„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. október 2020 13:26 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir fyrrverandi hágreiðslukona hefur ekki í nein húsnæði að venda eftir að dvöl á Droplaugastöðum lýkur. Vísir/ArnarHalldórs Við sögðum í fréttum í gær frá máli Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur sem er með MS- taugasjúkdóminn. Hún bjó þar til í janúar á eigin heimili í Kópavogi ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Hún þurfti vegna veikinda að leggjast inná spítala 6. janúar og segir að þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við sig um að hún yrði vistuð á hjúkrunarheimili eftir að sveitarfélagið hafi tilkynnt að það gæti ekki lengur sinnt heimaþjónustu við hana. Hún dvaldi á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði því ekki fékkst húsnæði og frá því í ágúst hefur hún dvalið á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun sem lýkur í næsta mánuði. „Ég sé enga lausn, mig langar heldur ekki til að vera einhvers staðar þar sem fólk vill mig ekki og er búið að hafna mér milljón sinnum. Þá spyr maður hvert á maður að fara, hvar á maður að vera?,“ segir Margrét Sigríður. Lögin eru skýr Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir kemur fram að þjónustan skuli miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustunnar skuli borin virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Í skilgreiningum laganna um sveitarfélög kemur fram að samningur við sveitarfélag skuli fela í sér að notandi stjórni þeirri aðstoð sem hann fái þannig að hann skipuleggi hana, ákveði hvenær og hvar hún er veitt og velji aðstoðarfólk. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ vegna málsins í morgun en ekki höfðu borist svör þaðan fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Við sögðum í fréttum í gær frá máli Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur sem er með MS- taugasjúkdóminn. Hún bjó þar til í janúar á eigin heimili í Kópavogi ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Hún þurfti vegna veikinda að leggjast inná spítala 6. janúar og segir að þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við sig um að hún yrði vistuð á hjúkrunarheimili eftir að sveitarfélagið hafi tilkynnt að það gæti ekki lengur sinnt heimaþjónustu við hana. Hún dvaldi á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði því ekki fékkst húsnæði og frá því í ágúst hefur hún dvalið á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun sem lýkur í næsta mánuði. „Ég sé enga lausn, mig langar heldur ekki til að vera einhvers staðar þar sem fólk vill mig ekki og er búið að hafna mér milljón sinnum. Þá spyr maður hvert á maður að fara, hvar á maður að vera?,“ segir Margrét Sigríður. Lögin eru skýr Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir kemur fram að þjónustan skuli miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustunnar skuli borin virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Í skilgreiningum laganna um sveitarfélög kemur fram að samningur við sveitarfélag skuli fela í sér að notandi stjórni þeirri aðstoð sem hann fái þannig að hann skipuleggi hana, ákveði hvenær og hvar hún er veitt og velji aðstoðarfólk. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ vegna málsins í morgun en ekki höfðu borist svör þaðan fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira