Keflavík – flugið og framtíðin Dr. Max Hirsh skrifar 12. október 2020 08:01 Keflavíkurflugvöllur er mikilvæg miðstöð sem stuðlar að hagvexti um allt Ísland. Starfsemi hans skapar einnig mörg störf, 2% starfa á Íslandi. Síðastlin tíu ár hefur byggðin í kringum Keflavíkurflugvöll verið mesta vaxtarsvæði landsins. Svæðið hefur laðað að sér fjölskyldur og fagfólk, bæði erlendis frá og frá öðrum stöðum á Íslandi. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa alþjóðaflugvellir, eins og Keflavíkurflugvöllur, upplifað einhverja mest krefjandi tíma í sögu flugsins. Efnahagslega eru áhrifin mjög áberandi á svæðum þar sem atvinnulífið er samtvinnað starfsemi alþjóðaflugvalla, líkt og á Suðurnesjum. Mörg slík svæði eru í svipaðri stöðu og Suðurnesin eru nú, en á öðrum er efnahags- og atvinnuástandið aðeins betra. Þau svæði sem standa betur að vígi eiga það sameiginlegt að efnahagurinn byggir á fleiri stoðum en farþegaflugi. Nú er ástandið þannig að fólk er nánast hætt að ferðast milli landa, en vörur þurfa enn að ferðast og jafnvel enn frekar. Ég er staddur hér á landi núna (skrifa þessa grein úr sóttkví) til þess að skoða með helstu hagsmunaaðilum hvernig hægt er að efla og virkja Keflavíkurflugvöll enn frekar sem þann drifkraft sem hann getur verið fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Þessa dagana horfum við sérstaklega á vöruflutninga með íslenskum sérfræðingum á því sviði. Vegna staðsetningar sinnar á milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur Keflavíkurflugvöllur orðið mikilvæg miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlantshafi. Flugvöllurinn hefur sambærilega möguleika á því að byggja áfram á sérstöðu Íslands og efla vöruflutninga til þessara mikilvægu markaðssvæða. Þróun í þá átt myndi auka fjölbreytni atvinnulífs á Suðurnesjum sem og fjölbreytni í íslensku efnahagslífi. Það er spennandi að fá að taka þátt í þróun þessa dýnamíska svæðis með Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco, og ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Þróunarfélagið, fyrir hönd íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar vinnur nú að þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar til ársins 2050. Markmiðið er að byggja upp atvinnusvæði í góðum tengslum við flugvöllinn og byggðina í kring. Í þeirri vinnu er horft til lykilgreina eins og flugs, vöruflutninga, sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku. Ááætlunin getur nýst sem mikilvægur vettvangur nýsköpunar og virðisaukningar í þessum og tengdum greinum. Með því að auka fjölbreytni efnahagslífs á Suðurnesjum og horfa á svæðið heildrænt sem eitt skipulagssvæði, er hægt að laða fleiri alþjóðleg fyrirtæki og fjárfesta að þessu vaxtarsvæði og síðast en ekki síst gera Suðurnesin að enn meira aðlaðandi stað til þess að búa á, starfa og heimsækja. Dr. Max Hirsh (PhD, Harvard) er framkvæmdastjóri Airport City Academy og sérfræðingur á sviði byggðaþróunar við flugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er mikilvæg miðstöð sem stuðlar að hagvexti um allt Ísland. Starfsemi hans skapar einnig mörg störf, 2% starfa á Íslandi. Síðastlin tíu ár hefur byggðin í kringum Keflavíkurflugvöll verið mesta vaxtarsvæði landsins. Svæðið hefur laðað að sér fjölskyldur og fagfólk, bæði erlendis frá og frá öðrum stöðum á Íslandi. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa alþjóðaflugvellir, eins og Keflavíkurflugvöllur, upplifað einhverja mest krefjandi tíma í sögu flugsins. Efnahagslega eru áhrifin mjög áberandi á svæðum þar sem atvinnulífið er samtvinnað starfsemi alþjóðaflugvalla, líkt og á Suðurnesjum. Mörg slík svæði eru í svipaðri stöðu og Suðurnesin eru nú, en á öðrum er efnahags- og atvinnuástandið aðeins betra. Þau svæði sem standa betur að vígi eiga það sameiginlegt að efnahagurinn byggir á fleiri stoðum en farþegaflugi. Nú er ástandið þannig að fólk er nánast hætt að ferðast milli landa, en vörur þurfa enn að ferðast og jafnvel enn frekar. Ég er staddur hér á landi núna (skrifa þessa grein úr sóttkví) til þess að skoða með helstu hagsmunaaðilum hvernig hægt er að efla og virkja Keflavíkurflugvöll enn frekar sem þann drifkraft sem hann getur verið fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Þessa dagana horfum við sérstaklega á vöruflutninga með íslenskum sérfræðingum á því sviði. Vegna staðsetningar sinnar á milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur Keflavíkurflugvöllur orðið mikilvæg miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlantshafi. Flugvöllurinn hefur sambærilega möguleika á því að byggja áfram á sérstöðu Íslands og efla vöruflutninga til þessara mikilvægu markaðssvæða. Þróun í þá átt myndi auka fjölbreytni atvinnulífs á Suðurnesjum sem og fjölbreytni í íslensku efnahagslífi. Það er spennandi að fá að taka þátt í þróun þessa dýnamíska svæðis með Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco, og ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Þróunarfélagið, fyrir hönd íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar vinnur nú að þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar til ársins 2050. Markmiðið er að byggja upp atvinnusvæði í góðum tengslum við flugvöllinn og byggðina í kring. Í þeirri vinnu er horft til lykilgreina eins og flugs, vöruflutninga, sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku. Ááætlunin getur nýst sem mikilvægur vettvangur nýsköpunar og virðisaukningar í þessum og tengdum greinum. Með því að auka fjölbreytni efnahagslífs á Suðurnesjum og horfa á svæðið heildrænt sem eitt skipulagssvæði, er hægt að laða fleiri alþjóðleg fyrirtæki og fjárfesta að þessu vaxtarsvæði og síðast en ekki síst gera Suðurnesin að enn meira aðlaðandi stað til þess að búa á, starfa og heimsækja. Dr. Max Hirsh (PhD, Harvard) er framkvæmdastjóri Airport City Academy og sérfræðingur á sviði byggðaþróunar við flugvelli.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar