Æfingar leyfðar en húsin lokuð Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 12:25 Valsmenn geta æft í sínum íþróttahúsnæði en þurfa að uppfylla afar ströng skilyrði. Meðal annars að fylgja tveggja metra reglu og deila ekki bolta. vísir/Hulda Margrét Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í dag eru íþróttir sem krefjast mikillar nálægðar eða snertingar við aðra bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Á fundi ÍSÍ og íþróttasérsambandanna með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda í gær var niðurstaðan sú að íþróttalið gætu æft, en að hvert sérsamband þyrfti þó að fá samþykktar æfingareglur. Virða þyrfti tveggja metra reglu á æfingum og 20 manna fjöldatakmörk, auk þess sem að fólk mætti ekki deila bolta eða öðrum áhöldum. Í gærkvöld kom aftur á móti fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins þess efnis að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins yrðu áfram lokuð. Það gæti þó breyst fljótlega. Þetta þýðir að félög eins og Valur, sem eiga sín íþróttamannvirki, geta stundað æfingar að uppfylltum ströngum skilyrðum en félög sem treysta á mannvirki í eigu sveitarfélaganna þurfa að bíða enn um sinn. „Mikilvægast að menn vandi sig“ Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, sagði við Vísi að markmiðið væri að vernda skólasamfélagið. Vegna þess hve misvísandi upplýsingar hefðu verið í gær þyrftu íþróttahreyfingin og sveitarfélögin tíma til að ráða ráðum sínum fyrir opnun íþróttamannvirkja: „Þetta er þannig verkefni að það þarf að setjast niður og útfæra þetta. Eins og margoft hefur komið fram er baráttan við þessa blessuðu veiru langhlaup, svo það skiptir ekki öllu máli hvort að 1-2 dagar líði áður en menn finna niðurstöðuna. Mikilvægast er að menn vandi sig við ákvarðanatökuna,“ segir Jón Viðar. Í fyrrgreindri fréttatilkynningu sem send var út í gær sagði að ákvörðunin yrði endurskoðuð að viku liðinni, í takti við álit sóttvarnalæknis. Jón Viðar segir þau tímamörk þó ekki heilög: „Ef að menn komast að einhverri niðurstöðu sem talar í takti við þau markmið sem allir eru með, að lágmarka útbreiðslu veirunnar, þá gæti það orðið fyrr.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 Golfið fær grænt ljós GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. 18. október 2020 23:08 Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Sjá meira
Hver mega æfa, hvað má æfa og hvar má æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu í dag? Upplýsingar um það hafa verið misvísandi og staðan er óskýr. Í reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í dag eru íþróttir sem krefjast mikillar nálægðar eða snertingar við aðra bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Á fundi ÍSÍ og íþróttasérsambandanna með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda í gær var niðurstaðan sú að íþróttalið gætu æft, en að hvert sérsamband þyrfti þó að fá samþykktar æfingareglur. Virða þyrfti tveggja metra reglu á æfingum og 20 manna fjöldatakmörk, auk þess sem að fólk mætti ekki deila bolta eða öðrum áhöldum. Í gærkvöld kom aftur á móti fréttatilkynning frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins þess efnis að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins yrðu áfram lokuð. Það gæti þó breyst fljótlega. Þetta þýðir að félög eins og Valur, sem eiga sín íþróttamannvirki, geta stundað æfingar að uppfylltum ströngum skilyrðum en félög sem treysta á mannvirki í eigu sveitarfélaganna þurfa að bíða enn um sinn. „Mikilvægast að menn vandi sig“ Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, sagði við Vísi að markmiðið væri að vernda skólasamfélagið. Vegna þess hve misvísandi upplýsingar hefðu verið í gær þyrftu íþróttahreyfingin og sveitarfélögin tíma til að ráða ráðum sínum fyrir opnun íþróttamannvirkja: „Þetta er þannig verkefni að það þarf að setjast niður og útfæra þetta. Eins og margoft hefur komið fram er baráttan við þessa blessuðu veiru langhlaup, svo það skiptir ekki öllu máli hvort að 1-2 dagar líði áður en menn finna niðurstöðuna. Mikilvægast er að menn vandi sig við ákvarðanatökuna,“ segir Jón Viðar. Í fyrrgreindri fréttatilkynningu sem send var út í gær sagði að ákvörðunin yrði endurskoðuð að viku liðinni, í takti við álit sóttvarnalæknis. Jón Viðar segir þau tímamörk þó ekki heilög: „Ef að menn komast að einhverri niðurstöðu sem talar í takti við þau markmið sem allir eru með, að lágmarka útbreiðslu veirunnar, þá gæti það orðið fyrr.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 Golfið fær grænt ljós GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. 18. október 2020 23:08 Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Sjá meira
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57
Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda. 19. október 2020 22:41
Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30
Golfið fær grænt ljós GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október. 18. október 2020 23:08
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn