Settu ákvörðunina í hendur iðkenda sem vildu langflestir hafa lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2020 16:41 Reebok Fitness H0ltagarðar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Framkvæmdastjóri Reebok fitness segir allar átta líkamsræktarstöðvar fyrirtækisins verða lokaðar á næstunni í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir samráð við viðskiptavini stöðvarinnar. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar líkamsræktarstöðvum að bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum. „Við lögðumst undir feldinn og íhuguðum okkar skref mjög varlega. Við gripum ekki til þess ráðs að opna á þriðjudeginum þrátt fyrir að það væri þá heimilt. Þess í stað ákvaðum við að leggja það undir allt okkar fólk, starfsfólk, meðlimi og fylgjendur á Facebook,“ segir Ágúst Ágústsson, framkvæmdastjóri hjá Reebok fitness. Niðurstaðan var afgerandi. Afgerandi meirihluti vildi hafa lokað. Eins og fram hefur komið í fréttum ákváðu Sporthúsið og World Class að opna stöðvar sínar fyrir viðskiptavinum í gær. Þá hefur fólk getað sótt krossfittíma og jóga. Þéttbókað var í hóptímana í gær hjá World Class. Lausleg athugun Vísis í dag sýnir að fullt er í suma tíma en alls ekki alla. Ákvörðun heilbrigðisráðherra að heimila opnun líkamsræktarstöðva hefur sætt gagnrýni í samfélaginu. Formaður KKÍ og leikstjóri í Hafnarfirði tjáðu óánægju sína í gær og sögðu ákvörðunina ala á sundrungu í baráttu við kórónuveirunar. Eftir miklar vangaveltur fram og til baka ákvað Hreyfing að hafa lokað næstu daga. Sömu sögu er að segja um Heilsuklasann á Bíldshöfða sem tilkynntu iðkendum sínum í tölvupósti um ástæðurnar. Samfélagsleg ábyrgð og sóttvarnasjónarmið „Ákveðið var að bíða með opnun stöðvarinnar þar sem sóttvarnasjónarmið voru talin vega þyngra en önnur á þessum tímapunkti,“ segir Lars Jessen hjá Heilsuklasanum. Hann segir um þúsund meðlimi hjá Heilsuklasanum. Hress í Hafnarfirði ætlar líka að hafa lokað á meðan á baráttunni stendur næstu daga. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ sagði í færslu hjá Hress í gær. Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. 20. október 2020 22:45 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Reebok fitness segir allar átta líkamsræktarstöðvar fyrirtækisins verða lokaðar á næstunni í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir samráð við viðskiptavini stöðvarinnar. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar líkamsræktarstöðvum að bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum. „Við lögðumst undir feldinn og íhuguðum okkar skref mjög varlega. Við gripum ekki til þess ráðs að opna á þriðjudeginum þrátt fyrir að það væri þá heimilt. Þess í stað ákvaðum við að leggja það undir allt okkar fólk, starfsfólk, meðlimi og fylgjendur á Facebook,“ segir Ágúst Ágústsson, framkvæmdastjóri hjá Reebok fitness. Niðurstaðan var afgerandi. Afgerandi meirihluti vildi hafa lokað. Eins og fram hefur komið í fréttum ákváðu Sporthúsið og World Class að opna stöðvar sínar fyrir viðskiptavinum í gær. Þá hefur fólk getað sótt krossfittíma og jóga. Þéttbókað var í hóptímana í gær hjá World Class. Lausleg athugun Vísis í dag sýnir að fullt er í suma tíma en alls ekki alla. Ákvörðun heilbrigðisráðherra að heimila opnun líkamsræktarstöðva hefur sætt gagnrýni í samfélaginu. Formaður KKÍ og leikstjóri í Hafnarfirði tjáðu óánægju sína í gær og sögðu ákvörðunina ala á sundrungu í baráttu við kórónuveirunar. Eftir miklar vangaveltur fram og til baka ákvað Hreyfing að hafa lokað næstu daga. Sömu sögu er að segja um Heilsuklasann á Bíldshöfða sem tilkynntu iðkendum sínum í tölvupósti um ástæðurnar. Samfélagsleg ábyrgð og sóttvarnasjónarmið „Ákveðið var að bíða með opnun stöðvarinnar þar sem sóttvarnasjónarmið voru talin vega þyngra en önnur á þessum tímapunkti,“ segir Lars Jessen hjá Heilsuklasanum. Hann segir um þúsund meðlimi hjá Heilsuklasanum. Hress í Hafnarfirði ætlar líka að hafa lokað á meðan á baráttunni stendur næstu daga. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ sagði í færslu hjá Hress í gær.
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. 20. október 2020 22:45 Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. 20. október 2020 22:45
Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag. 20. október 2020 12:20
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03
Ánægjulegt að nýgengið sé á niðurleið en hefur áhyggjur af opnun líkamsræktarstöðva Tæplega helmingur þeirra 45 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær var í sóttkví. 21. október 2020 12:14