Þverpólitísk sátt um orkumál útiloki ekki ágreiningsmál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2020 19:01 Þórdís Kolbrún kynnti orkustefnu til ársins 2050 í dag. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Iðnaðarráðherra kynnti í dag nýja orkustefnu til ársins 2050 sem kveður meðal annars á um jafnvægi milli almennings og stórnotenda. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en ráðherra segir það þó ekki útrýma ágreiningi um orkumál. Stefnan inniheldur tólf meginmarkmið sem fjalla um sjálfbæra orkuframtíð. „Þau ramma inn þetta jafnvægi á milli sjálfbærni, umhverfisverndar, að innviðir séu áfallaþolnir og eins sterkir og þeir þurfa að vera. Að orkumarkaður sé virkur og samkeppnishæfur og til að mynda að það sé aðgengi allra landsmanna að þessum auðlindum og innviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi með jafnvægi á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. „Svona stefna gerir það auðvitað að verkum að við séum að ganga í takt, að við séum með skýr markmið og alveg sama hvar þú ert staddur í samfélaginu; hvort sem þú ert raforkufyrirtæki, stórnotandi, smánotandi eða í stjórnmálum að við séum svona saman að ganga í takt til að ná fram þessum markmiðum,“ segir hún. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en allir flokkar áttu fulltrúa í starfshópnum, sem og hagsmunaaðilar og sérfræðingar. „Við erum ekki búin að útrýma ágreiningsmálum með þessari stefnu. En hún er bæði búin að draga saman hvað er mikilvægt að gera og markmiðum sem þarf að ná og hún er búin að sýna fram á þá þætti sem við erum sammála um. Og þeir eru töluvert margir.“ Stefnan verður lögð fyrir Alþingi á næstu vikum. „Svo er spurning með hvaða hætti við tökum saman næstu aðgerðir og áherslur, einmitt á grunni þessarar stefnu og ég vonast til þess að það geti gerst á næstu vikum,“ segir Þórdís Kolbrún. Orkumál Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Iðnaðarráðherra kynnti í dag nýja orkustefnu til ársins 2050 sem kveður meðal annars á um jafnvægi milli almennings og stórnotenda. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en ráðherra segir það þó ekki útrýma ágreiningi um orkumál. Stefnan inniheldur tólf meginmarkmið sem fjalla um sjálfbæra orkuframtíð. „Þau ramma inn þetta jafnvægi á milli sjálfbærni, umhverfisverndar, að innviðir séu áfallaþolnir og eins sterkir og þeir þurfa að vera. Að orkumarkaður sé virkur og samkeppnishæfur og til að mynda að það sé aðgengi allra landsmanna að þessum auðlindum og innviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi með jafnvægi á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. „Svona stefna gerir það auðvitað að verkum að við séum að ganga í takt, að við séum með skýr markmið og alveg sama hvar þú ert staddur í samfélaginu; hvort sem þú ert raforkufyrirtæki, stórnotandi, smánotandi eða í stjórnmálum að við séum svona saman að ganga í takt til að ná fram þessum markmiðum,“ segir hún. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en allir flokkar áttu fulltrúa í starfshópnum, sem og hagsmunaaðilar og sérfræðingar. „Við erum ekki búin að útrýma ágreiningsmálum með þessari stefnu. En hún er bæði búin að draga saman hvað er mikilvægt að gera og markmiðum sem þarf að ná og hún er búin að sýna fram á þá þætti sem við erum sammála um. Og þeir eru töluvert margir.“ Stefnan verður lögð fyrir Alþingi á næstu vikum. „Svo er spurning með hvaða hætti við tökum saman næstu aðgerðir og áherslur, einmitt á grunni þessarar stefnu og ég vonast til þess að það geti gerst á næstu vikum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Orkumál Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira