Til mikils að vinna í síðustu kappræðunum Samúel Karl Ólason og Kjartan Kjartansson skrifa 22. október 2020 22:30 Trump og Biden á kappræðusviðinu í Nashville. AP/Chip Somodevilla Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden, mótframbjóðandi hans og fyrrverandi varaforseti, mætast í öðrum og síðustu kappræðum þeirra fyrir forsetakosningarnar vestanhafs klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Það er til mikils að vinna í kappræðunum en Trump þarf að sækja töluvert á, miðað við kannanir. Biden hefur varið síðustu dögum í að undirbúa sig fyrir kappræðurnar en Trump hefur varið undanförnum dögum í að halda fjölmarga kosningafundi með stuðningsmönnum sínum. Fylgi frambjóðendanna hefur verið mjög stöðugt um langt skeið en Biden hefur þó vaxið ásmegin og þykir líklegri til að vinna kosningarnar. Trump hefur átt í vandræðum og má þar benda á smit hans af Covid-19 og fjármuni en framboð hans hefur þurft að hætta sjónvarpsauglýsingum í mikilvægum ríkjum vegna fjárskorts. Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja ráðgjafa Trumps óttast að hann tapi Hvíta húsinu og Repúblikanar tapi meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hafa þeir sérstaklega hvatt forsetann til að draga úr ákefð sinni, sem hann sýndi í fyrstu kappræðunum. Trump gat þó ekki lofað því. Þá er fastlega búið við því að Trump muni beita verulega persónulegum árásum gegn Biden og telur varaforsetinn fyrrverandi því vera ætlað að beina athyglinni frá hinum ýmsu vandamálum sem Bandaríkjamenn eiga við að etja þessa dagana. Fylgjast má með kappræðunum í spilarnum hér að neðan og hér á Youtube. Neðst í fréttinni er svo textalýsing Vísis um kappræðurnar. Kappræðurnar fara fram í Nashville í Tennessee og hefðu átt að vera númer þrjú í röðinni. Einum viðburðanna þurfti þó að fresta í kjölfar þess að Bandaríkjaforseti smitaðist af Covid-19. Kappræðurnar áttu að fara fram rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í þeim. Forsvarsmenn kappræðanna hafa tilkynnt að slökkt verði á hljóðnemum frambjóðenda þegar hinn frambjóðandinn er að flytja tveggja mínútna upphafsávarp sitt þegar ný málefni eru tekin fyrir. Sjá einnig: Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Þau málefni sem fréttamaður NBC og stjórnandi kappræðnanna, Kristen Welker, mun ræða við þá Trump og Biden eru bandarískar fjölskyldur, kynþættir í Bandaríkjunum, loftslagsbreytingar, þjóðaröryggi og leiðtogahæfni.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden, mótframbjóðandi hans og fyrrverandi varaforseti, mætast í öðrum og síðustu kappræðum þeirra fyrir forsetakosningarnar vestanhafs klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Það er til mikils að vinna í kappræðunum en Trump þarf að sækja töluvert á, miðað við kannanir. Biden hefur varið síðustu dögum í að undirbúa sig fyrir kappræðurnar en Trump hefur varið undanförnum dögum í að halda fjölmarga kosningafundi með stuðningsmönnum sínum. Fylgi frambjóðendanna hefur verið mjög stöðugt um langt skeið en Biden hefur þó vaxið ásmegin og þykir líklegri til að vinna kosningarnar. Trump hefur átt í vandræðum og má þar benda á smit hans af Covid-19 og fjármuni en framboð hans hefur þurft að hætta sjónvarpsauglýsingum í mikilvægum ríkjum vegna fjárskorts. Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja ráðgjafa Trumps óttast að hann tapi Hvíta húsinu og Repúblikanar tapi meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hafa þeir sérstaklega hvatt forsetann til að draga úr ákefð sinni, sem hann sýndi í fyrstu kappræðunum. Trump gat þó ekki lofað því. Þá er fastlega búið við því að Trump muni beita verulega persónulegum árásum gegn Biden og telur varaforsetinn fyrrverandi því vera ætlað að beina athyglinni frá hinum ýmsu vandamálum sem Bandaríkjamenn eiga við að etja þessa dagana. Fylgjast má með kappræðunum í spilarnum hér að neðan og hér á Youtube. Neðst í fréttinni er svo textalýsing Vísis um kappræðurnar. Kappræðurnar fara fram í Nashville í Tennessee og hefðu átt að vera númer þrjú í röðinni. Einum viðburðanna þurfti þó að fresta í kjölfar þess að Bandaríkjaforseti smitaðist af Covid-19. Kappræðurnar áttu að fara fram rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í þeim. Forsvarsmenn kappræðanna hafa tilkynnt að slökkt verði á hljóðnemum frambjóðenda þegar hinn frambjóðandinn er að flytja tveggja mínútna upphafsávarp sitt þegar ný málefni eru tekin fyrir. Sjá einnig: Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Þau málefni sem fréttamaður NBC og stjórnandi kappræðnanna, Kristen Welker, mun ræða við þá Trump og Biden eru bandarískar fjölskyldur, kynþættir í Bandaríkjunum, loftslagsbreytingar, þjóðaröryggi og leiðtogahæfni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump birti „falskt og hlutdrægt“ viðtal fyrir 60 mínútur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, stóð við stóru orðin í dag og birti upptöku Hvíta hússins af viðtali hans við Lesley Stahl, fréttakonu 60 mínútna. Trump stöðvaði viðtalið á þriðjudaginn og kvartaði yfir því að Stahl væri ósanngjörn og hlutdræg. 22. október 2020 19:40 Obama líkti Trump við brjálaðan frænda Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. 22. október 2020 07:40 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Trump segir Fauci og aðra sérfræðinga vera fífl Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að Anthony Fauci, sóttvarnalæknir, og aðrir heilbrigðissérfræðingar í ríkisstjórn hans væru fífl. 19. október 2020 20:45 Órói á ritstjórn götublaðs eftir umfjöllun um son Biden Starfsmenn bandaríska götublaðsins New York Post eru sumir sagðir fullir efasemda um trúverðugleika gagna og heimildarmanna umfjöllunar þess um son Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í síðustu viku. 19. október 2020 14:14 Fauci kom ekkert á óvart að Trump smitaðist Veikindi Donalds Trump Bandaríkjaforseta af völdum kórónuveirunnar komu Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjastjórnar, ekki ögn á óvart eftir að hann sé Trump taka þátt í viðburði í Hvíta húsinu þar sem sóttvarnatilmæli voru virt að vettugi. 19. október 2020 11:12 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Trump birti „falskt og hlutdrægt“ viðtal fyrir 60 mínútur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, stóð við stóru orðin í dag og birti upptöku Hvíta hússins af viðtali hans við Lesley Stahl, fréttakonu 60 mínútna. Trump stöðvaði viðtalið á þriðjudaginn og kvartaði yfir því að Stahl væri ósanngjörn og hlutdræg. 22. október 2020 19:40
Obama líkti Trump við brjálaðan frænda Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. 22. október 2020 07:40
Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33
Trump segir Fauci og aðra sérfræðinga vera fífl Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að Anthony Fauci, sóttvarnalæknir, og aðrir heilbrigðissérfræðingar í ríkisstjórn hans væru fífl. 19. október 2020 20:45
Órói á ritstjórn götublaðs eftir umfjöllun um son Biden Starfsmenn bandaríska götublaðsins New York Post eru sumir sagðir fullir efasemda um trúverðugleika gagna og heimildarmanna umfjöllunar þess um son Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í síðustu viku. 19. október 2020 14:14
Fauci kom ekkert á óvart að Trump smitaðist Veikindi Donalds Trump Bandaríkjaforseta af völdum kórónuveirunnar komu Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjastjórnar, ekki ögn á óvart eftir að hann sé Trump taka þátt í viðburði í Hvíta húsinu þar sem sóttvarnatilmæli voru virt að vettugi. 19. október 2020 11:12