Eddie Hall var einni sekúndu fljótari með „Djöfulsins Díönu“ æfinguna en Sara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 09:01 Eddie Hall og Sara Sigmundsdóttir. Eddie Hall kláraði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum en á heimsleikunum þá kláraði Sara hana á á 4 mínútum og 38 sekúndum. Mynd/Samsett/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson svitnaði örugglega aðeins þegar hann sá Eddie Hall klára æfingu af heimsleikunum í CrossFit með glæsibrag. Fjallið og Eddie Hall ætla að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas á næsta ári og þeir eru báðir duglegir að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með því hvernig æfingarnar hjá þeim ganga. Auk þess að sýnda tilþrifin í hnefaleikahringnum og hvernig þeir komast í gegnum krefjandi æfingar þá eru auðvitað nóg að kyndingum sem ganga á milli þeirra í gegnum samfélagsmiðla. Eddie Hall hefur lýst því yfir að hann ætli að rota Hafþór Júlíus Björnsson í hringnum en Hafþór hefur á móti létt sig mikið og vinnur einnig mikið í þolinu sínu þessa dagana. Barbend síðan vakti athygli á því hversu vel Eddie Hall gerði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna sem var ein af keppnisgreinunum í fyrri hluta heimsleikanna í CrossFit á dögunum. Watch @eddiehallWSM Finish The 2020 @CrossFitGames WOD Damn Diane In 4:37 https://t.co/Cx42XtuRzH by @GUTMAN26 | #crossfit #crossfitgames @CrossFit pic.twitter.com/UUyIwaErIg— BarBend (@barbendnews) September 30, 2020 Eddie Hall kláraði „Damn Diane“ eða „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum. Markmiðið var að slá út tíma heimsmeistarans Tia-Clair Toomey en tókst það ekki. Það voru mismunandi þyngdir hjá körlunum og konum en Eddie Hall leyfði sér að nota kvennaþyngdina sem var 205 pund eða 93 kíló. Karlarnir lyftu 315 pundum eða 143 kílóum. Í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni þá voru þrjár umferðir af fimmtán réttstöðulyftum með 93 kíló og svo í beinu framhaldi fimmtán handstöðubeygjur. Eddie Hall átti í engum vandræðum með réttstöðulyfturnar en gekk skiljanlega ekki eins vel í handstöðubeygjunum enda var hann þá að lyfta sínum 162 kílóum. Eddie Hall var talsvert á eftir Tiu-Clair Toomey sem kláraði þessa æfingu á tveimur mínútum og 28 sekúndum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði líka betur en hann og kláraði „Djöfulsins Díönu“ á þremur mínútum og 30 sekúndum. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einni sekúndu á eftir Eddie Hall. Sara endaði í 21. sæti í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni á heimsleikunum en þetta var þriðja grein keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá Eddie Hall gera þessa æfingu en hún byrjar eftir fjórtán mínútur í myndbandinu. watch on YouTube Hér fyrir neðan má síðan Söru Sigmundsdóttur gera sömu æfingu á heimsleikunum. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson svitnaði örugglega aðeins þegar hann sá Eddie Hall klára æfingu af heimsleikunum í CrossFit með glæsibrag. Fjallið og Eddie Hall ætla að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas á næsta ári og þeir eru báðir duglegir að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með því hvernig æfingarnar hjá þeim ganga. Auk þess að sýnda tilþrifin í hnefaleikahringnum og hvernig þeir komast í gegnum krefjandi æfingar þá eru auðvitað nóg að kyndingum sem ganga á milli þeirra í gegnum samfélagsmiðla. Eddie Hall hefur lýst því yfir að hann ætli að rota Hafþór Júlíus Björnsson í hringnum en Hafþór hefur á móti létt sig mikið og vinnur einnig mikið í þolinu sínu þessa dagana. Barbend síðan vakti athygli á því hversu vel Eddie Hall gerði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna sem var ein af keppnisgreinunum í fyrri hluta heimsleikanna í CrossFit á dögunum. Watch @eddiehallWSM Finish The 2020 @CrossFitGames WOD Damn Diane In 4:37 https://t.co/Cx42XtuRzH by @GUTMAN26 | #crossfit #crossfitgames @CrossFit pic.twitter.com/UUyIwaErIg— BarBend (@barbendnews) September 30, 2020 Eddie Hall kláraði „Damn Diane“ eða „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum. Markmiðið var að slá út tíma heimsmeistarans Tia-Clair Toomey en tókst það ekki. Það voru mismunandi þyngdir hjá körlunum og konum en Eddie Hall leyfði sér að nota kvennaþyngdina sem var 205 pund eða 93 kíló. Karlarnir lyftu 315 pundum eða 143 kílóum. Í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni þá voru þrjár umferðir af fimmtán réttstöðulyftum með 93 kíló og svo í beinu framhaldi fimmtán handstöðubeygjur. Eddie Hall átti í engum vandræðum með réttstöðulyfturnar en gekk skiljanlega ekki eins vel í handstöðubeygjunum enda var hann þá að lyfta sínum 162 kílóum. Eddie Hall var talsvert á eftir Tiu-Clair Toomey sem kláraði þessa æfingu á tveimur mínútum og 28 sekúndum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði líka betur en hann og kláraði „Djöfulsins Díönu“ á þremur mínútum og 30 sekúndum. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einni sekúndu á eftir Eddie Hall. Sara endaði í 21. sæti í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni á heimsleikunum en þetta var þriðja grein keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá Eddie Hall gera þessa æfingu en hún byrjar eftir fjórtán mínútur í myndbandinu. watch on YouTube Hér fyrir neðan má síðan Söru Sigmundsdóttur gera sömu æfingu á heimsleikunum. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira