Vildu stöðva „stjórnlausa afbrotahrinu“ í Hrísey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 19:31 Hrísey er í Eyjafirði. Vísir/Egill Lögreglan á Norðurlandi eystra fór meðal annars fram á gæsluvarðhald yfir manni búsettum í Hrísey sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot til þess að stöðva afbrotahrinu hans, sem lögreglan segir að virðist hafa verið orðin stjórnlaus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manninum á dögunum. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi til 12. nóvember. Fyrr í mánuðinum greindi lögreglan frá því að verið væri að rannsaka fjölmörg ofbeldisbrot mannsins, sem er á fertugsaldri, meðal annars gegn unnustu sinni, sambýlisfólki og nágrönnum í Hrísey. Í úrskurði Landsréttar er varpað ljósi á það hvaða brot maðurinn er grunaður um að hafa framið. Þar segir að hann sé sakaður að hafa ítrekað ráðist að unnustu sinni, fyrst í nóvember á síðasta ári þannig að hann hafi tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Konan hafi sakað hann um daglegt ofbeldi frá því að samband þeirra hófst skömmu áður. Í úrskurði Landsréttar segir að það sem hafi orðið ástæða afskipta lögreglu af manninum hafi verið að maðurinn hafi skvett súpu og olíu yfir konuna, slegið hana, hrint henni og troðið pappír ofan í kok hennar, auk frelssisviptingar. Maðurinn er sagðir hafa játað þetta að stórum hluta. Grunuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum Þá er hann grunaður um að hafa ráðist á annan mann, brotið allar rúður í húsi hans og síðar ráðist á hann og keyrt hátalara að hálsi fórnarlambsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Að auki er hann grunaður um að hafa ruðst inn til nokkurra nágranna sinn, sakaður um innbrot og þjófnað í Dalvíkurbyggð svo dæmi séu tekin. Þá eru hann og unnusta hans sökuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum á meðan þau hafi átt að vera í sóttkví eftir að hafa valið að sleppa skimun eftir heimkomu erlendis frá. Í greinargerð lögreglu segir meðal annars að maðurinn hafi ítrekað rofið skilyrð reynslulausnar og „nú sé ástandið þannig að hann virðist vera í stjórnlausri afbrotahrinu.“ Mikilvægt sé að stöðva þessa brotahrinu svo hægt sé að ljúka rannsókn þessara mála og eftir atvikum dómsmeðferðar þeirra. Að auki sé það mat lögreglustjóra að vernda þurfi samfélagið fyrir manninum. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og verður maðurinn því í gæsluvarðhaldi til 12. nóvember. Hrísey Dómsmál Lögreglumál Akureyri Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra fór meðal annars fram á gæsluvarðhald yfir manni búsettum í Hrísey sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot til þess að stöðva afbrotahrinu hans, sem lögreglan segir að virðist hafa verið orðin stjórnlaus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manninum á dögunum. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi til 12. nóvember. Fyrr í mánuðinum greindi lögreglan frá því að verið væri að rannsaka fjölmörg ofbeldisbrot mannsins, sem er á fertugsaldri, meðal annars gegn unnustu sinni, sambýlisfólki og nágrönnum í Hrísey. Í úrskurði Landsréttar er varpað ljósi á það hvaða brot maðurinn er grunaður um að hafa framið. Þar segir að hann sé sakaður að hafa ítrekað ráðist að unnustu sinni, fyrst í nóvember á síðasta ári þannig að hann hafi tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Konan hafi sakað hann um daglegt ofbeldi frá því að samband þeirra hófst skömmu áður. Í úrskurði Landsréttar segir að það sem hafi orðið ástæða afskipta lögreglu af manninum hafi verið að maðurinn hafi skvett súpu og olíu yfir konuna, slegið hana, hrint henni og troðið pappír ofan í kok hennar, auk frelssisviptingar. Maðurinn er sagðir hafa játað þetta að stórum hluta. Grunuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum Þá er hann grunaður um að hafa ráðist á annan mann, brotið allar rúður í húsi hans og síðar ráðist á hann og keyrt hátalara að hálsi fórnarlambsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Að auki er hann grunaður um að hafa ruðst inn til nokkurra nágranna sinn, sakaður um innbrot og þjófnað í Dalvíkurbyggð svo dæmi séu tekin. Þá eru hann og unnusta hans sökuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum á meðan þau hafi átt að vera í sóttkví eftir að hafa valið að sleppa skimun eftir heimkomu erlendis frá. Í greinargerð lögreglu segir meðal annars að maðurinn hafi ítrekað rofið skilyrð reynslulausnar og „nú sé ástandið þannig að hann virðist vera í stjórnlausri afbrotahrinu.“ Mikilvægt sé að stöðva þessa brotahrinu svo hægt sé að ljúka rannsókn þessara mála og eftir atvikum dómsmeðferðar þeirra. Að auki sé það mat lögreglustjóra að vernda þurfi samfélagið fyrir manninum. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og verður maðurinn því í gæsluvarðhaldi til 12. nóvember.
Hrísey Dómsmál Lögreglumál Akureyri Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira