Tölvuþrjótar nýti sér heimsfaraldurinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. október 2020 22:37 Netglæpir hafa aukist í kórónuveirufaraldrinum, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra Europol. Einstaklingur hér á landi mun hafa tapað hundrað milljónum króna eftir að hafa lent í klóm netþrjóta. Kórónuveiran virðist hafa reynst olía á eld tölvuþrjóta sem herja nú á fólk sem aldrei fyrr, sér í lagi þegar fleiri þurfa að reiða sig á hina stafrænu tækni. Lögregla og fyrirtæki hafa þannig ítrekað þurft að vara við svindlpóstum, smáskilaboðum og svokölluðum vefveiðum. Netöryggi var til umræðu á málþingi sem samgönguráðuneytið stóð fyrir í Hörpu. „Við sáum glæpamenn reyna að nýta sér ástandið þegar í stað með nýjum tilraunum til að svíkja fé af fólki. Það var mikið um falskar vefsíður sem buðu falskar prufur, til dæmis falskt bóluefni, og það var reynt að stela auðkennum fólks víða um heim,“ segir Sir Rob Wainwright, meðeigandi Deloitte í Evrópu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Europol. Hann segir glæpina hafa breyst mikið í gegnum árin og að netþrjótar finni stöðugt nýjar leiðir við að hafa fé af fólki. „Það hafa komið fram ný form glæpa og þetta hefur sprungið út í netöryggisumhverfinu sem við höfum,“ bætir Wainwright við. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir þetta mikið og vaxandi vandamál en að þau séu flest unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir tugi mála vera á borði lögreglunnar. „Glæpirnir sem við höfum verið að sjá hafa verið svikapóstar, tölvupóstar þar sem reynt er að fá starfsmenn fyrirtækja til að millifæra peninga," segir Daði. Hann segir um tvo milljarða hafa tapast á árinu vegna netglæpa og að dæmi sé um að einstaklingur hafi tapað hundrað milljónum króna í fjárfestingasvindli. Hann segir þó að líklega séu málin miklu fleiri því fólk og fyrirtæki veigri sér við því að tilkynna um slík brot af ótta við að bíða álitshnekki. „Þetta er mjög stórt vandamál og við fórum yfir upphæðir og þá vorum við kannski að tala um tvo milljarða en við reiknum alveg með töluvert hærri fjárhæðum.“ Netglæpir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Tengdar fréttir Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám. 11. september 2020 20:30 Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Rannsóknarlögreglumaður ræður fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum netþrjótanna. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. 31. ágúst 2020 11:13 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Netglæpir hafa aukist í kórónuveirufaraldrinum, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra Europol. Einstaklingur hér á landi mun hafa tapað hundrað milljónum króna eftir að hafa lent í klóm netþrjóta. Kórónuveiran virðist hafa reynst olía á eld tölvuþrjóta sem herja nú á fólk sem aldrei fyrr, sér í lagi þegar fleiri þurfa að reiða sig á hina stafrænu tækni. Lögregla og fyrirtæki hafa þannig ítrekað þurft að vara við svindlpóstum, smáskilaboðum og svokölluðum vefveiðum. Netöryggi var til umræðu á málþingi sem samgönguráðuneytið stóð fyrir í Hörpu. „Við sáum glæpamenn reyna að nýta sér ástandið þegar í stað með nýjum tilraunum til að svíkja fé af fólki. Það var mikið um falskar vefsíður sem buðu falskar prufur, til dæmis falskt bóluefni, og það var reynt að stela auðkennum fólks víða um heim,“ segir Sir Rob Wainwright, meðeigandi Deloitte í Evrópu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Europol. Hann segir glæpina hafa breyst mikið í gegnum árin og að netþrjótar finni stöðugt nýjar leiðir við að hafa fé af fólki. „Það hafa komið fram ný form glæpa og þetta hefur sprungið út í netöryggisumhverfinu sem við höfum,“ bætir Wainwright við. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir þetta mikið og vaxandi vandamál en að þau séu flest unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir tugi mála vera á borði lögreglunnar. „Glæpirnir sem við höfum verið að sjá hafa verið svikapóstar, tölvupóstar þar sem reynt er að fá starfsmenn fyrirtækja til að millifæra peninga," segir Daði. Hann segir um tvo milljarða hafa tapast á árinu vegna netglæpa og að dæmi sé um að einstaklingur hafi tapað hundrað milljónum króna í fjárfestingasvindli. Hann segir þó að líklega séu málin miklu fleiri því fólk og fyrirtæki veigri sér við því að tilkynna um slík brot af ótta við að bíða álitshnekki. „Þetta er mjög stórt vandamál og við fórum yfir upphæðir og þá vorum við kannski að tala um tvo milljarða en við reiknum alveg með töluvert hærri fjárhæðum.“
Netglæpir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Tengdar fréttir Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám. 11. september 2020 20:30 Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Rannsóknarlögreglumaður ræður fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum netþrjótanna. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. 31. ágúst 2020 11:13 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám. 11. september 2020 20:30
Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Rannsóknarlögreglumaður ræður fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum netþrjótanna. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. 31. ágúst 2020 11:13