Lögreglumaður sem átti þátt í dauða George Floyd laus gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 13:40 Til vinstri má sjá mótmæli sem brutust út og til hægri er fangamynd af Derek Chauvin. Á myndbandi sem náðist af dauða Floyd sást Chauvin láta orð hans um að hann næði ekki andanum sér sem vind um eyru þjóta. AP/lögreglustjórinn í Hennepin-sýslu Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur þrátt fyrir að fyrir að Floyd segðist ekki ná andanum. Floyd var handjárnaður. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi lagt fram milljóna dollara, jafnvirði um 139 milljóna íslenskra króna, í tryggingu og honum hafi í kjölfarið verið sleppt úr fangelsi í Hennepin-sýslu rétt fyrir hádegi að staðartíma í gær. Ekki er ljóst hvar hann fékk fjármunina til þess. Chauvin og félagar hans þrír voru reknir úr lögreglunni. Hann er ákærður fyrir morð og manndráp. Hinir lögreglumennirnir þrír eru ákærðir fyrir að aðstoða Chauvin við drápið. Lögmenn Floyd-fjölskyldunnar sögðu tíðindin „sársaukafulla áminningu“ um að réttlætið væri langt frá því að ná fram að ganga. Eftir að fréttir af því að Chauvin hefði verið sleppt úr haldi bárust út kallaði Tim Walts, ríkisstjóri Minnesota, út þjóðvarðliðið til að aðstoða lögregluna ef til mótmæla kæmi. Hundruð manna komu saman á götum Minneapolis í gærkvöldi og kyrjuðu meðal annars „Ekkert réttlæti, enginn friður, sækið lögregluna til saka“. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur þrátt fyrir að fyrir að Floyd segðist ekki ná andanum. Floyd var handjárnaður. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi lagt fram milljóna dollara, jafnvirði um 139 milljóna íslenskra króna, í tryggingu og honum hafi í kjölfarið verið sleppt úr fangelsi í Hennepin-sýslu rétt fyrir hádegi að staðartíma í gær. Ekki er ljóst hvar hann fékk fjármunina til þess. Chauvin og félagar hans þrír voru reknir úr lögreglunni. Hann er ákærður fyrir morð og manndráp. Hinir lögreglumennirnir þrír eru ákærðir fyrir að aðstoða Chauvin við drápið. Lögmenn Floyd-fjölskyldunnar sögðu tíðindin „sársaukafulla áminningu“ um að réttlætið væri langt frá því að ná fram að ganga. Eftir að fréttir af því að Chauvin hefði verið sleppt úr haldi bárust út kallaði Tim Walts, ríkisstjóri Minnesota, út þjóðvarðliðið til að aðstoða lögregluna ef til mótmæla kæmi. Hundruð manna komu saman á götum Minneapolis í gærkvöldi og kyrjuðu meðal annars „Ekkert réttlæti, enginn friður, sækið lögregluna til saka“.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira