Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2020 20:42 Úr leik kvöldsins. Matt Dunham/Getty Images Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Dier - leikmaður Tottenham - rauk þá inn í búningsherbergi eftir að boltinn hafði farið aftur fyrir og Hugo Lloris, markvörður liðsins, ætlaði að taka markspyrnu. Dier virðist hafa fengið leyfi frá dómaranum og þaut inn í klefa. Strange scenes as @ericdier runs off the pitch to the dressing room, followed hastily by Mourinho. Then Dier runs back out to resume playing. Presumably he needed the loo. Players just don t shit on the pitch anymore. What s wrong with them?— Gary Lineker (@GaryLineker) September 29, 2020 Hér að neðan má sjá myndband af atviki kvöldsins. Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020 „Mourinho er eflaust að skeina Dier í þessum töluðu orðum,“ sagði Guðmundur Benediktsson er hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 2. Mögulega hafði Gummi eitthvað til sín máls því skömmu síðar kom Dier út og leikurinn hélt áfram. Staðan þegar þetta átti sér stað var 1-0 fyrir Chelsea en skömmu síðar jafnaði Erik Lamela fyrir metin. Fleiri urðu mörkin ekki og staðan því 1-1 þegar dómari leiksins flautaði ef. Engar framlengingar eru nú og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni sem er nú í gangi. Dier fór fyrstur á punktinn og skoraði af öryggi. Fór það svo að Tottenham vann vítaspyrnukeppnina en Mason Mount brenndi af síðustu spyrnu Chelsea. Allir fimm leikmenn Tottenham nýttu sínar spyrnur og liðið því komið áfram. Eric Dier has left the pitch in an unusual fashion in his last two domestic cup appearances and you have to respect it pic.twitter.com/zDTk3qf7BW— Duncan Alexander (@oilysailor) September 29, 2020 Atvikið sem um er ræðir hér að ofan var í leik Tottenham og Norwich City í enska FA bikarnum á síðustu leiktíð. Dier var úrskurðaður í fjögurra leikja bann í kjölfarið. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Tottenham - Chelsea | Mourinho mætir gamla liðinu sínu Tottenham lagði Chelsea í enska deildarbikarnum í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en á meðan leikmenn Tottenham skoruðu úr öllum spyrnum sínum þá klúðraði Mason Mount fyrir Chelsea. 29. september 2020 20:55 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Dier - leikmaður Tottenham - rauk þá inn í búningsherbergi eftir að boltinn hafði farið aftur fyrir og Hugo Lloris, markvörður liðsins, ætlaði að taka markspyrnu. Dier virðist hafa fengið leyfi frá dómaranum og þaut inn í klefa. Strange scenes as @ericdier runs off the pitch to the dressing room, followed hastily by Mourinho. Then Dier runs back out to resume playing. Presumably he needed the loo. Players just don t shit on the pitch anymore. What s wrong with them?— Gary Lineker (@GaryLineker) September 29, 2020 Hér að neðan má sjá myndband af atviki kvöldsins. Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020 „Mourinho er eflaust að skeina Dier í þessum töluðu orðum,“ sagði Guðmundur Benediktsson er hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 2. Mögulega hafði Gummi eitthvað til sín máls því skömmu síðar kom Dier út og leikurinn hélt áfram. Staðan þegar þetta átti sér stað var 1-0 fyrir Chelsea en skömmu síðar jafnaði Erik Lamela fyrir metin. Fleiri urðu mörkin ekki og staðan því 1-1 þegar dómari leiksins flautaði ef. Engar framlengingar eru nú og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni sem er nú í gangi. Dier fór fyrstur á punktinn og skoraði af öryggi. Fór það svo að Tottenham vann vítaspyrnukeppnina en Mason Mount brenndi af síðustu spyrnu Chelsea. Allir fimm leikmenn Tottenham nýttu sínar spyrnur og liðið því komið áfram. Eric Dier has left the pitch in an unusual fashion in his last two domestic cup appearances and you have to respect it pic.twitter.com/zDTk3qf7BW— Duncan Alexander (@oilysailor) September 29, 2020 Atvikið sem um er ræðir hér að ofan var í leik Tottenham og Norwich City í enska FA bikarnum á síðustu leiktíð. Dier var úrskurðaður í fjögurra leikja bann í kjölfarið.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Tottenham - Chelsea | Mourinho mætir gamla liðinu sínu Tottenham lagði Chelsea í enska deildarbikarnum í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en á meðan leikmenn Tottenham skoruðu úr öllum spyrnum sínum þá klúðraði Mason Mount fyrir Chelsea. 29. september 2020 20:55 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Í beinni: Tottenham - Chelsea | Mourinho mætir gamla liðinu sínu Tottenham lagði Chelsea í enska deildarbikarnum í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en á meðan leikmenn Tottenham skoruðu úr öllum spyrnum sínum þá klúðraði Mason Mount fyrir Chelsea. 29. september 2020 20:55