Ókeypis í strætó í hundrað ár Baldur Borgþórsson skrifar 29. september 2020 12:01 Jafn ótrúlega og það kann að hljóma, þá má leiða líkum að því að spara megi samfélaginu milljarða á milljarða ofan árlega með því einu að gera Strætó gjaldfrjálsan. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt. Með því að sleppa borgarlínu. Reikningsdæmið er ekki ýkja flókið: Þrátt fyrir að talsmenn borgarlínu virðist hreinlega ekki vita hvert rekstrarform borgarlínu á að verða eins og dæmin sýna,( á glærusýningum eru ýmist lestarvagnar teinar og tilheyrandi, liðvagnar á hjólbörðum, eða að virðist venjulegir strætisvagnar), þá liggur eitt ljóst fyrir: Lágmarkskostnaður við uppbyggingu sjálfrar línunnar verður 100 milljarðar. Gæti farið í 200 milljarða. Eða 300 milljarða. Enginn veit og allra síst talsmenn línunnar með borgarstjóra í broddi fylkingar. En flest vitum við þó af biturri reynslu að kostnaðaráætlanir eiga það til að tvöfaldast og þrefaldast og það þegar best lætur. Því væri óábyrgt að reikna með minna 200 milljörðum. Vera í lægri kantinum eins og sagt er og rífandi bjartsýn. Þá er komið að vögnunum sjálfum og stofnkostnaði við innkaup þeirra. Erfitt er að henda á reiður á þann kostnað, því ekki hefur fengist afgerandi svar frá talsmönnum borgarlínu hvort þar verði um að ræða lestarvagna,sporvagna liðvagna eða að virðist venjulega vagna. Hér getum við því aftur beitt meðalhófinu og rífandi bjartsýni og reiknað með tuttugu milljörðum. Þá er eftir viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu. Talsmenn borgarlínu hafa sjálfir nefnt ríflega tvo milljarða á ári eða sex milljörðum minna en árlegur rekstarkostnaður Strætó er í dag. Hvernig sú útkoma er fengin veit enginn. Sennilega síst talsmennirnir sjálfir. Enn og aftur skulum við því beita meðalhófi og rífandi bjartsýni og reikna með 4 milljörðum. Niðurstaðan með rífandi bjartsýni og meðalhófi er því eftirfarandi: Stofnkostnaður línu : 200 milljarðar Stofnkostnaður vagna: 20 milljarðar Viðbótar rekstrarkostnaður: 4 milljarðar Til viðbótar kemur síðan fjármagnskostnaður sem nemur milljörðum á ári. Allar tölur eru vegna borgarlínu einnar. Rekstrartölur Strætó standa sér og munu í besta falli haldast á svipuðu róli áfram eftir tilkomu borgarlínu. Þegar hér er komið sögu hlýtur að teljast eðlilegt að staldra við og spyrja einfaldrar spurningar: Hvernig eru áform um borgarlínu til komin, með slíkum kostnaði að annað eins hefur ekki sést? Svarið liggur fyrir. Undanliðin níu ár hefur ríkið samkvæmt samningi greitt Strætó bs rétt um níu milljarða en samkvæmt samingnum átti þetta framlag að nýtast til að auka hlutdeild Strætó í ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu úr 4% í 12%. Niðurstaðan liggur fyrir. Á þessum níu árum hefur ekkert breyst. Hlutfallið er enn 4%. Árangurinn er enginn. 0 % Fórnarkostnaðurinn liggur hinsvegar fyrir þar sem fallið var frá fyrirhuguðum nauðsynlegum úrbótum á samgöngumannvirkjum innan borgarmarkanna. Nú gjalda allir fyrir. Líka farþegar Strætó. Sömu aðilar og mættu gallvaskir á fund ráðherra á sínum tíma og gengu út með níu milljarða eru mættir á ný. Nú sem talsmenn borgarlínu. Með ný fyrirheit. Hvernig það má vera að þeim hafi yfirhöfuð verið hleypt inn er undirrituðum hulin ráðgáta. En nú skiptum við um gír og ræðum lausnir, enda mun skemmtilegra umræðuefni. Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Þannig er rétt að benda á staðreynd sem flestum er ekki kunnugt um. Þá staðreynd að heildatekjur Strætó af fargjaldasölu eru 2 milljarðar á ári. Svona eins og helmingi minni en viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu einnar og sér. Gerum Strætó gjaldfrjálsan og föllum frá öllum áformum um borgarlínu. Þannig getum við fjölgað notendum. Þannig getum við sparað 2 milljarða á ári vegna viðbótar rekstrarkostnaðar borgarlínu. Þannig getum við sparað stofnkostnað borgarlínu upp á 200 milljarða. Þannig getum við sparað 20 milljarða stofnkostnað vegna farartækja hver sem þau verða. Þannig getum við sparað fjármagnskostnað upp á milljarða árlega. Í hundrað ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta rétt eins og til stóð þar til fyrir níu árum . Frelsi til að velja þann ferðamáta sem hver og einn telur bestan fyrir sig, gangandi, hjólandi, Strætó, bílinn eða allt í senn er frelsi sem ekki verður metið til fjár. Það er ómetanlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Jafn ótrúlega og það kann að hljóma, þá má leiða líkum að því að spara megi samfélaginu milljarða á milljarða ofan árlega með því einu að gera Strætó gjaldfrjálsan. