Biðlistar enn og aftur - hvernig endar þetta? Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttir skrifa 20. október 2020 11:00 Í nýlegri fyrirspurn á Alþingi um úrræði fyrir börn með geðheilbrigðisvanda skýrir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá að biðlisti á Þroska-og hegðunarstöð einni sér telji nú 584 börn. Þessi börn eru á biðlista eftir sérhæfðri þverfaglegri greiningu og yfirleitt tengist vandi þeirra fleiru en einu sviði. Þarna eru börn með ADHD í miklum meirihluta. Landsbyggðin er langt í frá undanskilin en þar bíða fjölmörg börn eftir þjónustu á Heilbrigðisstofnunum annað hvort eftir greiningu eða sálfræðiþjónustu. Á heildina litið eru um það bil 1200 börn á biðlista eftir greiningum og meðferð á geð-og þroskaröskunum á hinum ýmsu stofnunum. Þessar tölur sýna að biðlistar eru sífellt að lengjast. Biðtími fer mismunandi illa með fólk en er sérstaklega alvarlegur þegar börn eiga í hlut. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að bið eftir þjónustu getur valdið óafturkræfum skaða sem mjög erfitt er að bæta nema með sértækum aðgerðum. Að greina og meðhöndla börn á unga aldri sparar meira fjármagn þegar til lengri tíma er litið. Þessu eru allir sammála en þrátt fyrir það hafa biðlistar viðgengist árum og jafnvel áratugum saman. Börn eru ekki í sama tímaramma og fullorðnir. Þau eru í þroskaferli og móðir náttúra gengur út frá því að á hverju aldursstigi öðlist þau tiltekna færni. Þegar einu aldursstigi er lokið tekur það næsta við og samfara því ný þroskaverkefni. Sá sem ekki hefur náð að ljúka sínu þroskaverkefni mun eiga í erfiðleikum með það næsta og nær síður þeirri færni sem nauðsynleg er. Uppeldi barna með ADHD er kapphlaup við tímann. Að tapa í einum áfanga þýðir að keppandinn á minni möguleika á að ná þeim næsta og vaxandi líkur er á að hann komist aldrei í mark. Sú aðstoð sem BUGL, Þroska- og hegðunarstöð og fleiri greiningar- og meðferðaraðilar veita eru ætlaðar til að hjálpa keppandanum að ljúka hverjum áfanga á sem bestan hátt og gera honum kleift að ná settu marki að lokum. Að komast til fullorðinsára og geta nýtt hæfileika sína, hverjir svo sem þeir eru, veitir einstaklingnum innihaldsríkara líf og er til hagsbóta fyrir hann sjálfan sem og aðra. Greining er forsenda fyrir því að meðferð verði markvissari og hægt sé að sníða hana eftir þörfum barns og fjölskyldu þess. Markviss meðferð á réttum tíma, þýðir eftir atvikum að hægt er að létta á aðgerðum eftir því sem árangur næst. Dráttur á greiningu þýðir dráttur á meðferð, vandinn vindur upp á sig og getur á stuttum tíma orðið óviðráðanlegur nema með flókum og kostnaðarsömum aðgerðum. Börn á biðlistum vegna geð- og þroskaraskana hafa öll sýnt með óyggjandi hætti að þau þurfa aðstoð við að takst á við þau þroskaverkefni sem þau standa frammi fyrir. Tíminn sem móðir náttúra úthlutar þeim til að ljúka þessum verkefnum er takmarkaður en hver mánuður í lífi barns skiptir máli og ef ekkert er að gert eykst vandinn til muna. Það er því hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að nægilegt fjármagn og mannafli sé til staðar svo hægt verði að veita börnum viðeigandi þjónustu. Börn geta ekki beðið! Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD samtakanna Sólveig Ásgrímsdóttir stjórnarmaður ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri fyrirspurn á Alþingi um úrræði fyrir börn með geðheilbrigðisvanda skýrir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá að biðlisti á Þroska-og hegðunarstöð einni sér telji nú 584 börn. Þessi börn eru á biðlista eftir sérhæfðri þverfaglegri greiningu og yfirleitt tengist vandi þeirra fleiru en einu sviði. Þarna eru börn með ADHD í miklum meirihluta. Landsbyggðin er langt í frá undanskilin en þar bíða fjölmörg börn eftir þjónustu á Heilbrigðisstofnunum annað hvort eftir greiningu eða sálfræðiþjónustu. Á heildina litið eru um það bil 1200 börn á biðlista eftir greiningum og meðferð á geð-og þroskaröskunum á hinum ýmsu stofnunum. Þessar tölur sýna að biðlistar eru sífellt að lengjast. Biðtími fer mismunandi illa með fólk en er sérstaklega alvarlegur þegar börn eiga í hlut. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að bið eftir þjónustu getur valdið óafturkræfum skaða sem mjög erfitt er að bæta nema með sértækum aðgerðum. Að greina og meðhöndla börn á unga aldri sparar meira fjármagn þegar til lengri tíma er litið. Þessu eru allir sammála en þrátt fyrir það hafa biðlistar viðgengist árum og jafnvel áratugum saman. Börn eru ekki í sama tímaramma og fullorðnir. Þau eru í þroskaferli og móðir náttúra gengur út frá því að á hverju aldursstigi öðlist þau tiltekna færni. Þegar einu aldursstigi er lokið tekur það næsta við og samfara því ný þroskaverkefni. Sá sem ekki hefur náð að ljúka sínu þroskaverkefni mun eiga í erfiðleikum með það næsta og nær síður þeirri færni sem nauðsynleg er. Uppeldi barna með ADHD er kapphlaup við tímann. Að tapa í einum áfanga þýðir að keppandinn á minni möguleika á að ná þeim næsta og vaxandi líkur er á að hann komist aldrei í mark. Sú aðstoð sem BUGL, Þroska- og hegðunarstöð og fleiri greiningar- og meðferðaraðilar veita eru ætlaðar til að hjálpa keppandanum að ljúka hverjum áfanga á sem bestan hátt og gera honum kleift að ná settu marki að lokum. Að komast til fullorðinsára og geta nýtt hæfileika sína, hverjir svo sem þeir eru, veitir einstaklingnum innihaldsríkara líf og er til hagsbóta fyrir hann sjálfan sem og aðra. Greining er forsenda fyrir því að meðferð verði markvissari og hægt sé að sníða hana eftir þörfum barns og fjölskyldu þess. Markviss meðferð á réttum tíma, þýðir eftir atvikum að hægt er að létta á aðgerðum eftir því sem árangur næst. Dráttur á greiningu þýðir dráttur á meðferð, vandinn vindur upp á sig og getur á stuttum tíma orðið óviðráðanlegur nema með flókum og kostnaðarsömum aðgerðum. Börn á biðlistum vegna geð- og þroskaraskana hafa öll sýnt með óyggjandi hætti að þau þurfa aðstoð við að takst á við þau þroskaverkefni sem þau standa frammi fyrir. Tíminn sem móðir náttúra úthlutar þeim til að ljúka þessum verkefnum er takmarkaður en hver mánuður í lífi barns skiptir máli og ef ekkert er að gert eykst vandinn til muna. Það er því hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að nægilegt fjármagn og mannafli sé til staðar svo hægt verði að veita börnum viðeigandi þjónustu. Börn geta ekki beðið! Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD samtakanna Sólveig Ásgrímsdóttir stjórnarmaður ADHD samtakanna
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun