Ísland er land þitt Hjörtur Hjartarson skrifar 19. október 2020 10:18 Landið er fagurt og frítt og fólkið líka. Um allt land er dugandi fólk að vinna allskyns þjóðþrifaverk auk þess að sjá sér og sínum farborða. Horfið bara á Landann í Sjónvarpinu. Í stjórnmálum landsins er hins vegar uppi ógnvænleg staða. Í fyrsta skipti í sögu landsins býst Alþingi til þess að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga og hefur í átta ár reynt fyrir sér. Til samanburðar getum við litið til vinaþjóðar okkar Breta, rótgróins lýðræðisríkis. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram 23. júní 2016. Niðurstaðan var að 52% greiddu atkvæði með útgöngu. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Engu beytti þótt þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit væri ráðgefandi. Engu breytti þótt meiri hluti þingsins væri á móti útgöngunni. Aldrei kom til greina annað en að þingið virti úrslit atkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Ekkert þjóðþing í lýðræðisríki kallar kjósendur til atkvæðagreiðslu um grundvallarmál og hunsar síðan niðurstöðuna. Þegar Alþingi býst til að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga þurfa almennir borgarar í landinu að bregðast við. Og það hafa þeir gert og það var þeim líkt. Á fimmta tug þúsunda hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Alþingi virði úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá sem fram fór 20. október 2012. – ATH! Undirskriftasöfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Nú, þegar þögnin er rofin um nýju stjórnarskrána, hefur fólk eðlilega skoðanir á einstökum greinum hennar. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum ekki á byrjunarreit í stjórnarskrárferlinu heldur á lokasprettinum. Langt lýðræðislegt ferli er að baki og kjósendur hafa kveðið upp sinn dóm, samþykkt að ákveðnar tillögur skuli verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Aðeins ein grundvallarspurning stendur eftir í stjórnarskrármálinu og hún er þessi: Eru úrslit lýðræðislegra kosninga virt á Íslandi eða ekki? Við hljótum líka að spyrja: Er þjóðin fullvalda eða eru einhver önnur öfl í samfélaginu sem ráða för? Hverjir eiga Ísland? Eru stjórnarhættir í uppsiglingu sem við viljum ekki? Ísland er land þitt og mitt. Látum ekki kæfa draum landsmanna um betra og sanngjarnara samfélag á heilbrigðum grunni. Skrifum undir á www.nystjornarskra.is. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Landið er fagurt og frítt og fólkið líka. Um allt land er dugandi fólk að vinna allskyns þjóðþrifaverk auk þess að sjá sér og sínum farborða. Horfið bara á Landann í Sjónvarpinu. Í stjórnmálum landsins er hins vegar uppi ógnvænleg staða. Í fyrsta skipti í sögu landsins býst Alþingi til þess að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga og hefur í átta ár reynt fyrir sér. Til samanburðar getum við litið til vinaþjóðar okkar Breta, rótgróins lýðræðisríkis. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram 23. júní 2016. Niðurstaðan var að 52% greiddu atkvæði með útgöngu. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Engu beytti þótt þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit væri ráðgefandi. Engu breytti þótt meiri hluti þingsins væri á móti útgöngunni. Aldrei kom til greina annað en að þingið virti úrslit atkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Ekkert þjóðþing í lýðræðisríki kallar kjósendur til atkvæðagreiðslu um grundvallarmál og hunsar síðan niðurstöðuna. Þegar Alþingi býst til að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga þurfa almennir borgarar í landinu að bregðast við. Og það hafa þeir gert og það var þeim líkt. Á fimmta tug þúsunda hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Alþingi virði úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá sem fram fór 20. október 2012. – ATH! Undirskriftasöfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Nú, þegar þögnin er rofin um nýju stjórnarskrána, hefur fólk eðlilega skoðanir á einstökum greinum hennar. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum ekki á byrjunarreit í stjórnarskrárferlinu heldur á lokasprettinum. Langt lýðræðislegt ferli er að baki og kjósendur hafa kveðið upp sinn dóm, samþykkt að ákveðnar tillögur skuli verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Aðeins ein grundvallarspurning stendur eftir í stjórnarskrármálinu og hún er þessi: Eru úrslit lýðræðislegra kosninga virt á Íslandi eða ekki? Við hljótum líka að spyrja: Er þjóðin fullvalda eða eru einhver önnur öfl í samfélaginu sem ráða för? Hverjir eiga Ísland? Eru stjórnarhættir í uppsiglingu sem við viljum ekki? Ísland er land þitt og mitt. Látum ekki kæfa draum landsmanna um betra og sanngjarnara samfélag á heilbrigðum grunni. Skrifum undir á www.nystjornarskra.is. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar