Röktu fólk til Irishman Pub með kortafærslum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2020 14:05 Fjöldi gesta sem var á Irishman Pub smitaðist af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. „Við höfum fengið hérna aðstoð þessara rekstraraðila til þess að ná og koma upplýsingum til þeirra gesta sem þeir hafa verið með. Þannig að þeir hafa hjálpað okkur við það að reyna að ná til sinna viðskiptavina. Þannig að við getum sent sms og sent fólki upplýsingar og hvatt það til að fara í sýnatöku. Fólki sem að hefur verið á stöðum þar sem að svona stór smit hafa komið upp,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Notað í algjörum undantekningartilvikum Víðir segir greiðslukortafærslur til að mynda hafa verið nýttar til að finna út hverjir voru á Irishman Pub þegar kórónuveirusmit greindust þar. „Þetta er leið sem við höfum bara notað í algjörum undantekningartilvikum. Það er bara þegar staðan er þannig, að eins og þú nefndir þennan veitingastað þar sem að var greinilega mjög mikið smit og var mjög mikilvægt að ná sem fyrst til allra, þá var þetta leið sem var notuð,“ segir Víðir. Sú leið að nota kortaupplýsingar hefur þrisvar verið nýtt og þá í samráði við rekstaraðila og kortafyrirtækin. Smitrakningarteymið hefur fengið nöfn og símanúmer viðskiptavina og boðað þá í skimum. Gögnin hafa ekki verið geymd. Víðir segir það jafnframt áhyggjuefni að þegar reynt er að rekja smit hafi fólk undanfarið verið tregt til að veita upplýsingar. Það skýri líklega að hluta hve hátt hlutfall fólks greinist sem ekki er í sóttkví. Innan við fjórðungur þeirra sem greindist með veiruna í gær var í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Greiðslumiðlun Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. 4. október 2020 12:03 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. „Við höfum fengið hérna aðstoð þessara rekstraraðila til þess að ná og koma upplýsingum til þeirra gesta sem þeir hafa verið með. Þannig að þeir hafa hjálpað okkur við það að reyna að ná til sinna viðskiptavina. Þannig að við getum sent sms og sent fólki upplýsingar og hvatt það til að fara í sýnatöku. Fólki sem að hefur verið á stöðum þar sem að svona stór smit hafa komið upp,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Notað í algjörum undantekningartilvikum Víðir segir greiðslukortafærslur til að mynda hafa verið nýttar til að finna út hverjir voru á Irishman Pub þegar kórónuveirusmit greindust þar. „Þetta er leið sem við höfum bara notað í algjörum undantekningartilvikum. Það er bara þegar staðan er þannig, að eins og þú nefndir þennan veitingastað þar sem að var greinilega mjög mikið smit og var mjög mikilvægt að ná sem fyrst til allra, þá var þetta leið sem var notuð,“ segir Víðir. Sú leið að nota kortaupplýsingar hefur þrisvar verið nýtt og þá í samráði við rekstaraðila og kortafyrirtækin. Smitrakningarteymið hefur fengið nöfn og símanúmer viðskiptavina og boðað þá í skimum. Gögnin hafa ekki verið geymd. Víðir segir það jafnframt áhyggjuefni að þegar reynt er að rekja smit hafi fólk undanfarið verið tregt til að veita upplýsingar. Það skýri líklega að hluta hve hátt hlutfall fólks greinist sem ekki er í sóttkví. Innan við fjórðungur þeirra sem greindist með veiruna í gær var í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Greiðslumiðlun Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. 4. október 2020 12:03 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. 4. október 2020 12:03