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt. Með því að sleppa borgarlínu. Reikningsdæmið er ekki ýkja flókið: Þrátt fyrir að talsmenn borgarlínu virðist hreinlega ekki vita hvert rekstrarform borgarlínu á að verða eins og dæmin sýna,( á glærusýningum eru ýmist lestarvagnar teinar og tilheyrandi, liðvagnar á hjólbörðum, eða að virðist venjulegir strætisvagnar), þá liggur eitt ljóst fyrir: Lágmarkskostnaður við uppbyggingu sjálfrar línunnar verður 100 milljarðar. Gæti farið í 200 milljarða. Eða 300 milljarða. Enginn veit og allra síst talsmenn línunnar með borgarstjóra í broddi fylkingar. En flest vitum við þó af biturri reynslu að kostnaðaráætlanir eiga það til að tvöfaldast og þrefaldast og það þegar best lætur. Því væri óábyrgt að reikna með minna 200 milljörðum. Vera í lægri kantinum eins og sagt er og rífandi bjartsýn. Þá er komið að vögnunum sjálfum og stofnkostnaði við innkaup þeirra. Erfitt er að henda á reiður á þann kostnað, því ekki hefur fengist afgerandi svar frá talsmönnum borgarlínu hvort þar verði um að ræða lestarvagna,sporvagna liðvagna eða að virðist venjulega vagna. Hér getum við því aftur beitt meðalhófinu og rífandi bjartsýni og reiknað með tuttugu milljörðum. Þá er eftir viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu. Talsmenn borgarlínu hafa sjálfir nefnt ríflega tvo milljarða á ári eða sex milljörðum minna en árlegur rekstarkostnaður Strætó er í dag. Hvernig sú útkoma er fengin veit enginn. Sennilega síst talsmennirnir sjálfir. Enn og aftur skulum við því beita meðalhófi og rífandi bjartsýni og reikna með 4 milljörðum. Niðurstaðan með rífandi bjartsýni og meðalhófi er því eftirfarandi: Stofnkostnaður línu : 200 milljarðar Stofnkostnaður vagna: 20 milljarðar Viðbótar rekstrarkostnaður: 4 milljarðar Til viðbótar kemur síðan fjármagnskostnaður sem nemur milljörðum á ári. Allar tölur eru vegna borgarlínu einnar. Rekstrartölur Strætó standa sér og munu í besta falli haldast á svipuðu róli áfram eftir tilkomu borgarlínu. Þegar hér er komið sögu hlýtur að teljast eðlilegt að staldra við og spyrja einfaldrar spurningar: Hvernig eru áform um borgarlínu til komin, með slíkum kostnaði að annað eins hefur ekki sést? Svarið liggur fyrir. Undanliðin níu ár hefur ríkið samkvæmt samningi greitt Strætó bs rétt um níu milljarða en samkvæmt samingnum átti þetta framlag að nýtast til að auka hlutdeild Strætó í ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu úr 4% í 12%. Niðurstaðan liggur fyrir. Á þessum níu árum hefur ekkert breyst. Hlutfallið er enn 4%. Árangurinn er enginn. 0 % Fórnarkostnaðurinn liggur hinsvegar fyrir þar sem fallið var frá fyrirhuguðum nauðsynlegum úrbótum á samgöngumannvirkjum innan borgarmarkanna. Nú gjalda allir fyrir. Líka farþegar Strætó. Sömu aðilar og mættu gallvaskir á fund ráðherra á sínum tíma og gengu út með níu milljarða eru mættir á ný. Nú sem talsmenn borgarlínu. Með ný fyrirheit. Hvernig það má vera að þeim hafi yfirhöfuð verið hleypt inn er undirrituðum hulin ráðgáta. En nú skiptum við um gír og ræðum lausnir, enda mun skemmtilegra umræðuefni. Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Þannig er rétt að benda á staðreynd sem flestum er ekki kunnugt um. Þá staðreynd að heildatekjur Strætó af fargjaldasölu eru 2 milljarðar á ári. Svona eins og helmingi minni en viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu einnar og sér. Gerum Strætó gjaldfrjálsan og föllum frá öllum áformum um borgarlínu. Þannig getum við fjölgað notendum. Þannig getum við sparað 2 milljarða á ári vegna viðbótar rekstrarkostnaðar borgarlínu. Þannig getum við sparað stofnkostnað borgarlínu upp á 200 milljarða. Þannig getum við sparað 20 milljarða stofnkostnað vegna farartækja hver sem þau verða. Þannig getum við sparað fjármagnskostnað upp á milljarða árlega. Í hundrað ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta rétt eins og til stóð þar til fyrir níu árum . Frelsi til að velja þann ferðamáta sem hver og einn telur bestan fyrir sig, gangandi, hjólandi, Strætó, bílinn eða allt í senn er frelsi sem ekki verður metið til fjár. Það er ómetanlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun