Lyklafrumvarp: Vörn fyrir heimilin Ólafur Ísleifsson skrifar 25. október 2020 13:30 Lyklafrumvarpið felur í sér að hafi fólk látið fasteignina af hendi verður það ekki krafið um meira. Skilar lyklunum og gengur út. Í liðinni viku mælti ég á Alþingi í þriðja sinn fyrir lyklafrumvarpi en slík frumvörp hafa verið lögð fram a.m.k. sjö sinnum á undanförnum árum. Allir þingmenn Miðflokksins standa að baki frumvarpinu sem meðflutningsmenn. Er lyklafrumvarpinu teflt fram sem einu af forgangsmálum Miðflokksins á Alþingi og miðar að því að reisa vörn í þágu neytenda á íbúðalánamarkaði. Frumvarpið er lagt fram að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna. Vörn fyrir heimilin Nauðsynlegt er að lögfesta úrræði sem tryggi eigendum fasteigna sem lenda í greiðsluvanda nýja lausn. Fyrirbyggja þarf að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjölskyldum og átti sér stað eftir hrunið 2008. Reynslan talar sínu máli: Tíu til fimmtán þúsund fjölskyldur voru hraktar af heimilum sínum og reknar út á götu. Foreldrar máttu leiða börnin sér við hönd út af heimilum sínum tugþúsundum saman, rétt eins og hér hefðu átt sér stað stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjöld. Þrjú þúsund manns hafa verið gerð gjaldþrota frá hruni. Fjöldi fjárnáma er á annað hundruð þúsunda. Fólk mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Fyrirtæki án starfsleyfis, ótíndir handrukkarar, gengu hart að fólki fyrir utan öll jakkafötin. Þrátt fyrir þetta hefur verið fátt um varnir í þágu heimilanna. Vart er við því að búast að úrræðaleysið sem blasti við fólki eftir hrun og sinnuleysi um hag heimila og fjölskyldna hafi eflt traust á Alþingi og stjórnvöldum. Nýtt úrræði Með lyklafrumvarpinu er farin að nokkru leyti ný leið við útfærslu með hliðsjón af nýlegri lagaþróun. Glati samningur um fasteignalán veðtryggingu í fasteign í kjölfar nauðungarsölu teljast eftirstöðvar lánsins fallnar niður gagnvart neytanda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lögbundin úrræði vegna skuldaskila fasteignalána til neytenda, svo sem gjaldþrotaskipti, nauðasamninga, greiðsluaðlögun eða aðrar sambærilegar ráðstafanir sem rekja má til greiðsluvanda neytanda. Með frumvarpinu er gerð tillaga sem getur haft mikla þýðingu fyrir neytendur í greiðsluerfiðleikum sem leiða til þess að þeir missa húsnæði sitt á nauðungarsölu. Nú er gerð sú krafa í lögum um fasteignalán til neytenda, að bjóða verði önnur úrræði áður en krafist er nauðungarsölu. Þá er líklegt að allt annað sé fullreynt og verður að miða við, að þá liggi fyrir það mat lánveitanda að neytandi hafi ekki fyrirsjáanlega greiðslugetu til að standa undir þeim skuldbindingum sem á húsnæði hans hvíla. Í slíkum tilvikum er óhætt að álykta að skilyrði greiðsluaðlögunar séu sjálfkrafa uppfyllt hvað varðar niðurfellingu veðskulda umfram verðmæti fasteignar. Er þá eðlilegt að eftirstandandi veðskuldir falli niður í kjölfar nauðungarsölu á fasteign neytanda. Með frumvarpinu er lagt til að lögfest verði eins konar efndaígildi (l. datio in solutum) í fasteignalánum. Efndaígildi lýsir sér þannig að kröfusambandi kröfuhafa og skuldara lýkur með öðrum hætti en upphaflega er að stefnt. Kröfuhafi viðurkennir þá aðra greiðslu sem fullnægjandi. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir að kröfuhafa samkvæmt samningi um fasteignalán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fasteign, verði gert að samþykkja að afhending umræddrar eignar í sínar hendur teljist vera fullnaðargreiðsla af hálfu skuldara. Ákvæðið er orðað með þeim hætti að ekki er gert ráð fyrir að á það reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslufall hefur orðið af hálfu skuldara og lögbundinn réttur kröfuhafa til að neyta fullnusturéttar síns er orðinn virkur. Sambærileg úrræði eru þekkt í ýmsum löndum. Markmið lyklafrumvarpsins Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi hina veðsettu fasteign að baki láninu og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úrræði finnast. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánaviðskiptum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta sé einhliða á hendi lántaka. Áhætta er jöfnuð milli aðila og ætti það að hvetja til vandaðri lánastarfsemi og upplýsingagjafar til neytenda. Sé örvænt um að önnur úrræði dugi, þar á meðal samningaleið, á fólk þann rétt að skila lyklunum og ganga út án eftirmála. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Lyklafrumvarpið felur í sér að hafi fólk látið fasteignina af hendi verður það ekki krafið um meira. Skilar lyklunum og gengur út. Í liðinni viku mælti ég á Alþingi í þriðja sinn fyrir lyklafrumvarpi en slík frumvörp hafa verið lögð fram a.m.k. sjö sinnum á undanförnum árum. Allir þingmenn Miðflokksins standa að baki frumvarpinu sem meðflutningsmenn. Er lyklafrumvarpinu teflt fram sem einu af forgangsmálum Miðflokksins á Alþingi og miðar að því að reisa vörn í þágu neytenda á íbúðalánamarkaði. Frumvarpið er lagt fram að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna. Vörn fyrir heimilin Nauðsynlegt er að lögfesta úrræði sem tryggi eigendum fasteigna sem lenda í greiðsluvanda nýja lausn. Fyrirbyggja þarf að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjölskyldum og átti sér stað eftir hrunið 2008. Reynslan talar sínu máli: Tíu til fimmtán þúsund fjölskyldur voru hraktar af heimilum sínum og reknar út á götu. Foreldrar máttu leiða börnin sér við hönd út af heimilum sínum tugþúsundum saman, rétt eins og hér hefðu átt sér stað stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjöld. Þrjú þúsund manns hafa verið gerð gjaldþrota frá hruni. Fjöldi fjárnáma er á annað hundruð þúsunda. Fólk mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Fyrirtæki án starfsleyfis, ótíndir handrukkarar, gengu hart að fólki fyrir utan öll jakkafötin. Þrátt fyrir þetta hefur verið fátt um varnir í þágu heimilanna. Vart er við því að búast að úrræðaleysið sem blasti við fólki eftir hrun og sinnuleysi um hag heimila og fjölskyldna hafi eflt traust á Alþingi og stjórnvöldum. Nýtt úrræði Með lyklafrumvarpinu er farin að nokkru leyti ný leið við útfærslu með hliðsjón af nýlegri lagaþróun. Glati samningur um fasteignalán veðtryggingu í fasteign í kjölfar nauðungarsölu teljast eftirstöðvar lánsins fallnar niður gagnvart neytanda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lögbundin úrræði vegna skuldaskila fasteignalána til neytenda, svo sem gjaldþrotaskipti, nauðasamninga, greiðsluaðlögun eða aðrar sambærilegar ráðstafanir sem rekja má til greiðsluvanda neytanda. Með frumvarpinu er gerð tillaga sem getur haft mikla þýðingu fyrir neytendur í greiðsluerfiðleikum sem leiða til þess að þeir missa húsnæði sitt á nauðungarsölu. Nú er gerð sú krafa í lögum um fasteignalán til neytenda, að bjóða verði önnur úrræði áður en krafist er nauðungarsölu. Þá er líklegt að allt annað sé fullreynt og verður að miða við, að þá liggi fyrir það mat lánveitanda að neytandi hafi ekki fyrirsjáanlega greiðslugetu til að standa undir þeim skuldbindingum sem á húsnæði hans hvíla. Í slíkum tilvikum er óhætt að álykta að skilyrði greiðsluaðlögunar séu sjálfkrafa uppfyllt hvað varðar niðurfellingu veðskulda umfram verðmæti fasteignar. Er þá eðlilegt að eftirstandandi veðskuldir falli niður í kjölfar nauðungarsölu á fasteign neytanda. Með frumvarpinu er lagt til að lögfest verði eins konar efndaígildi (l. datio in solutum) í fasteignalánum. Efndaígildi lýsir sér þannig að kröfusambandi kröfuhafa og skuldara lýkur með öðrum hætti en upphaflega er að stefnt. Kröfuhafi viðurkennir þá aðra greiðslu sem fullnægjandi. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir að kröfuhafa samkvæmt samningi um fasteignalán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fasteign, verði gert að samþykkja að afhending umræddrar eignar í sínar hendur teljist vera fullnaðargreiðsla af hálfu skuldara. Ákvæðið er orðað með þeim hætti að ekki er gert ráð fyrir að á það reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslufall hefur orðið af hálfu skuldara og lögbundinn réttur kröfuhafa til að neyta fullnusturéttar síns er orðinn virkur. Sambærileg úrræði eru þekkt í ýmsum löndum. Markmið lyklafrumvarpsins Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi hina veðsettu fasteign að baki láninu og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úrræði finnast. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánaviðskiptum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta sé einhliða á hendi lántaka. Áhætta er jöfnuð milli aðila og ætti það að hvetja til vandaðri lánastarfsemi og upplýsingagjafar til neytenda. Sé örvænt um að önnur úrræði dugi, þar á meðal samningaleið, á fólk þann rétt að skila lyklunum og ganga út án eftirmála. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun