Biden og Trump keppa um áhorf Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 08:47 Donald Trump og Joe Biden munu koma fram á tveimur mismunandi fundum með kjósendum, á sama tíma, í nótt. AP/Patrick Semansky Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. Biden verður á ABC þar sem hann mun svara spurningum kjósenda á fundi með svokölluðu bæjarfundarsniði. Trump verður á NBC á sama tíma þar sem hann mun sömuleiðis taka við spurningum frá kjósendum. Báðar útsendingar hefjast á miðnætti í nótt. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í nótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Þær áttu að fara fram í gegnum netið en Trump neitaði því. Samkvæmt yfirlýsingu frá NBC, sem Reuters fréttaveitan vitnar í, hafa forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar fengið vilyrði lækna við því að Trump sé ekki lengur smitandi. Forsvarsmenn NBC hafa þó verið harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Þar séu þeir ekki að gera kjósendum Bandaríkjanna neina greiða. Í frétt CNN segir að ákvörðunin hafi ekki fallið í krafið hjá starfsmönnum NBC News. Líkur Bidens aukast Joe Biden hefur aukið fylgi sitt töluvert á landsvísu á undanförnum dögum og vikum. Kannanir sína þó að enn sé svo gott sem jafnt á milli Bidens og Trumps í nokkrum mikilvægum ríkjum eins og Flórída, Arizona, Pennsylvaínu Wisconsin og Norður-Karólínu. Í greiningu Politico er vísað til átta mikilvægra ríkja en Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum nema Georgíu. Í spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight segir að 87 prósenta líkur séu á því að Biden sigri í kosningunum. Þá hefur orðið mikil aukning á fjölda utankjörfundaratkvæða í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að rétt rúmur hálfur mánuður sé í kosningarnar, sem fara fram þann 3. nóvember, hafa um það bil 15 milljónir Bandaríkjamanna þegar kosið. Washington Post segir að haldi þessi þróun áfram, gæti að orðið þannig að meirihluti kjósenda verði búnir að kjósa á sjálfan kjördag. Það hafi aldrei gerst áður í sögu Bandaríkjanna. Þriðju og síðustu kappræðurnar munu að óbreyttu fara fram eftir viku. Þann 22. október. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46 Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. Biden verður á ABC þar sem hann mun svara spurningum kjósenda á fundi með svokölluðu bæjarfundarsniði. Trump verður á NBC á sama tíma þar sem hann mun sömuleiðis taka við spurningum frá kjósendum. Báðar útsendingar hefjast á miðnætti í nótt. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í nótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Þær áttu að fara fram í gegnum netið en Trump neitaði því. Samkvæmt yfirlýsingu frá NBC, sem Reuters fréttaveitan vitnar í, hafa forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar fengið vilyrði lækna við því að Trump sé ekki lengur smitandi. Forsvarsmenn NBC hafa þó verið harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Þar séu þeir ekki að gera kjósendum Bandaríkjanna neina greiða. Í frétt CNN segir að ákvörðunin hafi ekki fallið í krafið hjá starfsmönnum NBC News. Líkur Bidens aukast Joe Biden hefur aukið fylgi sitt töluvert á landsvísu á undanförnum dögum og vikum. Kannanir sína þó að enn sé svo gott sem jafnt á milli Bidens og Trumps í nokkrum mikilvægum ríkjum eins og Flórída, Arizona, Pennsylvaínu Wisconsin og Norður-Karólínu. Í greiningu Politico er vísað til átta mikilvægra ríkja en Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum nema Georgíu. Í spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight segir að 87 prósenta líkur séu á því að Biden sigri í kosningunum. Þá hefur orðið mikil aukning á fjölda utankjörfundaratkvæða í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að rétt rúmur hálfur mánuður sé í kosningarnar, sem fara fram þann 3. nóvember, hafa um það bil 15 milljónir Bandaríkjamanna þegar kosið. Washington Post segir að haldi þessi þróun áfram, gæti að orðið þannig að meirihluti kjósenda verði búnir að kjósa á sjálfan kjördag. Það hafi aldrei gerst áður í sögu Bandaríkjanna. Þriðju og síðustu kappræðurnar munu að óbreyttu fara fram eftir viku. Þann 22. október.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46 Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. 10. október 2020 07:46
Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45
Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39
Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30