Kjaramál og kreppa til umræðu á Sprengisandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2020 10:00 Þorsteinn og Ragnar Þór sjá hlutina ekki alveg sömu augum þegar kemur að kjaramálum á vinnumarkaði. Fjármálakreppa, staða öryrkja, deilur á vinnumarkaði og vinnsla matvæla verður í deiglunni á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær góða gesti í þáttinn til sín sem hefst klukkan 10 og stendur yfir tólf þegar hádegisfréttir fara í loftið á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni hér. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika verður fyrsti gestur þáttarins. Gunnar er lögfræðingur með MBA próf frá Yale og var síðast framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum. Innanlandsástandið verður skoðað með augum seðlabankamannsins, kannski ekki síst hvernig þessi djúpa kreppa birtist ólíkum hópum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins sest næst í stólinn. Hvernig ætli umbjóðendum hennar reiði af á tímum Covid? Ný rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ verður til umræðu. Hvernig örorkulífeyrir hefði þróast frá 2010 ef miðað hefði verið lög um þingfararkaup en ekki 69. grein laga um almannatryggingar. Hvort viðmiðið skyldi nú hafa verið hagfelldara? Sömuleiðis þá staðreynd að þrátt fyrir fögur orð í starfsmannastefnu stjórnarráðsins starfa nánast engir með skerta starfsgetu í ráðuneytunum okkar. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR koma líka og takast á um forsendurnar fyrir kjarabótum samkvæmt lífskjarasamningnum og við förum yfir skuggastjórnun í stjórnum lífeyrissjóðanna. Gréta María Grétarsdóttir verður síðasti gesturinn, formaður stjórnar nýstofnaðs Matvælasjóðs sem á að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla um land allt og líka markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sprengisandur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Fjármálakreppa, staða öryrkja, deilur á vinnumarkaði og vinnsla matvæla verður í deiglunni á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær góða gesti í þáttinn til sín sem hefst klukkan 10 og stendur yfir tólf þegar hádegisfréttir fara í loftið á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni hér. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika verður fyrsti gestur þáttarins. Gunnar er lögfræðingur með MBA próf frá Yale og var síðast framkvæmdastjóri lausafjársviðs og persónuverndar Goldman Sachs International í Lundúnum. Innanlandsástandið verður skoðað með augum seðlabankamannsins, kannski ekki síst hvernig þessi djúpa kreppa birtist ólíkum hópum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins sest næst í stólinn. Hvernig ætli umbjóðendum hennar reiði af á tímum Covid? Ný rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ verður til umræðu. Hvernig örorkulífeyrir hefði þróast frá 2010 ef miðað hefði verið lög um þingfararkaup en ekki 69. grein laga um almannatryggingar. Hvort viðmiðið skyldi nú hafa verið hagfelldara? Sömuleiðis þá staðreynd að þrátt fyrir fögur orð í starfsmannastefnu stjórnarráðsins starfa nánast engir með skerta starfsgetu í ráðuneytunum okkar. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR koma líka og takast á um forsendurnar fyrir kjarabótum samkvæmt lífskjarasamningnum og við förum yfir skuggastjórnun í stjórnum lífeyrissjóðanna. Gréta María Grétarsdóttir verður síðasti gesturinn, formaður stjórnar nýstofnaðs Matvælasjóðs sem á að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla um land allt og líka markaðssókn á erlendum mörkuðum.
Sprengisandur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira