Furðar sig á fáfræði þingmanna Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2020 17:19 Eiríkur Rögnvaldsson, en lítil ástæða er til að draga þekkingu hans á viðfangsefninu í efa, segir þingmenn vaða reyk í tali sínu um íslenska tungu og mannanöfn. visir/vilhelm „Ég var að hlusta á umræður um mannanöfn á Alþingi. Mér blöskraði satt að segja fáfræði þingmanna um eitt og annað,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur; fyrrverandi prófessor en hann tilheyrir líkast til þeim hópi sem best er að sér um íslenska tungu og íslensk mannanöfn. Ari Trausti misskilur málið Eiríkur fórnaði höndum þegar hann hlustaði á Ara Trausta Guðmundsson þingmann Vinstri grænna segja að stafsetning væri „háð aðkomu Alþingis“. Eiríkur segir þetta „rugl. Um stafsetningu gilda reglur settar af ráðherra, en þær reglur gilda bara í skólum, stofnunum ríkisins og efni sem ríkið gefur út.“ Þegar svo Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins hóf upp raustu sína úr ræðupúlti alþingis fór Eiríkur að nótera hjá sér vitleysuna sem barst um sali þingsins. Birgir Þórarinsson sagði: „Árið 1996 voru millinöfn heimiluð og nú bera flestöll börn millinafn.“ Þetta segir Eiríkur einnig rugl, þingmaðurinn er úti á túni með Ara Trausta. „Það er rugl að „flestöll börn“ beri nú millinafn. Birgir er greinilega að rugla saman seinna nafni og millinafni. Millinafn er sérstök tegund nafns og ekkert svo óskaplega margt fólk sem ber millinafn. Belgingur Birgis stenst ekki skoðun Birgir sagði einnig: „þannig eru til reglur um stafsetningu og málfræði og engin ástæða til að undanskilja mannanöfn“ og „með sömu rökum hlýtur hæstvirtur dómsmálaráðherra þá væntanlega að vilja afnema reglur um stafsetningu og fela þjóðinni vald til að stafsetja orð eftir eigin höfði“. Eiríkur Rögnvaldsson gefur ekki mikið fyrir speki þingmanna um íslensku og mannanöfn. Eiríkur hristir höfuðið yfir þessum vísindum. „Það eru til reglur, en ekki lög, um stafsetningu, en það eru engar opinberar reglur um málfræði. Og almenningur má stafsetja orð eftir eigin höfði.“ Og enn kárnaði gamanið yfir ræðu Birgis þegar hann sagði: „Frumvarpið vegur að íslenskri nafnahefð sem er einstök á heimsvísu“. Slíkur belgingur var ekki við skap Eiríks, ekki síst vegna þess að hann stenst enga skoðun. „Þetta hafa fleiri sagt. Það er rugl – kenning til föður eða móður tíðkast víða um heim. Við höldum stundum að við séum einstakari og merkilegri en við erum.“ Segir frumvarpið ekki fela í sér neinar hættur Eiríkur hefur kynnt sér íslensk mannanöfn í þaula og ritaði gagnmerka umsögn um drög að frumvarpi til laga um mannanöfn sem nú er til umfjöllunar á hinu háa alþingi. Niðurstaða hans er að sú að engin ástæða sé til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim breytingum sem felast í fyrirliggjandi frumvarpi. „Erlend mannanöfn eiga nú þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið málspjöllum. Kenning til föður og móður er vissulega hluti íslensks menningararfs en ættarnöfn eru samt ekkert síður hluti íslenskrar tungu en föður- og móðurnöfn. Ekkert liggur fyrir um það að kenning til föður og móður hverfi á stuttum tíma þótt ættarnöfn verði almennt leyfð.“ Í lokaorðum umsagnar Eiríks segir: „Fyrirliggjandi frumvarp er veruleg réttarbót og afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot. Stífar reglur sem vísa í íslenska málstefnu en samræmast ekki jafnréttishugmyndum og stríða gegn réttlætiskennd fólks geta orðið til þess að ala á neikvæðum viðhorfum fólks til íslenskunnar. Því þarf hún síst af öllu á að halda um þessar mundir.“ Alþingi Menning Mannanöfn Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Ég var að hlusta á umræður um mannanöfn á Alþingi. Mér blöskraði satt að segja fáfræði þingmanna um eitt og annað,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur; fyrrverandi prófessor en hann tilheyrir líkast til þeim hópi sem best er að sér um íslenska tungu og íslensk mannanöfn. Ari Trausti misskilur málið Eiríkur fórnaði höndum þegar hann hlustaði á Ara Trausta Guðmundsson þingmann Vinstri grænna segja að stafsetning væri „háð aðkomu Alþingis“. Eiríkur segir þetta „rugl. Um stafsetningu gilda reglur settar af ráðherra, en þær reglur gilda bara í skólum, stofnunum ríkisins og efni sem ríkið gefur út.“ Þegar svo Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins hóf upp raustu sína úr ræðupúlti alþingis fór Eiríkur að nótera hjá sér vitleysuna sem barst um sali þingsins. Birgir Þórarinsson sagði: „Árið 1996 voru millinöfn heimiluð og nú bera flestöll börn millinafn.“ Þetta segir Eiríkur einnig rugl, þingmaðurinn er úti á túni með Ara Trausta. „Það er rugl að „flestöll börn“ beri nú millinafn. Birgir er greinilega að rugla saman seinna nafni og millinafni. Millinafn er sérstök tegund nafns og ekkert svo óskaplega margt fólk sem ber millinafn. Belgingur Birgis stenst ekki skoðun Birgir sagði einnig: „þannig eru til reglur um stafsetningu og málfræði og engin ástæða til að undanskilja mannanöfn“ og „með sömu rökum hlýtur hæstvirtur dómsmálaráðherra þá væntanlega að vilja afnema reglur um stafsetningu og fela þjóðinni vald til að stafsetja orð eftir eigin höfði“. Eiríkur Rögnvaldsson gefur ekki mikið fyrir speki þingmanna um íslensku og mannanöfn. Eiríkur hristir höfuðið yfir þessum vísindum. „Það eru til reglur, en ekki lög, um stafsetningu, en það eru engar opinberar reglur um málfræði. Og almenningur má stafsetja orð eftir eigin höfði.“ Og enn kárnaði gamanið yfir ræðu Birgis þegar hann sagði: „Frumvarpið vegur að íslenskri nafnahefð sem er einstök á heimsvísu“. Slíkur belgingur var ekki við skap Eiríks, ekki síst vegna þess að hann stenst enga skoðun. „Þetta hafa fleiri sagt. Það er rugl – kenning til föður eða móður tíðkast víða um heim. Við höldum stundum að við séum einstakari og merkilegri en við erum.“ Segir frumvarpið ekki fela í sér neinar hættur Eiríkur hefur kynnt sér íslensk mannanöfn í þaula og ritaði gagnmerka umsögn um drög að frumvarpi til laga um mannanöfn sem nú er til umfjöllunar á hinu háa alþingi. Niðurstaða hans er að sú að engin ástæða sé til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim breytingum sem felast í fyrirliggjandi frumvarpi. „Erlend mannanöfn eiga nú þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið málspjöllum. Kenning til föður og móður er vissulega hluti íslensks menningararfs en ættarnöfn eru samt ekkert síður hluti íslenskrar tungu en föður- og móðurnöfn. Ekkert liggur fyrir um það að kenning til föður og móður hverfi á stuttum tíma þótt ættarnöfn verði almennt leyfð.“ Í lokaorðum umsagnar Eiríks segir: „Fyrirliggjandi frumvarp er veruleg réttarbót og afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot. Stífar reglur sem vísa í íslenska málstefnu en samræmast ekki jafnréttishugmyndum og stríða gegn réttlætiskennd fólks geta orðið til þess að ala á neikvæðum viðhorfum fólks til íslenskunnar. Því þarf hún síst af öllu á að halda um þessar mundir.“
Alþingi Menning Mannanöfn Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30