Kjaramál og kreppa til umræðu á Sprengisandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2020 10:00 Þorsteinn og Ragnar Þór sjá hlutina ekki alveg sömu augum þegar kemur að kjaramálum á vinnumarkaði. Fjármálakreppa, staða öryrkja, deilur á vinnumarkaði og vinnsla matvæla verður í deiglunni á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær góða gesti í þáttinn til sín sem hefst klukkan 10 og stendur yfir tólf þegar hádegisfréttir fara í loftið á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni hér. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika verður fyrsti gestur þáttarins. Gunnar er lögfræðingur með MBA próf frá Yale og var síðast framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum. Innanlandsástandið verður skoðað með augum seðlabankamannsins, kannski ekki síst hvernig þessi djúpa kreppa birtist ólíkum hópum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins sest næst í stólinn. Hvernig ætli umbjóðendum hennar reiði af á tímum Covid? Ný rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ verður til umræðu. Hvernig örorkulífeyrir hefði þróast frá 2010 ef miðað hefði verið lög um þingfararkaup en ekki 69. grein laga um almannatryggingar. Hvort viðmiðið skyldi nú hafa verið hagfelldara? Sömuleiðis þá staðreynd að þrátt fyrir fögur orð í starfsmannastefnu stjórnarráðsins starfa nánast engir með skerta starfsgetu í ráðuneytunum okkar. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR koma líka og takast á um forsendurnar fyrir kjarabótum samkvæmt lífskjarasamningnum og við förum yfir skuggastjórnun í stjórnum lífeyrissjóðanna. Gréta María Grétarsdóttir verður síðasti gesturinn, formaður stjórnar nýstofnaðs Matvælasjóðs sem á að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla um land allt og líka markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sprengisandur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fjármálakreppa, staða öryrkja, deilur á vinnumarkaði og vinnsla matvæla verður í deiglunni á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær góða gesti í þáttinn til sín sem hefst klukkan 10 og stendur yfir tólf þegar hádegisfréttir fara í loftið á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni hér. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika verður fyrsti gestur þáttarins. Gunnar er lögfræðingur með MBA próf frá Yale og var síðast framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum. Innanlandsástandið verður skoðað með augum seðlabankamannsins, kannski ekki síst hvernig þessi djúpa kreppa birtist ólíkum hópum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins sest næst í stólinn. Hvernig ætli umbjóðendum hennar reiði af á tímum Covid? Ný rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ verður til umræðu. Hvernig örorkulífeyrir hefði þróast frá 2010 ef miðað hefði verið lög um þingfararkaup en ekki 69. grein laga um almannatryggingar. Hvort viðmiðið skyldi nú hafa verið hagfelldara? Sömuleiðis þá staðreynd að þrátt fyrir fögur orð í starfsmannastefnu stjórnarráðsins starfa nánast engir með skerta starfsgetu í ráðuneytunum okkar. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR koma líka og takast á um forsendurnar fyrir kjarabótum samkvæmt lífskjarasamningnum og við förum yfir skuggastjórnun í stjórnum lífeyrissjóðanna. Gréta María Grétarsdóttir verður síðasti gesturinn, formaður stjórnar nýstofnaðs Matvælasjóðs sem á að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla um land allt og líka markaðssókn á erlendum mörkuðum.
Sprengisandur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira