Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2020 23:43 Frá fjölmennri athöfn í Rósagarði Hvíta hússins laugardaginn 26. september. Þar kynnti Trump Amey Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt. Síðan hafa fjölmargir sem sóttu athöfnina greinst með kórónuveiruna. Getty/The Washington Post Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. Fauci segir að „ofurdreifing“ hafi orðið á veirunni á viðburðinum. Trump greindist með kórónuveiruna í lok síðustu viku. Laugardaginn áður kynnti hann Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt við Hvíta húsið við fjölmenna athöfn. Myndir frá viðburðinum sýna fólk sitja þétt saman, flest grímulaust. Fjölmargir sem viðstaddir voru athöfnina hafa síðan greinst með kórónuveiruna, þar af margir úr starfsliði forsetans. Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna.Getty/Al Drago Fauci var inntur eftir því í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS í dag hvað honum þætti um þá stefnu Bandaríkjastjórnar að koma til dæmis ekki á grímuskyldu. „Ég held að tölurnar tali sínu máli,“ svaraði Fauci. „Það varð „ofurdreifing“ [á kórónuveirunni] á viðburði í Hvíta húsinu og það var við aðstæður þar sem fólk var þétt saman og bar ekki grímur. Þannig að tölurnar tala sínu máli.“ Þar vísaði Fauci til áðurnefndrar athafnar, hvar Barrett var kynnt sem hæstaréttardómaraefni. Trump, sem greindist með veiruna fyrir rétt rúmri viku, mun koma fram í sjónvarpsviðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni í kvöld. Þar hyggst hann jafnframt gangast undir læknisskoðun. Þá mun Trump ávarpa hundruð áheyrenda á svölum Hvíta hússins á morgun. Þá verða tíu dagar liðnir frá því að forsetinn greindist, að sögn lækna hans. Á mánudag er svo fjöldafundur á dagskrá í Flórída, hvar búist er við að Trump ávarpi stuðningsmenn sína. Ekkert verður hins vegar af kappræðum Trumps og mótframbjóðenda hans í forsetakosningunum, Joe Biden, sem ráðgert var að yrðu haldnar 15. október. Þetta kemur fram í tilkynningum frá báðum framboðum í dag. Trump hafði áður neitað að taka þátt í kappræðunum sem fara áttu fram í gegnum netið. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. Fauci segir að „ofurdreifing“ hafi orðið á veirunni á viðburðinum. Trump greindist með kórónuveiruna í lok síðustu viku. Laugardaginn áður kynnti hann Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt við Hvíta húsið við fjölmenna athöfn. Myndir frá viðburðinum sýna fólk sitja þétt saman, flest grímulaust. Fjölmargir sem viðstaddir voru athöfnina hafa síðan greinst með kórónuveiruna, þar af margir úr starfsliði forsetans. Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna.Getty/Al Drago Fauci var inntur eftir því í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS í dag hvað honum þætti um þá stefnu Bandaríkjastjórnar að koma til dæmis ekki á grímuskyldu. „Ég held að tölurnar tali sínu máli,“ svaraði Fauci. „Það varð „ofurdreifing“ [á kórónuveirunni] á viðburði í Hvíta húsinu og það var við aðstæður þar sem fólk var þétt saman og bar ekki grímur. Þannig að tölurnar tala sínu máli.“ Þar vísaði Fauci til áðurnefndrar athafnar, hvar Barrett var kynnt sem hæstaréttardómaraefni. Trump, sem greindist með veiruna fyrir rétt rúmri viku, mun koma fram í sjónvarpsviðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni í kvöld. Þar hyggst hann jafnframt gangast undir læknisskoðun. Þá mun Trump ávarpa hundruð áheyrenda á svölum Hvíta hússins á morgun. Þá verða tíu dagar liðnir frá því að forsetinn greindist, að sögn lækna hans. Á mánudag er svo fjöldafundur á dagskrá í Flórída, hvar búist er við að Trump ávarpi stuðningsmenn sína. Ekkert verður hins vegar af kappræðum Trumps og mótframbjóðenda hans í forsetakosningunum, Joe Biden, sem ráðgert var að yrðu haldnar 15. október. Þetta kemur fram í tilkynningum frá báðum framboðum í dag. Trump hafði áður neitað að taka þátt í kappræðunum sem fara áttu fram í gegnum netið.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48