Vopnahlé í Líbíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. október 2020 16:13 Frá undirritun samkomulagsins í Genf í dag. EPA/Violaine Martin Stríðandi fylkingar í Líbíu undirrituðu samkomulag um varanlegt vopnahlé í Sviss í dag. Átök hafa geisað um alla Líbíu frá því einræðisherranum Muammar Gaddafi var steypt af stóli árið 2011. Síðustu ár hefur þjóðfrelsisher Khalifas Haftars, sem berst fyrir fulltrúadeild líbíska þingsins sem var kjörin árið 2014, barist gegn alþjóðlega viðurkenndri ríkisstjórn landsins. Báðar fylkingar hafa notið stuðnings utanaðkomandi aðila í gegnum tíðina. Rússar hafa sent málaliða til að styðja þjóðfrelsisherinn og Sameinuðu arabísku furstadæmin selt honum vopn. Tyrkir sendu svo hersveitir til stuðnings ríkisstjórnarinnar í janúar. Lítið hefur verið um átök frá því fjórtán mánaða umsátri þjóðfrelsishersins um höfuðborgina Trípólí lauk í júní. Nú sér loksins til sólar og eftir áratug af linnulausum átökum vonast menn til þess að geta samið um frið. Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Líbíu segir undirritun vopnahléssamkomulagsins afar þýðingarmikla. „Samþykkt var að allar sveitir muni snúa aftur í sínar búðir. Sömuleiðis munu allir málaliðar og erlendar hersveitir yfirgefa Líbíu á næstu þremur mánuðum.“ Stríðandi fylkingar munu funda í Túnis í næsta mánuði um að semja um frið. Líbía Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Stríðandi fylkingar í Líbíu undirrituðu samkomulag um varanlegt vopnahlé í Sviss í dag. Átök hafa geisað um alla Líbíu frá því einræðisherranum Muammar Gaddafi var steypt af stóli árið 2011. Síðustu ár hefur þjóðfrelsisher Khalifas Haftars, sem berst fyrir fulltrúadeild líbíska þingsins sem var kjörin árið 2014, barist gegn alþjóðlega viðurkenndri ríkisstjórn landsins. Báðar fylkingar hafa notið stuðnings utanaðkomandi aðila í gegnum tíðina. Rússar hafa sent málaliða til að styðja þjóðfrelsisherinn og Sameinuðu arabísku furstadæmin selt honum vopn. Tyrkir sendu svo hersveitir til stuðnings ríkisstjórnarinnar í janúar. Lítið hefur verið um átök frá því fjórtán mánaða umsátri þjóðfrelsishersins um höfuðborgina Trípólí lauk í júní. Nú sér loksins til sólar og eftir áratug af linnulausum átökum vonast menn til þess að geta samið um frið. Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Líbíu segir undirritun vopnahléssamkomulagsins afar þýðingarmikla. „Samþykkt var að allar sveitir muni snúa aftur í sínar búðir. Sömuleiðis munu allir málaliðar og erlendar hersveitir yfirgefa Líbíu á næstu þremur mánuðum.“ Stríðandi fylkingar munu funda í Túnis í næsta mánuði um að semja um frið.
Líbía Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira