Trump stöðvar viðræður um neyðarpakka en skiptir fljótt um skoðun Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 16:21 Donald Trump, hefur hleypt mikilli óreiðu í viðræður um neyðarpakka til aðstoðar hagkerfis Bandaríkjanna. AP/Tony Dejak Hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa tekið kipp upp á við í dag í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist snúast hugur varðandi viðræður um opinbera innspýtingu í hagkerfi Bandaríkjanna, svokallaðan neyðarpakka. Jerome H. Powell, yfirmaður Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði við því að í gær að án slíkra aðgerða myndi hagkerfi Bandaríkjanna hljóta skaða. Í gær tísti forsetinn og lýsti því yfir að hann hefði skipað sínu fólki að hætta öllum viðræðum við Demókrata, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar með opinberum fjárútlátum, um neyðarpakka. Engar viðræður ættu að eiga sér stað fyrr en eftir kosningar. Við það varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum en fyrri aðgerðir ríkisins um atvinnuleysisbætur og annað sem samþykktar voru fyrr á árinu, runnu út í síðustu viku. Þá tísti Trump aftur og kallaði eftir því að þingið gripi til aðgerða. Sagði hann sömuleiðis að meðlimir ríkisstjórnar hans ættu að ræða við forsvarsmenn Demókrataflokksins um málið. Er það alger viðsnúningur á því sem Trump hafði tíst um sjö klukkustundum áður. Forsetinn sagði að þingið ætti að samþykkja að verja 25 milljörðum dala í að aðstoða flugfélög Bandaríkjanna, sem hafa sagt upp þúsundum á undanförnum dögum. Skömmu seinna bætti hann við að þingið ætti að samþykkja að senda 1.200 dali til hverrar fjölskyldu. Hann myndi skrifa undir slíkt frumvarp samstundis. „Ertu að hlusta Nancy?“ skrifaði Trump og var hann þar að vísa til Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann endurtísti því tísti svo aftur í dag og ítrekaði að hann væri tilbúinn til að skrifa undir. Move Fast, I Am Waiting To Sign! @SpeakerPelosi https://t.co/RYBeWWuPC2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Í frétt Washington Post segir að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafi spurt Pelosi að því í morgun hvort til greina kæmi að samþykkja frumvarp sem þetta. Hún minnti hann á að Repúblikanar hefðu staðið í vegi frumvarps sem hefði hjálpað flugfélögunum í síðustu viku. Hún sagði það þó koma til greina og ku það vera til skoðunar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Pelosi að það væri erfitt að sjá heila brú í ummælum forsetans eða hvað hann hefði séð sem neikvætt í að ríkið kæmi hagkerfinu til aðstoðar. Hún sagði Trump hafa áttað sig á því að hann hafi gert mistök og hann hafi reynt að bæta fyrir það. Langar viðræður Viðræður um neyðarpakka hafa staðið yfir um mánaðabil. Demókratar hafa hafnað öllum tillögum Repúblikanaflokksins um sérstök frumvörp um hvern málaflokk og hafa viljað gera eitt stórt frumvarp til að aðstoða hagkerfið og Bandaríkjamenn. Demókratar vildu að í þeim pakka væru fjárútlát til framkvæmd forsetakosninganna í næsta mánuði og að Pósturinn fengi auknar fjárveitingar vegna álags sem tengjast kosningunum. Repúblikanar hafa verið mótfallnir því. Tvö slík frumvörp hafa verið samþykkt í fulltrúadeildinni en ekki komist í gegnum öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ákvað að slíta viðræðunum í gær en samkvæmt heimildum Washington Post ræddi hann við Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, í síma í gær. McConnell á að hafa sagt að Pelosi hafi spilað með Trump og að ekkert samkomulag má milli hennar og Mnuchin myndi komast í gegnum öldungadeildina. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa tekið kipp upp á við í dag í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist snúast hugur varðandi viðræður um opinbera innspýtingu í hagkerfi Bandaríkjanna, svokallaðan neyðarpakka. Jerome H. Powell, yfirmaður Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði við því að í gær að án slíkra aðgerða myndi hagkerfi Bandaríkjanna hljóta skaða. Í gær tísti forsetinn og lýsti því yfir að hann hefði skipað sínu fólki að hætta öllum viðræðum við Demókrata, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar með opinberum fjárútlátum, um neyðarpakka. Engar viðræður ættu að eiga sér stað fyrr en eftir kosningar. Við það varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum en fyrri aðgerðir ríkisins um atvinnuleysisbætur og annað sem samþykktar voru fyrr á árinu, runnu út í síðustu viku. Þá tísti Trump aftur og kallaði eftir því að þingið gripi til aðgerða. Sagði hann sömuleiðis að meðlimir ríkisstjórnar hans ættu að ræða við forsvarsmenn Demókrataflokksins um málið. Er það alger viðsnúningur á því sem Trump hafði tíst um sjö klukkustundum áður. Forsetinn sagði að þingið ætti að samþykkja að verja 25 milljörðum dala í að aðstoða flugfélög Bandaríkjanna, sem hafa sagt upp þúsundum á undanförnum dögum. Skömmu seinna bætti hann við að þingið ætti að samþykkja að senda 1.200 dali til hverrar fjölskyldu. Hann myndi skrifa undir slíkt frumvarp samstundis. „Ertu að hlusta Nancy?“ skrifaði Trump og var hann þar að vísa til Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann endurtísti því tísti svo aftur í dag og ítrekaði að hann væri tilbúinn til að skrifa undir. Move Fast, I Am Waiting To Sign! @SpeakerPelosi https://t.co/RYBeWWuPC2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Í frétt Washington Post segir að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafi spurt Pelosi að því í morgun hvort til greina kæmi að samþykkja frumvarp sem þetta. Hún minnti hann á að Repúblikanar hefðu staðið í vegi frumvarps sem hefði hjálpað flugfélögunum í síðustu viku. Hún sagði það þó koma til greina og ku það vera til skoðunar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Pelosi að það væri erfitt að sjá heila brú í ummælum forsetans eða hvað hann hefði séð sem neikvætt í að ríkið kæmi hagkerfinu til aðstoðar. Hún sagði Trump hafa áttað sig á því að hann hafi gert mistök og hann hafi reynt að bæta fyrir það. Langar viðræður Viðræður um neyðarpakka hafa staðið yfir um mánaðabil. Demókratar hafa hafnað öllum tillögum Repúblikanaflokksins um sérstök frumvörp um hvern málaflokk og hafa viljað gera eitt stórt frumvarp til að aðstoða hagkerfið og Bandaríkjamenn. Demókratar vildu að í þeim pakka væru fjárútlát til framkvæmd forsetakosninganna í næsta mánuði og að Pósturinn fengi auknar fjárveitingar vegna álags sem tengjast kosningunum. Repúblikanar hafa verið mótfallnir því. Tvö slík frumvörp hafa verið samþykkt í fulltrúadeildinni en ekki komist í gegnum öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ákvað að slíta viðræðunum í gær en samkvæmt heimildum Washington Post ræddi hann við Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, í síma í gær. McConnell á að hafa sagt að Pelosi hafi spilað með Trump og að ekkert samkomulag má milli hennar og Mnuchin myndi komast í gegnum öldungadeildina.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira