„Ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna“ Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2020 12:34 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki líta nægilega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að boðuðum lokunarstykjum. Ríkisstjórnin gleymi aftur þeim fyrirtækjum sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ekki sinnt sínum rekstri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að von væri á lokunarstyrkjum á sem ætlað væri að koma til móts við þau fyrirtæki sem þurfi að skella í lás vegna hertra sóttvarnaráðstafana. Styrkirnir nú yrðu hærri en þeir voru í vor, enda hafi verið bent á að þeir hafi í mörgum tilvikum dugað skammt. Ekki nóg að gert Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkgingarinnar segir að lokunarstyrkirnir séu alveg nauðsynlegir, en ekki sé nóg að gert. Minnist hún sérstaklega á þau fjölmörgu fyrirtæki sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ómögulega sinnt sínum rekstri, líkt og veitingahús. Aftur sé verið að gleyma þeim. Sömuleiðis nefnir hún hársnyrtistofur og rakarastofur þar sem fólk leigi stóla. Það sé ákveðið rekstrarform þar sem fólk sé skilið eftir. Þörf á sértækum aðgerðum Þingmaðurinn segir að á þessum fordæmalausum tímum þurfi að fara í sértækar aðgerðir og skoða þau ólíku rekstrarform sem séu í gangi. „Það þýðir ekki að miða við stór fyrirtæki. Það þarf að skoða sérstaklega lítil fyrirtæki og hvernig rekstrarformið er þar. Ef við skoðum veitingastaði þar sem er er pláss fyrir fjörutíu. Það er alveg ljóst að slík fyrirtæki, sem fá inn mögulega viðskiptavini á eitt til tvö borð á kvöldi, verða að loka klukkan níu. Þau lifa ekki út mánuðinn.“ Þingmaðurinn segir ennfremur að viðbrögð stjórnvalda hafi svolítið einkennst af því að eftir því sem fyrirtækin séu stærri og hafi hærra í fjölmiðlum, þeim mun veglegri séu viðbrögð stjórnvalda. „Þau þurfa að opna augun fyrir því að það eru ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Vinnumarkaður Efnahagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki líta nægilega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að boðuðum lokunarstykjum. Ríkisstjórnin gleymi aftur þeim fyrirtækjum sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ekki sinnt sínum rekstri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að von væri á lokunarstyrkjum á sem ætlað væri að koma til móts við þau fyrirtæki sem þurfi að skella í lás vegna hertra sóttvarnaráðstafana. Styrkirnir nú yrðu hærri en þeir voru í vor, enda hafi verið bent á að þeir hafi í mörgum tilvikum dugað skammt. Ekki nóg að gert Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkgingarinnar segir að lokunarstyrkirnir séu alveg nauðsynlegir, en ekki sé nóg að gert. Minnist hún sérstaklega á þau fjölmörgu fyrirtæki sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ómögulega sinnt sínum rekstri, líkt og veitingahús. Aftur sé verið að gleyma þeim. Sömuleiðis nefnir hún hársnyrtistofur og rakarastofur þar sem fólk leigi stóla. Það sé ákveðið rekstrarform þar sem fólk sé skilið eftir. Þörf á sértækum aðgerðum Þingmaðurinn segir að á þessum fordæmalausum tímum þurfi að fara í sértækar aðgerðir og skoða þau ólíku rekstrarform sem séu í gangi. „Það þýðir ekki að miða við stór fyrirtæki. Það þarf að skoða sérstaklega lítil fyrirtæki og hvernig rekstrarformið er þar. Ef við skoðum veitingastaði þar sem er er pláss fyrir fjörutíu. Það er alveg ljóst að slík fyrirtæki, sem fá inn mögulega viðskiptavini á eitt til tvö borð á kvöldi, verða að loka klukkan níu. Þau lifa ekki út mánuðinn.“ Þingmaðurinn segir ennfremur að viðbrögð stjórnvalda hafi svolítið einkennst af því að eftir því sem fyrirtækin séu stærri og hafi hærra í fjölmiðlum, þeim mun veglegri séu viðbrögð stjórnvalda. „Þau þurfa að opna augun fyrir því að það eru ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58