Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 22:26 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nú á ellefta tímanum. Þar segir jafnframt að stefnt sé að því að ganga endanlega frá samningum um söluna á næstu vikum. Tvær vélanna voru framleiddar árið 1994 og ein árið 2000. Eftir afhendingu verður vélunum breytt úr farþegaflugvélum yfir í fraktvélar. Ekki kemur fram í tilkynningu hver kaupandi vélanna er. Salan er í samræmi við áætlun Icelandair um að fækka Boeing 757 vélum í flugflota félagsins á næstu árum. Söluverð flugvélanna þriggja er um 21 milljón Bandaríkjadala, eða um 2,9 milljarðar króna á núverandi gengi, líkt og áður segir. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé á bilinu tvær til þrjár milljónir dala yfir bókfærðu virði flugvélanna. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að salan sé jákvætt skref fyrir félagið nú þegar flugrekstur sé í lágmarki. Sala vélanna sýni að enn felist mikil verðmæti í Boeing-757 vélum Icelandair. „Þrátt fyrir sölu þriggja véla býr félagið enn yfir öflugum flugflota sem mun nýtast vel þegar ferðatakmörkunum verður aflétt og eftirspurn eftir flugi eykst á ný.“ Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir 312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01 Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. 7. október 2020 11:56 Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20 Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nú á ellefta tímanum. Þar segir jafnframt að stefnt sé að því að ganga endanlega frá samningum um söluna á næstu vikum. Tvær vélanna voru framleiddar árið 1994 og ein árið 2000. Eftir afhendingu verður vélunum breytt úr farþegaflugvélum yfir í fraktvélar. Ekki kemur fram í tilkynningu hver kaupandi vélanna er. Salan er í samræmi við áætlun Icelandair um að fækka Boeing 757 vélum í flugflota félagsins á næstu árum. Söluverð flugvélanna þriggja er um 21 milljón Bandaríkjadala, eða um 2,9 milljarðar króna á núverandi gengi, líkt og áður segir. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé á bilinu tvær til þrjár milljónir dala yfir bókfærðu virði flugvélanna. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að salan sé jákvætt skref fyrir félagið nú þegar flugrekstur sé í lágmarki. Sala vélanna sýni að enn felist mikil verðmæti í Boeing-757 vélum Icelandair. „Þrátt fyrir sölu þriggja véla býr félagið enn yfir öflugum flugflota sem mun nýtast vel þegar ferðatakmörkunum verður aflétt og eftirspurn eftir flugi eykst á ný.“
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir 312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01 Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. 7. október 2020 11:56 Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20 Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
312 fyrirtæki fengið ríkisstuðning vegna uppsagna starfsfólks Ríkissjóður hefur greitt tæpa 9,4 milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá 312 fyrirtækjum. Stuðningurinn hækkar um 1,4 milljarða milli mánaða og 40 fyrirtæki bætast við. 7. október 2020 15:01
Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Forstjóri Icelandair segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna almennt að hafa ekki fyrirsjáanleika varðandi fyrirkomulag á landamærum vegna sölu ferða til Íslands á næsta ári. Forsætisráðherra segir margar leiðir til skoðunar. 7. október 2020 11:56
Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20