Telur aðgerðir ríkis og sveitarfélaga ekki vinna saman Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 12:39 Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka Vísir Aðalhagfræðingur Kviku banka segir fráleitt að sveitarfélög þurfi að skera niður fjárfestingu vegna meðan ríkið auki í. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur við sveitarfélögin í landinu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku gagnrýnir að sveitarfélögin eigi að haga sér á annan máta en ríkið nú á tímum efnahagssamdráttar en fram hefur komið að það vantar um 50 milljarða króna inní rekstur sveitarfélaga á þessu og næsta ári.Þá segir hún að það geti vantað 125-150 milljarða inní rekstur þeirra til ársins 2025 til að vinna upp þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft. Hún var gestur á Sprengisandi í morgun. „Þau í í rauninni beita sér öfugt á við ríkið og skera verulega niður þá sérstaklega í fjárfestingu. En þau hafa ekki verið illa rekin síðustu ár.“ segir kristrún. Ef ekki verði gripið til ráðstafana gæti rekstrarvandi sveitarfélaga breyst í skuldavanda. „Við verðum að horfa á sveitarfélögin í því samhengi að þau eru að lenda í ófyrirséðu áfalli sem engin annar sá og það er ekki heilbrigt að skapa þeim skuldavanda fram í tímann því það lendir á okkur öllum,“ segir hún. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur undir fjármál sveitarfélaga. „Ef það á að ýta sveitarfélögum til hliðar og láta þau skera niður fjárfestingu og skera niður í öðrum þjónustuliðum mun það vega á móti aðgerðum sem ríkissjóður er að fara í núna,“ segir Kristrún. Hún bendir á að Seðlabankinn geti komið að málum sveitarfélaga. „Einfaldara væri að Seðlabankinn myndi kaupa ríkisskuldabréf og ríkið taki skuldsetninguna á sig gegnum sveitarfélögin. Reyndar gæti komið upp sú staða að Seðlabankinn myndi kaupa sveitarfélagabréf en þá ertu bara að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Aðalhagfræðingur Kviku banka segir fráleitt að sveitarfélög þurfi að skera niður fjárfestingu vegna meðan ríkið auki í. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur við sveitarfélögin í landinu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku gagnrýnir að sveitarfélögin eigi að haga sér á annan máta en ríkið nú á tímum efnahagssamdráttar en fram hefur komið að það vantar um 50 milljarða króna inní rekstur sveitarfélaga á þessu og næsta ári.Þá segir hún að það geti vantað 125-150 milljarða inní rekstur þeirra til ársins 2025 til að vinna upp þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft. Hún var gestur á Sprengisandi í morgun. „Þau í í rauninni beita sér öfugt á við ríkið og skera verulega niður þá sérstaklega í fjárfestingu. En þau hafa ekki verið illa rekin síðustu ár.“ segir kristrún. Ef ekki verði gripið til ráðstafana gæti rekstrarvandi sveitarfélaga breyst í skuldavanda. „Við verðum að horfa á sveitarfélögin í því samhengi að þau eru að lenda í ófyrirséðu áfalli sem engin annar sá og það er ekki heilbrigt að skapa þeim skuldavanda fram í tímann því það lendir á okkur öllum,“ segir hún. Hún telur mikilvægt að ríkið styðji betur undir fjármál sveitarfélaga. „Ef það á að ýta sveitarfélögum til hliðar og láta þau skera niður fjárfestingu og skera niður í öðrum þjónustuliðum mun það vega á móti aðgerðum sem ríkissjóður er að fara í núna,“ segir Kristrún. Hún bendir á að Seðlabankinn geti komið að málum sveitarfélaga. „Einfaldara væri að Seðlabankinn myndi kaupa ríkisskuldabréf og ríkið taki skuldsetninguna á sig gegnum sveitarfélögin. Reyndar gæti komið upp sú staða að Seðlabankinn myndi kaupa sveitarfélagabréf en þá ertu bara að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira