega 14 þúsund lítra og kemur til að fara á þessu mjaltaskeiði einhverjar 15 til 16 þúsund lítra.“ Staka er sex ára gömul og hefur átt þrjá kálfa og er gott dæmi um grip, sem allir kúabændur myndu vilja eiga í fjósinu sínu. „Þetta er bara eins með skepnur eins og mannfólkið, það fer engin á þennan stall nema vera skapríkur og hafa skoðanir á hlutnum, hún er mjög skoðanarík þessi blessaða kýr,“ segir Arnar Bjarni. Á sama tíma og Staka og bændurnir í Gunnbjarnarholti voru heimsóttir bar ein kýrin í fjósinu en árlega fæðast í Gunnbjarnarholti um 300 kálfar. Kálfurinn, sem var kvíga fékk strax nafnið Magnúsína í höfuðið á fréttamanninum, sem var að gera fréttina í Gunnbjarnarholti. Staka er mjög dugleg að fara í mjaltaþjónana í Gunnbjarnarholti en fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Kýrin Staka hefur verið eigendum sínum mikill happafengur því hún hefur mjólkað á síðustu tólf mánuðum tæplega 14 þúsund lítra af mjólk á meðan hin almenna kýr í landinu mjólkar að meðaltali um 6.500 lítra. Á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi er eitt glæsilegasta fjós landsins með um 210 kúm. Bændur búsins eru þeir Berglind Bjarnadóttir og Arnar Bjarni Eiríksson. Kýrnar hjá þeim mjólka almennt mjög vel en það er þó ein kýr, sem stendur upp úr, hún mjólkar og mjólkar og er afurðahæst allra kúa á Suðurlandi og næst hæst yfir landið með tæplega 14 þúsund lítra á síðustu 12 mánuðum. Kýrin heitir Staka, húfótt og mjög falleg. „Já, þetta er náttúrulega að mörgu leyti einstök kú. Hún er út af kyni, sem við erum búin að eiga svolítið lengi og við höfum leyft okkur að rækta út frá því. Kynbótastarf er háð pólitík en við erum ekki alltaf sammála pólitíkinni sem þar er rekin, þannig að það má segja að hluta til sé þetta afrakstur okkar eigin ræktunar,“ segir Arnar Bjarni. Arnar Bjarni og Berglind Bjarnadóttir, kúabændur í Gunnbjarnarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er hún búin að vera að mjólka mikið? „Þetta er búið að vera met ár hjá henni núna, hún er svo sem ekki búin að ljúka mjaltaskeiði en hún fór núna í eitthvað liðlega 14 þúsund lítra og kemur til að fara á þessu mjaltaskeiði einhverjar 15 til 16 þúsund lítra.“ Staka er sex ára gömul og hefur átt þrjá kálfa og er gott dæmi um grip, sem allir kúabændur myndu vilja eiga í fjósinu sínu. „Þetta er bara eins með skepnur eins og mannfólkið, það fer engin á þennan stall nema vera skapríkur og hafa skoðanir á hlutnum, hún er mjög skoðanarík þessi blessaða kýr,“ segir Arnar Bjarni. Á sama tíma og Staka og bændurnir í Gunnbjarnarholti voru heimsóttir bar ein kýrin í fjósinu en árlega fæðast í Gunnbjarnarholti um 300 kálfar. Kálfurinn, sem var kvíga fékk strax nafnið Magnúsína í höfuðið á fréttamanninum, sem var að gera fréttina í Gunnbjarnarholti. Staka er mjög dugleg að fara í mjaltaþjónana í Gunnbjarnarholti en fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira