Klopp: Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 08:00 Fabinho situr í grasinu eftir að hann tognaði aftan í læri í leiknum á móti Midtjylland í Meistaradeildinni í gær. EPA-EFE/Michael Regan Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. Liverpool hefur verið í vandræðum með miðvarðarstöðuna enda eru bæði Virgil van Dijk og Joel Matip á meiðslalistanum. Virgil van Dijk sleit krossband og verður ekki meira með á leiktíðinni en meiðsli Matip eru ekki nærri því eins slæm. Í miðvarðarhallæri Liverpool að undanförnu þá nýtti Jürgen Klopp sér fjölhæfni Fabinho og færði hann af miðjunni og niður í vörnina með góðum árangri. Það var því áfall þegar Fabinho settist í grasið eftir hálftíma leik í gær. Fabinho's injury is "exactly the last thing we needed", Liverpool boss Jurgen Klopp has said.More details https://t.co/F4zJaaEBFa #LFC #UCL #bbcfootball pic.twitter.com/7bAryKPFkB— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 „Hann fann tak aftan í læri og það er ekki gott. Hann sagðist hafa getað spilað áfram en gat ekki tekið neina spretti sem hjálpar ekki. Við þurfum að sjá til og við munum vita meira eftir myndatöku,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn. „Við höfum verið að vinna vel út úr stöðunni en þetta var áfall fyrir liðið því nú þurfum við að bregðast við þessu. Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda,“ sagði Klopp. Hinn nítján ára gamli Rhys Williams kom inn á fyrir Fabinho og kláraði leikinn við hlið Joe Gomez í miðri vörninni. Liverpool hélt hreinu en slapp nokkrum sinnum með skrekkinn. „Við erum með unga og óreynda kosti í stöðunni og eins og er þá lítur út fyrir að við þurfum að velja einn þeirra. Rhys stóð sig samt mjög vel í kvöld,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp gat heldur ekki sagt til um það hvort Joel Matip yrði klár í næsta leik. „Ég veit það ekki. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. Liverpool hefur verið í vandræðum með miðvarðarstöðuna enda eru bæði Virgil van Dijk og Joel Matip á meiðslalistanum. Virgil van Dijk sleit krossband og verður ekki meira með á leiktíðinni en meiðsli Matip eru ekki nærri því eins slæm. Í miðvarðarhallæri Liverpool að undanförnu þá nýtti Jürgen Klopp sér fjölhæfni Fabinho og færði hann af miðjunni og niður í vörnina með góðum árangri. Það var því áfall þegar Fabinho settist í grasið eftir hálftíma leik í gær. Fabinho's injury is "exactly the last thing we needed", Liverpool boss Jurgen Klopp has said.More details https://t.co/F4zJaaEBFa #LFC #UCL #bbcfootball pic.twitter.com/7bAryKPFkB— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 „Hann fann tak aftan í læri og það er ekki gott. Hann sagðist hafa getað spilað áfram en gat ekki tekið neina spretti sem hjálpar ekki. Við þurfum að sjá til og við munum vita meira eftir myndatöku,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn. „Við höfum verið að vinna vel út úr stöðunni en þetta var áfall fyrir liðið því nú þurfum við að bregðast við þessu. Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda,“ sagði Klopp. Hinn nítján ára gamli Rhys Williams kom inn á fyrir Fabinho og kláraði leikinn við hlið Joe Gomez í miðri vörninni. Liverpool hélt hreinu en slapp nokkrum sinnum með skrekkinn. „Við erum með unga og óreynda kosti í stöðunni og eins og er þá lítur út fyrir að við þurfum að velja einn þeirra. Rhys stóð sig samt mjög vel í kvöld,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp gat heldur ekki sagt til um það hvort Joel Matip yrði klár í næsta leik. „Ég veit það ekki. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Sjá meira