Viðar Örn með 31 mark í 34 leikjum í Noregi og tók metið af Rikka Daða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 10:31 Viðar Örn Kjartansson kann vel við sig í búningi Vålerenga liðsins. Skjámynd/Youtube Viðar Örn Kjartansson bætti í gær met Ríkharðs Daðasonar þegar hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku úrvalsdeildinni í aðeins sínum 34. leik í deildinni. Enginn Íslendingur hefur verið fljótari í þrjátíu mörk í Eliteserien en Selfyssingurinn marksækni. Ríkharður Daðason hafði áður verið fljótastur Íslendinga til að skora þrjátíu mörk í norsku úrvalsdeildinni en því náði hann á sínu öðru tímabili í deildinni sumarið 1999. Ríkharður skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 43. leik sem var á móti Brann 18. september 1999. Vidar Örn Kjartansson pic.twitter.com/JTkElMIAjB— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) October 18, 2020 Ríkharður Daðason spilaði með Viking Stavangri á árunum 1998 til 2000 og skoraði þá 48 mörk í aðeins 69 leikjum. Hann kom aftur árið 2002 til að spila með Lilleström og bætti þá við 4 mörkum í 12 leikjum á tveimur tímabilum. Viðar Örn lagði auðvitað grunninn að þessu með því að skora 25 mörk í 29 leikjum með Vålerenga sumarið 2014 en hefur tekið upp þráðinn í ár. Viðar Örn snéri aftur til norska liðsins í haust og er nú kominn með sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á leiktíðinni. Viðar Örn var ekki búinn að skora í tveimur leikjum í röð fyrir leikinn á móti Sandefjord í gær en kom sínu liði í 2-0 með tveimur fyrstu mörkum leiksins í þessum 3-0 sigri Vålerenga. Viðar er því farinn að nálgast markahæstu menn þrátt fyrir að hafa leikið sinn fyrsta leik um miðjan september. watch on YouTube Helgi Sigurðsson er þriðji á listanum en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum sextugasta leik sumarið 2001. Tryggvi Guðmundsson er síðan fjórði en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 66. leik en hann var þá á sínu þriðja tímabili. Veigar Páll Gunnarsson er markahæsti íslenski leikmaðurinn í sögu norsku úrvalsdeildarinnar með 71 mark í 177 leikjum. Flest mörk Íslendinga í norsku úrvalsdeildinni Veigar Páll Gunnarsson 71 mark (177 leikir) Tryggvi Guðmundsson 60 (142) Ríkharður Daðason 52 (81) Matthías Vilhjálmsson 47 (180) Björn Bergmann Sigurðarson 40 (123) Helgi Sigurðsson 39 (104) Pálmi Rafn Pálmason 32 (166) Viðar Örn Kjartansson 31 (34) Fæstir leikir til að skora 30 mörk 34 leikir - Viðar Örn Kjartansson 43 leikir - Ríkharður Daðason 60 leikir - Helgi Sigurðsson 66 leikir - Tryggvi Guðmundsson Norski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson bætti í gær met Ríkharðs Daðasonar þegar hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku úrvalsdeildinni í aðeins sínum 34. leik í deildinni. Enginn Íslendingur hefur verið fljótari í þrjátíu mörk í Eliteserien en Selfyssingurinn marksækni. Ríkharður Daðason hafði áður verið fljótastur Íslendinga til að skora þrjátíu mörk í norsku úrvalsdeildinni en því náði hann á sínu öðru tímabili í deildinni sumarið 1999. Ríkharður skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 43. leik sem var á móti Brann 18. september 1999. Vidar Örn Kjartansson pic.twitter.com/JTkElMIAjB— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) October 18, 2020 Ríkharður Daðason spilaði með Viking Stavangri á árunum 1998 til 2000 og skoraði þá 48 mörk í aðeins 69 leikjum. Hann kom aftur árið 2002 til að spila með Lilleström og bætti þá við 4 mörkum í 12 leikjum á tveimur tímabilum. Viðar Örn lagði auðvitað grunninn að þessu með því að skora 25 mörk í 29 leikjum með Vålerenga sumarið 2014 en hefur tekið upp þráðinn í ár. Viðar Örn snéri aftur til norska liðsins í haust og er nú kominn með sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á leiktíðinni. Viðar Örn var ekki búinn að skora í tveimur leikjum í röð fyrir leikinn á móti Sandefjord í gær en kom sínu liði í 2-0 með tveimur fyrstu mörkum leiksins í þessum 3-0 sigri Vålerenga. Viðar er því farinn að nálgast markahæstu menn þrátt fyrir að hafa leikið sinn fyrsta leik um miðjan september. watch on YouTube Helgi Sigurðsson er þriðji á listanum en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum sextugasta leik sumarið 2001. Tryggvi Guðmundsson er síðan fjórði en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 66. leik en hann var þá á sínu þriðja tímabili. Veigar Páll Gunnarsson er markahæsti íslenski leikmaðurinn í sögu norsku úrvalsdeildarinnar með 71 mark í 177 leikjum. Flest mörk Íslendinga í norsku úrvalsdeildinni Veigar Páll Gunnarsson 71 mark (177 leikir) Tryggvi Guðmundsson 60 (142) Ríkharður Daðason 52 (81) Matthías Vilhjálmsson 47 (180) Björn Bergmann Sigurðarson 40 (123) Helgi Sigurðsson 39 (104) Pálmi Rafn Pálmason 32 (166) Viðar Örn Kjartansson 31 (34) Fæstir leikir til að skora 30 mörk 34 leikir - Viðar Örn Kjartansson 43 leikir - Ríkharður Daðason 60 leikir - Helgi Sigurðsson 66 leikir - Tryggvi Guðmundsson
Flest mörk Íslendinga í norsku úrvalsdeildinni Veigar Páll Gunnarsson 71 mark (177 leikir) Tryggvi Guðmundsson 60 (142) Ríkharður Daðason 52 (81) Matthías Vilhjálmsson 47 (180) Björn Bergmann Sigurðarson 40 (123) Helgi Sigurðsson 39 (104) Pálmi Rafn Pálmason 32 (166) Viðar Örn Kjartansson 31 (34) Fæstir leikir til að skora 30 mörk 34 leikir - Viðar Örn Kjartansson 43 leikir - Ríkharður Daðason 60 leikir - Helgi Sigurðsson 66 leikir - Tryggvi Guðmundsson
Norski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira