Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. október 2020 18:37 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar mynd/stöð2 Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. Síðustu daga hafa bekkir og jafnvel heilu skólarnir verið sendir í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru nú 55 manns með covid-19 í skólum borgarinnar, þar af eru 38 börnum og 17 starfsmenn. 5 smitanna eru hjá leikskólabörnum og þrír starfsmenn leikskóla eru smitaðir. 780 börn eru í sóttkví, þar af 148 leikskólabörn og 632 börn á grunnskólaaldri. Þá eru 233 starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í sóttkví. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin sóttvarnarreglum og því má skólastarf fara fram með nánast óbreyttu sniði. Ekki skulu þó vera fleiri en 30 börn í sama rými og starfsfólk skólanna þarf að gæta að 2 metra reglunni sín á milli. Formaður félags grunnskólakennara veltir því fyrir sér hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. „Á þeim stöðum þar sem skólarnir eru mest útsettir fyrir veirunni þyrfti að grípa til frekari aðgerða eins og farið var í í vor,“ segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara. Hún myndi þó vilja að aðgerðirnar væru staðbundnar við ákveða skóla, ólíkt því sem var í vor. Það hafi vakið upp ótta hjá kennurum að viðbragðið sé nú eftir á, sérstaklega þar sem veiran virðist algengari hjá yngra fólki í þessari bylgju. „Að bregðast við er kannski ekki besta leiðin heldur þurfum við að setja upp varnir sem við höfum til að bregast við að smitið fari ekki á móti hópa," segir Þorgerður og bætir við að endurskoða þurfi reglurnar svo heilu skólarnir þurfi ekki að fara í sóttkví þegar upp kemur smit. „Reyna allt sem við mögulega getum til að halda úti staðbundnu námi með þeim vörnum sem við getum sett upp,“ segir Þorgerður. Alls hafa greinst 55 smit hjá nemendum og starfsfólki í skólum Reykjavíkurborgar að undanförnu.fréttablaðið/vilhelm Aðeins fjórir smitast í starfi Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs segir marga skóla ganga lengra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Hagaskóli hafi skipt unglingastiginu upp eftir árgöngum, Réttarholtsskóli lagt meiri áherslu á grímunotkun og þá séu nemendur hvattir til þess að virða fjarlægðarmörk. Það sé þó ekki tímabært að herða aðgerðir enn frekar í skólum. „Ég tel að við séum ekki enn komin á þann stað, sérstaklega í ljósi þess að aðeins fjórir af okkur 5.500 starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi hafa smitast í starfi. Aðrir hafa smitast í sínu einka- og félagslífi,“ sagði Helgi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir skólayfirvöld vera farin að huga betur að hlutunum og mikil áhersla sé lögð á persónubundnar sóttvarnir. Það sé þó mikilvægt fyrir börn að vera í skólanum. „Þetta var mjög harkalegt í vor og við viljum að börnin okkar njóti þess að vera í skólanum, að við séum að veita þeim fulla þjónustu og þau lifi lífinu eins og lífið er í skólanum. Það skiptir börnin máli, það skiptir samfélagið máli. Ég treysti því að það sem við erum að gera núna sé að skila góðum árangri.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. Síðustu daga hafa bekkir og jafnvel heilu skólarnir verið sendir í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru nú 55 manns með covid-19 í skólum borgarinnar, þar af eru 38 börnum og 17 starfsmenn. 5 smitanna eru hjá leikskólabörnum og þrír starfsmenn leikskóla eru smitaðir. 780 börn eru í sóttkví, þar af 148 leikskólabörn og 632 börn á grunnskólaaldri. Þá eru 233 starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í sóttkví. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin sóttvarnarreglum og því má skólastarf fara fram með nánast óbreyttu sniði. Ekki skulu þó vera fleiri en 30 börn í sama rými og starfsfólk skólanna þarf að gæta að 2 metra reglunni sín á milli. Formaður félags grunnskólakennara veltir því fyrir sér hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. „Á þeim stöðum þar sem skólarnir eru mest útsettir fyrir veirunni þyrfti að grípa til frekari aðgerða eins og farið var í í vor,“ segir Þorgerður L. Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara. Hún myndi þó vilja að aðgerðirnar væru staðbundnar við ákveða skóla, ólíkt því sem var í vor. Það hafi vakið upp ótta hjá kennurum að viðbragðið sé nú eftir á, sérstaklega þar sem veiran virðist algengari hjá yngra fólki í þessari bylgju. „Að bregðast við er kannski ekki besta leiðin heldur þurfum við að setja upp varnir sem við höfum til að bregast við að smitið fari ekki á móti hópa," segir Þorgerður og bætir við að endurskoða þurfi reglurnar svo heilu skólarnir þurfi ekki að fara í sóttkví þegar upp kemur smit. „Reyna allt sem við mögulega getum til að halda úti staðbundnu námi með þeim vörnum sem við getum sett upp,“ segir Þorgerður. Alls hafa greinst 55 smit hjá nemendum og starfsfólki í skólum Reykjavíkurborgar að undanförnu.fréttablaðið/vilhelm Aðeins fjórir smitast í starfi Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs segir marga skóla ganga lengra en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður á um. Hagaskóli hafi skipt unglingastiginu upp eftir árgöngum, Réttarholtsskóli lagt meiri áherslu á grímunotkun og þá séu nemendur hvattir til þess að virða fjarlægðarmörk. Það sé þó ekki tímabært að herða aðgerðir enn frekar í skólum. „Ég tel að við séum ekki enn komin á þann stað, sérstaklega í ljósi þess að aðeins fjórir af okkur 5.500 starfsmönnum í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi hafa smitast í starfi. Aðrir hafa smitast í sínu einka- og félagslífi,“ sagði Helgi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir skólayfirvöld vera farin að huga betur að hlutunum og mikil áhersla sé lögð á persónubundnar sóttvarnir. Það sé þó mikilvægt fyrir börn að vera í skólanum. „Þetta var mjög harkalegt í vor og við viljum að börnin okkar njóti þess að vera í skólanum, að við séum að veita þeim fulla þjónustu og þau lifi lífinu eins og lífið er í skólanum. Það skiptir börnin máli, það skiptir samfélagið máli. Ég treysti því að það sem við erum að gera núna sé að skila góðum árangri.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira