Össur sveittur við símann eftir að Pétur á Sögu gaf upp símanúmer hans Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2020 12:23 Össur segist ekki vita hvort meistari Pétur gaf upp símanúmer hans af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara. visir/vilhelm/getty Össur Skarphéðinsson fyrrverandi alþingismaður veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta og greinir frá hremmingum sínum í stuttum pistli á Facebooksíðu sinni. En svo er mál með vexti að Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu gaf upp símanúmer Össurar í tengslum við undirskriftasöfnun til stuðnings hinni umdeildu nýju stjórnarskrá. Vilji menn rita þar nafn sitt sé ein leið sú að hringja í téð símanúmer og sá sem þar yrði fyrir svörum sæi til þess að þar yrði sett amen eftir efninu. „Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun símanúmer mitt sem tengil við söfnun undirskrifta,“ segir Össur sem kann vel þá kúnst að gera grín að sjálfum sér, sem öðrum. Pétur átti sæti í stjórnlagaráði sem var skipað til að gera tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands 2011. Margir úr þeim hópi, sem og aðrir, hafa að undanförnu barist hart fyrir því að undanförnu að sú vinna fari ekki í vaskinn. Allir raftar á flot dregnir, hvort sem þeir eru kallaðir eða ekki. „Ég er allsendis ótengdur hópnum kringum stjórnarskrána en styð hann heils hugar. Nú sit ég önnum kafinn við að taka niður nöfn fólks sem hringir jafnvel utan út heimi og vill nýja stjórnarskrá. Ekki veit ég hvort meistari Pétur gerði þetta af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara…“ Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun...Posted by Össur Skarphéðinsson on Fimmtudagur, 15. október 2020 Stjórnarskrá Stjórnsýsla Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 „Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. 13. október 2020 22:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi alþingismaður veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta og greinir frá hremmingum sínum í stuttum pistli á Facebooksíðu sinni. En svo er mál með vexti að Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu gaf upp símanúmer Össurar í tengslum við undirskriftasöfnun til stuðnings hinni umdeildu nýju stjórnarskrá. Vilji menn rita þar nafn sitt sé ein leið sú að hringja í téð símanúmer og sá sem þar yrði fyrir svörum sæi til þess að þar yrði sett amen eftir efninu. „Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun símanúmer mitt sem tengil við söfnun undirskrifta,“ segir Össur sem kann vel þá kúnst að gera grín að sjálfum sér, sem öðrum. Pétur átti sæti í stjórnlagaráði sem var skipað til að gera tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands 2011. Margir úr þeim hópi, sem og aðrir, hafa að undanförnu barist hart fyrir því að undanförnu að sú vinna fari ekki í vaskinn. Allir raftar á flot dregnir, hvort sem þeir eru kallaðir eða ekki. „Ég er allsendis ótengdur hópnum kringum stjórnarskrána en styð hann heils hugar. Nú sit ég önnum kafinn við að taka niður nöfn fólks sem hringir jafnvel utan út heimi og vill nýja stjórnarskrá. Ekki veit ég hvort meistari Pétur gerði þetta af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara…“ Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun...Posted by Össur Skarphéðinsson on Fimmtudagur, 15. október 2020
Stjórnarskrá Stjórnsýsla Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26 „Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. 13. október 2020 22:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31
Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. 1. október 2020 16:26
„Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. 13. október 2020 22:48