Obama líkti Trump við brjálaðan frænda Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. október 2020 07:40 Obama á kosningafundinum í Pennsylvaníu í gær. Getty/Michael M. Santiago Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. Obama líkti Trump við brjálaðan frænda og sagði hann aðstoða kynþáttahatara. Á sama tíma var Trump með fjöldafund í Norður-Karólínu. Þar hæddist hann að forsetanum fyrrverandi og sagði hann hafa spáð rangt fyrir um úrslit kosninganna 2016. Þá segja Repúblikanar að þátttaka Obama í baráttunni sé merki um óöryggi þeirra og að Joe Biden frambjóðandi Demókrata sé of heilsuveill til að taka þátt af fullum krafti. Því þurfi hann aðstoð Obama. Í ræðu sinni á kosningafundinum í Pennsylvaníu gagnrýndi Obama viðbrögð Trumps við kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði forsetann svo sannarlega ekki geta verndað þjóðina; hann gæti ekki einu sinni verndað sjálfan sig en eins og frægt er orðið smitaðist Trump af veirunni fyrr í haust. watch on YouTube Obama sagði að ef Biden myndi vinna þá yrði Bandaríkjaforseti ekki lengur einhver sem hótaði fólki fangelsisvist ef það styddi ekki forsetann. „Þetta er ekki eðlileg hegðun hjá forseta,“ sagði Obama og bætti við að kjósendur myndu ekki sætta sig við svona hegðun frá einhverjum í fjölskyldunni sinni „[…] nema kannski frá brjáluðum frænda einhvers staðar.“ Mikill hiti er nú að færast í kosningabaráttuna enda eru aðeins þrettán dagar til kjördags. Samkvæmt könnunum á Trump á brattann að sækja og er Joe Biden mótframbjóðandi hans með gott forskot á landsvísu. Munurinn er þó miklu minni í þeim ríkjum sem talið er að gætu fallið á hvorn veginn sem er. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur aldrei verið eins lífleg og nú og þegar hafa 42 milljónir manna greitt atkvæði í kosningunum. Seinni kappræður þeirra Trumps og Bidens fara fram í nótt. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. Obama líkti Trump við brjálaðan frænda og sagði hann aðstoða kynþáttahatara. Á sama tíma var Trump með fjöldafund í Norður-Karólínu. Þar hæddist hann að forsetanum fyrrverandi og sagði hann hafa spáð rangt fyrir um úrslit kosninganna 2016. Þá segja Repúblikanar að þátttaka Obama í baráttunni sé merki um óöryggi þeirra og að Joe Biden frambjóðandi Demókrata sé of heilsuveill til að taka þátt af fullum krafti. Því þurfi hann aðstoð Obama. Í ræðu sinni á kosningafundinum í Pennsylvaníu gagnrýndi Obama viðbrögð Trumps við kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði forsetann svo sannarlega ekki geta verndað þjóðina; hann gæti ekki einu sinni verndað sjálfan sig en eins og frægt er orðið smitaðist Trump af veirunni fyrr í haust. watch on YouTube Obama sagði að ef Biden myndi vinna þá yrði Bandaríkjaforseti ekki lengur einhver sem hótaði fólki fangelsisvist ef það styddi ekki forsetann. „Þetta er ekki eðlileg hegðun hjá forseta,“ sagði Obama og bætti við að kjósendur myndu ekki sætta sig við svona hegðun frá einhverjum í fjölskyldunni sinni „[…] nema kannski frá brjáluðum frænda einhvers staðar.“ Mikill hiti er nú að færast í kosningabaráttuna enda eru aðeins þrettán dagar til kjördags. Samkvæmt könnunum á Trump á brattann að sækja og er Joe Biden mótframbjóðandi hans með gott forskot á landsvísu. Munurinn er þó miklu minni í þeim ríkjum sem talið er að gætu fallið á hvorn veginn sem er. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur aldrei verið eins lífleg og nú og þegar hafa 42 milljónir manna greitt atkvæði í kosningunum. Seinni kappræður þeirra Trumps og Bidens fara fram í nótt.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira