Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir í róðrarvélinni í dag. Skjámynd/Youtube Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Hún átti hins vegar flottan endasprett og slapp við síðasta sætið. Tia-Clair Toomey og Mathew Fraser unnu sannfærandi sigur. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð fjórða í fyrstu grein í ofurúrslitum heimsleikanna eftir flottan endasprett þar sem hún komst fram úr vinkonu sinni Brooke Wells. Katrín Tanja fékk því 35 stig í stað 15 stiga sem Brooke Wells varð að sætta sig við. Katrín Tanja kláraði fyrstu greinina á 15.16;76 mínútum en Brooke Wells. kláraði 15:45,13 mínútum. Perfect your pace. pic.twitter.com/095WrxIO3r— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Tia-Clair Toomey er búin að verða heimsmeistari undanfarin þrjú ár og hún vann sannfærandi sigur í fyrstu greininni. Fyrri hluti fyrstu greinarinnar voru 1500 metrar í róðrarvélinni. Hin nítján ára gamla Haley Adams byrjaði best og kláraði fyrst. Katrín Tanja var síðust til að byrja á seinni hlutanum og dróst ennþá meira aftur úr eftir það. Í seinni hlutanum þá tóku við fimm umferðir með tíu upplyftingum á stöng (muscle-ups) og sjö lóðalyftur frá öxl og upp fyrir haus (shoulder-to-overheads). Þyngdin var tæp 66 kíló hjá konunum. Tia-Clair Toomey var búinn að taka forystuna eftir fyrstu umferðina og stakk síðan algjörlega af. Haley Adams hélt öðru sætinu. Tia kláraði á 12:47,98 mín. en Haley á 13.17.79 mín. Kari Pearce var örugg með þriðja sætið en það var mikil spenna í blálokin þegar Katrín Tanja kom til baka og kláraði á undan Brooke Wells. Mathew Fraser hefur unnið heimsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár og hann byrjaði úrslitin á sannfærandi sigri í fyrstu grein. Fraser kláraði fyrstu grein á þrettán mínútum og 07,02 sekúndum. Annar var landi hans Justin Medeiros sem endaði reyndar aðeins rúmum átta sekúndum eftir Fraser. Fraser gerði smá mistök í einni af síðustu lyftunum en sigur hans var þó aldrei í mikilli hættu. Samuel Kwant náði einnig að klára á innan við fjórtán mínútum, Kanadamaðurinn Jeffrey Adler varð fjórði. Noah Ohlsen varð síðan fimmti, rúmum tveimur og hálfri mínútu á eftir fjórða sætinu. Hann náði þó að klára og fékk því sín fimmtán stig en hann annars hefði hann ekki fengið neitt stig. Men s Event 1 - 2007 Reload 1. @MathewFras - 13:07.022. Justin Medeiros - 13:15.163. Samuel Kwant - 13:38.294. Jeffrey Adler - 14:03.425. @nohlsen -16:48.36 pic.twitter.com/Q71CNc6PHj— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Stig eftir fyrstu grein í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 100 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 75 stig 3. Kari Pearce, Bandaríkjunum 55 stig 4. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 35 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 15 stig Stig eftir fyrstu grein í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 100 stig 2. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 75 stig 3. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 55 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 35 stig 5. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 15 stig CrossFit Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Hún átti hins vegar flottan endasprett og slapp við síðasta sætið. Tia-Clair Toomey og Mathew Fraser unnu sannfærandi sigur. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð fjórða í fyrstu grein í ofurúrslitum heimsleikanna eftir flottan endasprett þar sem hún komst fram úr vinkonu sinni Brooke Wells. Katrín Tanja fékk því 35 stig í stað 15 stiga sem Brooke Wells varð að sætta sig við. Katrín Tanja kláraði fyrstu greinina á 15.16;76 mínútum en Brooke Wells. kláraði 15:45,13 mínútum. Perfect your pace. pic.twitter.com/095WrxIO3r— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Tia-Clair Toomey er búin að verða heimsmeistari undanfarin þrjú ár og hún vann sannfærandi sigur í fyrstu greininni. Fyrri hluti fyrstu greinarinnar voru 1500 metrar í róðrarvélinni. Hin nítján ára gamla Haley Adams byrjaði best og kláraði fyrst. Katrín Tanja var síðust til að byrja á seinni hlutanum og dróst ennþá meira aftur úr eftir það. Í seinni hlutanum þá tóku við fimm umferðir með tíu upplyftingum á stöng (muscle-ups) og sjö lóðalyftur frá öxl og upp fyrir haus (shoulder-to-overheads). Þyngdin var tæp 66 kíló hjá konunum. Tia-Clair Toomey var búinn að taka forystuna eftir fyrstu umferðina og stakk síðan algjörlega af. Haley Adams hélt öðru sætinu. Tia kláraði á 12:47,98 mín. en Haley á 13.17.79 mín. Kari Pearce var örugg með þriðja sætið en það var mikil spenna í blálokin þegar Katrín Tanja kom til baka og kláraði á undan Brooke Wells. Mathew Fraser hefur unnið heimsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár og hann byrjaði úrslitin á sannfærandi sigri í fyrstu grein. Fraser kláraði fyrstu grein á þrettán mínútum og 07,02 sekúndum. Annar var landi hans Justin Medeiros sem endaði reyndar aðeins rúmum átta sekúndum eftir Fraser. Fraser gerði smá mistök í einni af síðustu lyftunum en sigur hans var þó aldrei í mikilli hættu. Samuel Kwant náði einnig að klára á innan við fjórtán mínútum, Kanadamaðurinn Jeffrey Adler varð fjórði. Noah Ohlsen varð síðan fimmti, rúmum tveimur og hálfri mínútu á eftir fjórða sætinu. Hann náði þó að klára og fékk því sín fimmtán stig en hann annars hefði hann ekki fengið neitt stig. Men s Event 1 - 2007 Reload 1. @MathewFras - 13:07.022. Justin Medeiros - 13:15.163. Samuel Kwant - 13:38.294. Jeffrey Adler - 14:03.425. @nohlsen -16:48.36 pic.twitter.com/Q71CNc6PHj— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Stig eftir fyrstu grein í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 100 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 75 stig 3. Kari Pearce, Bandaríkjunum 55 stig 4. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 35 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 15 stig Stig eftir fyrstu grein í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 100 stig 2. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 75 stig 3. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 55 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 35 stig 5. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 15 stig
Stig eftir fyrstu grein í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 100 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 75 stig 3. Kari Pearce, Bandaríkjunum 55 stig 4. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 35 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 15 stig Stig eftir fyrstu grein í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 100 stig 2. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 75 stig 3. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 55 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 35 stig 5. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 15 stig
CrossFit Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjá meira