Múslimar víða reiðir Macron Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2020 11:14 Frá mótmælum gegn Macron í Istanbúl í Tyrklandi um helgina. AP/Emrah Gurel Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. Erdogan hefur gagnrýnt Macron harðlega á undanförnum dögum og sakað hann um múslimahatur en ríkisstjórn Macron stefnir að því að auka eftirlit með moskum í landinu, auk annarra aðgerða. Franskar vörur eru nú sniðgengnar víða í Arabaríkjum og hafa Frakkar verið gagnrýndir harðlega af múslimum fyrir viðbrögð Macron við hrottalegu morði kennara í úthverfi Parísar. Samuel Paty var myrtur fyrir að hafa sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í tíma um málfrelsi. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna myrti Paty og afhöfðaði hann. Morðinginn var ekki nemandi við skóla Paty og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Sjá einnig: Greiddi nemendum til að benda á kennarann Sendiherra Frakklands í Pakistan var kallaður á teppið af Imran Khan, forsætisráðherra landsins, í morgun. Á fundi Khan og sendiherrans sakaði forsætisráðherrann Macron um að „ráðast á íslam“. Franska veraldarhyggjan mikilvæg Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennurum hefur þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Áætlunin felur meðal annars í sér aukið eftirlit með skólum og fjárveitingum bænahúsa. Markmiðið er að draga úr áhrifum erlendra aðila, eins og Tyrkja, í moskum í Frakklandi. Þetta hefur verið gagnrýnt og hefur Macron verið sakaður um að vilja bæla niður trú múslima. Áætlunin er sömuleiðis sögð eiga á hættu að réttlæta fordóma gegn múslimum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Morð Paty virðist hafa gefið þessari áætlun byr undir báða vængi. í frétt France24 segir að umræðan um franska veraldarhyggju hafi aukist til muna. We will not give in, ever.We respect all differences in a spirit of peace. We do not accept hate speech and defend reasonable debate. We will always be on the side of human dignity and universal values.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 25, 2020 Í ræðu í Tyrklandi um helgina gaf Erdogan í skyn að Macron væri veikur á geði og sagði franska forsetann vera með sig á heilanum. „Hvað hefur Macron á móti íslam? Hvað hefur hann á móti múslimum?“ sagði Erdogan. „Hann þarf einhvers konar geðheilsumeðferð. Hvað annað er hægt að segja um þjóðarleiðtoga sem trúir ekki á trúfrelsi og hagar sér svona gegn milljónum manna sem eru annarrar trúar og búa í hans eigin landi?“ Forsætisembætti Frakklands hefur gagnrýnt ummælin harðlega og krafist þess að Erdogan dragi úr áróðri sínum. Vert er að taka fram að Frakkar og Tyrkir deila nú um margvís málefni og þar á meðal þegar kemur að átökunum í Líbíu, Sýrlandi og Nagorno-Karabakh auk þess sem Frakkar hafa staðið við bak Grikkja í deilum þeirra við Tyrki. Hér má sjá forsíðu Daily Sabah, sem er tyrkneskt dagblað og þykir ritstjórn þess mjög hliðhollt ríkisstjórn Erdogan. Macron and Wilders, the two faces of hatred, racism in Europe | Today's Front Pagehttps://t.co/q4FsngMGLQ pic.twitter.com/DUeTDH2or7— DAILY SABAH (@DailySabah) October 26, 2020 Frakkland Tyrkland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. Erdogan hefur gagnrýnt Macron harðlega á undanförnum dögum og sakað hann um múslimahatur en ríkisstjórn Macron stefnir að því að auka eftirlit með moskum í landinu, auk annarra aðgerða. Franskar vörur eru nú sniðgengnar víða í Arabaríkjum og hafa Frakkar verið gagnrýndir harðlega af múslimum fyrir viðbrögð Macron við hrottalegu morði kennara í úthverfi Parísar. Samuel Paty var myrtur fyrir að hafa sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í tíma um málfrelsi. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna myrti Paty og afhöfðaði hann. Morðinginn var ekki nemandi við skóla Paty og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Sjá einnig: Greiddi nemendum til að benda á kennarann Sendiherra Frakklands í Pakistan var kallaður á teppið af Imran Khan, forsætisráðherra landsins, í morgun. Á fundi Khan og sendiherrans sakaði forsætisráðherrann Macron um að „ráðast á íslam“. Franska veraldarhyggjan mikilvæg Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennurum hefur þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Áætlunin felur meðal annars í sér aukið eftirlit með skólum og fjárveitingum bænahúsa. Markmiðið er að draga úr áhrifum erlendra aðila, eins og Tyrkja, í moskum í Frakklandi. Þetta hefur verið gagnrýnt og hefur Macron verið sakaður um að vilja bæla niður trú múslima. Áætlunin er sömuleiðis sögð eiga á hættu að réttlæta fordóma gegn múslimum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Morð Paty virðist hafa gefið þessari áætlun byr undir báða vængi. í frétt France24 segir að umræðan um franska veraldarhyggju hafi aukist til muna. We will not give in, ever.We respect all differences in a spirit of peace. We do not accept hate speech and defend reasonable debate. We will always be on the side of human dignity and universal values.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 25, 2020 Í ræðu í Tyrklandi um helgina gaf Erdogan í skyn að Macron væri veikur á geði og sagði franska forsetann vera með sig á heilanum. „Hvað hefur Macron á móti íslam? Hvað hefur hann á móti múslimum?“ sagði Erdogan. „Hann þarf einhvers konar geðheilsumeðferð. Hvað annað er hægt að segja um þjóðarleiðtoga sem trúir ekki á trúfrelsi og hagar sér svona gegn milljónum manna sem eru annarrar trúar og búa í hans eigin landi?“ Forsætisembætti Frakklands hefur gagnrýnt ummælin harðlega og krafist þess að Erdogan dragi úr áróðri sínum. Vert er að taka fram að Frakkar og Tyrkir deila nú um margvís málefni og þar á meðal þegar kemur að átökunum í Líbíu, Sýrlandi og Nagorno-Karabakh auk þess sem Frakkar hafa staðið við bak Grikkja í deilum þeirra við Tyrki. Hér má sjá forsíðu Daily Sabah, sem er tyrkneskt dagblað og þykir ritstjórn þess mjög hliðhollt ríkisstjórn Erdogan. Macron and Wilders, the two faces of hatred, racism in Europe | Today's Front Pagehttps://t.co/q4FsngMGLQ pic.twitter.com/DUeTDH2or7— DAILY SABAH (@DailySabah) October 26, 2020
Frakkland Tyrkland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira