Kynning CrossFit á Katrínu Tönju: Aldrei hægt að afskrifa fyrrum heimsmeistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir með Mat Fraser og þjálfara sínum Ben Bergeron eftir síðasta sigur sinn á heimsleikunum í CrossFit árið 2016. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur keppni um heimsmeistaratitilinn á morgun og CrossFit samtökin kynntu okkar konu til leiks á Youtube-síðu heimsleikanna í CrossFit. CrossFit sérfræðingarnir hafa verið duglegir að benda á þá staðreynd að síðasta konan til að vinna Tiu-Clair Toomey á heimsleikunum í CrossFit sé hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir harða keppni við Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey vann árið 2017 og hefur ekki sleppt heimsmeistaratitlinum síðan. Katrín sýndi styrk sinn og seiglu þegar hún tryggði sig inn í fimm kvenna lokaúrslit þrátt fyrir að vera í 22. sæti eftir tvær fyrstu greinarnar. View this post on Instagram 2020 Reebok CrossFit Games #FinalFive 1. @tiaclair1 611 pts 2. @brookewellss 580 pts 3. @haleyadamssss 497 pts 4. @katrintanja 490 pts 5. @karipearcecrossfit 451 pts #CrossFitGames @reebok #CrossFit #FittesonEarth Visit Games.CrossFit.com. A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 19, 2020 at 3:29pm PDT „Það sem Katrín sýndi okkur að þú getur aldrei afskrifað fyrrum heimsmeistara. Það var magnað að sjá hvað hún náði að gera eftir að hafa grafið sér ágætist holu. Það þarf samt ekki að koma okkur á óvart því við erum að tala um Katrínu Davíðsdóttir,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur í útsendingu fyrri hluta heimsleikanna. „Hún lenti í smá vandræðum í byrjun en eftir það sýndi hún okkur af hverju hún er fyrrum hraustasta kona heims,“ sagði Sean Woodland sem sá um útsendinguna með Annie Sakamoto. „Hún var í 22. sæti eftir tvær greinar og þurfti ekkert minna en að vinna tvær greinar til að grafa sig upp úr holunni og komast í lokaúrslitin. Það var einmitt það sem hún gerði. Það var ekkert auðvelt þegar þú ert að keppa við þessar frábæru íþróttakonur. Henni tókst að vinna tvær fyrstu greinarnar á öðrum deginum sem kom henni upp í þriðja sætið,“ sagði Annie Sakamoto og bætti við: „Hún hefur ótrúlega hæfileika að bregðast rétt við þegar hún er komin með bakið upp við vegg. Þetta var mjög tilkomumikið en kom okkur heldur ekki á óvart vitandi hver hún er,“ sagði Sakamoto. Það mátti líka sjá stutt viðtal við Katrínu Tönju sem var tekið eftir sjöundu og síðustu greinina hennar í fyrri hlutanum. Sean Woodland varpaði síðan fram þeirri spurningu á Annie Sakamoto hvernig og hvort Katrín Tanja gæti endurheimt heimsmeistaratitilinn í Aromas. „Fyrir utan Tiu þá eru þetta jafnar íþróttakonur sem geta bæði gert mjög vel og ekki eins vel í harðri keppni. Þegar við förum í gegnum allar þessar greinar þá mun þetta snúast mikið um það hvað keppendur eru með á milli eyrnanna. Þegar er pressan er aftur á móti mest þá er Katrín Tanja líklegust,“ sagði Sakamoto sem hefur mikla trú á andlegum styrk okkar konu. „Það verða engir áhorfendur og bara fjórar aðrar konur að keppa. Andlega þátturinn mun því ráða miklu fyrir Katrínu Davíðsdóttir og hina keppendurna,“ sagði Sean Woodland en það má sjá alla kynninguna á Katrínu Tönju hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur keppni um heimsmeistaratitilinn á morgun og CrossFit samtökin kynntu okkar konu til leiks á Youtube-síðu heimsleikanna í CrossFit. CrossFit sérfræðingarnir hafa verið duglegir að benda á þá staðreynd að síðasta konan til að vinna Tiu-Clair Toomey á heimsleikunum í CrossFit sé hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir harða keppni við Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey vann árið 2017 og hefur ekki sleppt heimsmeistaratitlinum síðan. Katrín sýndi styrk sinn og seiglu þegar hún tryggði sig inn í fimm kvenna lokaúrslit þrátt fyrir að vera í 22. sæti eftir tvær fyrstu greinarnar. View this post on Instagram 2020 Reebok CrossFit Games #FinalFive 1. @tiaclair1 611 pts 2. @brookewellss 580 pts 3. @haleyadamssss 497 pts 4. @katrintanja 490 pts 5. @karipearcecrossfit 451 pts #CrossFitGames @reebok #CrossFit #FittesonEarth Visit Games.CrossFit.com. A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 19, 2020 at 3:29pm PDT „Það sem Katrín sýndi okkur að þú getur aldrei afskrifað fyrrum heimsmeistara. Það var magnað að sjá hvað hún náði að gera eftir að hafa grafið sér ágætist holu. Það þarf samt ekki að koma okkur á óvart því við erum að tala um Katrínu Davíðsdóttir,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur í útsendingu fyrri hluta heimsleikanna. „Hún lenti í smá vandræðum í byrjun en eftir það sýndi hún okkur af hverju hún er fyrrum hraustasta kona heims,“ sagði Sean Woodland sem sá um útsendinguna með Annie Sakamoto. „Hún var í 22. sæti eftir tvær greinar og þurfti ekkert minna en að vinna tvær greinar til að grafa sig upp úr holunni og komast í lokaúrslitin. Það var einmitt það sem hún gerði. Það var ekkert auðvelt þegar þú ert að keppa við þessar frábæru íþróttakonur. Henni tókst að vinna tvær fyrstu greinarnar á öðrum deginum sem kom henni upp í þriðja sætið,“ sagði Annie Sakamoto og bætti við: „Hún hefur ótrúlega hæfileika að bregðast rétt við þegar hún er komin með bakið upp við vegg. Þetta var mjög tilkomumikið en kom okkur heldur ekki á óvart vitandi hver hún er,“ sagði Sakamoto. Það mátti líka sjá stutt viðtal við Katrínu Tönju sem var tekið eftir sjöundu og síðustu greinina hennar í fyrri hlutanum. Sean Woodland varpaði síðan fram þeirri spurningu á Annie Sakamoto hvernig og hvort Katrín Tanja gæti endurheimt heimsmeistaratitilinn í Aromas. „Fyrir utan Tiu þá eru þetta jafnar íþróttakonur sem geta bæði gert mjög vel og ekki eins vel í harðri keppni. Þegar við förum í gegnum allar þessar greinar þá mun þetta snúast mikið um það hvað keppendur eru með á milli eyrnanna. Þegar er pressan er aftur á móti mest þá er Katrín Tanja líklegust,“ sagði Sakamoto sem hefur mikla trú á andlegum styrk okkar konu. „Það verða engir áhorfendur og bara fjórar aðrar konur að keppa. Andlega þátturinn mun því ráða miklu fyrir Katrínu Davíðsdóttir og hina keppendurna,“ sagði Sean Woodland en það má sjá alla kynninguna á Katrínu Tönju hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira