„Mjög góður“ leigubílstjóri kom Arnari til bjargar í ævintýraferð heim til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 12:00 Arnar Þór Viðarsson sat í fimm tíma í leigubíl til að komast út á völl. Samsett/Getty Ævintýri Arnars Þórs Viðarssonar eru komnar í heimsfréttirnar enda ekki á hverjum degi sem menn stýra sitthvoru fótboltalandsliði tvo daga í röð og það í mismunandi löndum. Arnar Þór Viðarsson fékk góða aðstoð við að koma sér yfir Ermarsundið og út á flugvöll til að ná flugi heim til Íslands í tæka tíð fyrir landsleikinn á móti Belgíu. Reuters fjallaði um „neyðarþjálfara“ íslenska landsliðsins í leiknum á móti Belgíu en blaðamaður þessarar þekktu fréttastofu ræddi við Arnar Þór Viðarsson um ævintýri hans aðfaranótt miðvikudagsins 14 október 2020. Arnar Þór Viðarsson var nýbúinn að stýra íslenska 21 árs landsliðinu til sigurs á móti Lúxemborg þegar fréttist af vandræðum þjálfarateymis íslenska landsliðsins en allt starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví. Arnar er ekki aðeins þjálfari 21 árs landsliðsins heldur er hann einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Yfirmenn hans hjá KSÍ ákváðu að hann myndi koma strax heim og stýra liðinu með Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara sautján ára landsliðsins. Arnar keyrði fyrst 250 kílómetra leið frá Lúxemborg til heimilis síns í Lokeren. Þar skildi hann eftir bílinn sinn og tók síðan leigubíl frá Lokeren til flugvallarins í Luton. Sú leið er rúmlega 400 kílómetrar og má áætla að þeir félagar hafi verið um fimm klukkutíma á leiðinni. „Sem betur fer þá fékk ég mjög góðan leigubílstjóra sem keyrði mig á flugvöllinn í Luton. Ég náði að sofa aðeins í bílnum. Þaðan tók ég flug heim til Íslands um morguninn. Þetta var ævintýri,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í samtali við Reuters. „Þetta snerist aðallega um það að það varð að vera þjálfari á bekknum með nauðsynleg réttindi og einhver sem gæti komið með andlegan stuðning,“ sagði Arnar Þór. „Við unnum mikilvægan leik á móti Rúmeníu í síðustu viku og sá leikur var í forgangi. Þessi leikur var góð reynsla fyrir mikil og tækifæri til að keppa á móti besta liði heims,“ sagði Arnar Þór. Hér má sjá mögulega leið leigubílstjórans frá Lokern og út á flugvöll í Luton á Englandi.GoogleMaps Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira
Ævintýri Arnars Þórs Viðarssonar eru komnar í heimsfréttirnar enda ekki á hverjum degi sem menn stýra sitthvoru fótboltalandsliði tvo daga í röð og það í mismunandi löndum. Arnar Þór Viðarsson fékk góða aðstoð við að koma sér yfir Ermarsundið og út á flugvöll til að ná flugi heim til Íslands í tæka tíð fyrir landsleikinn á móti Belgíu. Reuters fjallaði um „neyðarþjálfara“ íslenska landsliðsins í leiknum á móti Belgíu en blaðamaður þessarar þekktu fréttastofu ræddi við Arnar Þór Viðarsson um ævintýri hans aðfaranótt miðvikudagsins 14 október 2020. Arnar Þór Viðarsson var nýbúinn að stýra íslenska 21 árs landsliðinu til sigurs á móti Lúxemborg þegar fréttist af vandræðum þjálfarateymis íslenska landsliðsins en allt starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví. Arnar er ekki aðeins þjálfari 21 árs landsliðsins heldur er hann einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Yfirmenn hans hjá KSÍ ákváðu að hann myndi koma strax heim og stýra liðinu með Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara sautján ára landsliðsins. Arnar keyrði fyrst 250 kílómetra leið frá Lúxemborg til heimilis síns í Lokeren. Þar skildi hann eftir bílinn sinn og tók síðan leigubíl frá Lokeren til flugvallarins í Luton. Sú leið er rúmlega 400 kílómetrar og má áætla að þeir félagar hafi verið um fimm klukkutíma á leiðinni. „Sem betur fer þá fékk ég mjög góðan leigubílstjóra sem keyrði mig á flugvöllinn í Luton. Ég náði að sofa aðeins í bílnum. Þaðan tók ég flug heim til Íslands um morguninn. Þetta var ævintýri,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í samtali við Reuters. „Þetta snerist aðallega um það að það varð að vera þjálfari á bekknum með nauðsynleg réttindi og einhver sem gæti komið með andlegan stuðning,“ sagði Arnar Þór. „Við unnum mikilvægan leik á móti Rúmeníu í síðustu viku og sá leikur var í forgangi. Þessi leikur var góð reynsla fyrir mikil og tækifæri til að keppa á móti besta liði heims,“ sagði Arnar Þór. Hér má sjá mögulega leið leigubílstjórans frá Lokern og út á flugvöll í Luton á Englandi.GoogleMaps
Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira