Sjáðu hvernig Fabinho bjargaði Liverpool á marklínunni í Amsterdam í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 14:05 Fabinho kemur hér í veg fyrir að Dusan Tadic jafni metin fyrir Ajax á móti Liverpool í gær. AP/Peter Dejong Liverpool fór með öll þrjú stigin heim frá Amsterdam í gær eftir 1-0 sigur á heimamönnum í Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það hafði getað farið öðruvísi ef Fabinho hefði ekki notið við. Það þurfti bæði leiklestur og líkamlega hæfileika til að koma í veg fyrir að Ajax liðið jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Fabinho hefur nóg af báðu eins og hann sýndi í magnaðri björgun sinni á marklínu í leiknum í gærkvöldi. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, færði Fabinho af miðjunni og niður í miðvörðinn til að leysa af Virgil van Dijk. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Getty/Alex Gottschalk Fabinho spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur leyst áður. Það var þó á 44. mínútu sem hann hafði mest áhrif á leikinn. Fabinho las þá leikinn mjög vel þegar Dusan Tadic, sóknarmaður Ajax, slapp í gegn. Dusan Tadic lyfti boltanum yfir Adrian markvörð og knötturinn var á leiðinni í markið. Fabinho hljóp hins vegar í átt að markinu og tókst að sparka boltanum frá marki áður en hann fór yfir marklínuna. Dómarinn leit á klukkuna sína en marklínutæknin sagði að boltinn hefði ekki farið inn. Endursýningarnar í sjónvarpinu sýndu líka að Fabinho náði boltanum áður en hann fór inn í markið. Það má sjá þessa geggjuðu björgun hér fyrir neðan. Klippa: Fabinho bjargar Liverpool á marklínunni Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Liverpool fór með öll þrjú stigin heim frá Amsterdam í gær eftir 1-0 sigur á heimamönnum í Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það hafði getað farið öðruvísi ef Fabinho hefði ekki notið við. Það þurfti bæði leiklestur og líkamlega hæfileika til að koma í veg fyrir að Ajax liðið jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Fabinho hefur nóg af báðu eins og hann sýndi í magnaðri björgun sinni á marklínu í leiknum í gærkvöldi. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, færði Fabinho af miðjunni og niður í miðvörðinn til að leysa af Virgil van Dijk. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Getty/Alex Gottschalk Fabinho spilaði vel í nýrri stöðu sem hann hefur leyst áður. Það var þó á 44. mínútu sem hann hafði mest áhrif á leikinn. Fabinho las þá leikinn mjög vel þegar Dusan Tadic, sóknarmaður Ajax, slapp í gegn. Dusan Tadic lyfti boltanum yfir Adrian markvörð og knötturinn var á leiðinni í markið. Fabinho hljóp hins vegar í átt að markinu og tókst að sparka boltanum frá marki áður en hann fór yfir marklínuna. Dómarinn leit á klukkuna sína en marklínutæknin sagði að boltinn hefði ekki farið inn. Endursýningarnar í sjónvarpinu sýndu líka að Fabinho náði boltanum áður en hann fór inn í markið. Það má sjá þessa geggjuðu björgun hér fyrir neðan. Klippa: Fabinho bjargar Liverpool á marklínunni
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira