Sýn og Nova máttu reka saman dreifikerfi Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 11:00 Síminn kærði ákvarðanir tveggja stofnana um að veita Nova og Sýn heimild sem auðveldaði þeim að vinna saman að dreifikerfi farsímaþjónustu. Fyrirtækið þarf að greiða keppinautum sínum eina milljóna króna hvorum í málskostnað fyrir Landsrétti. Vísir/Hanna Landsréttur hafnaði kröfu Símans um að ógilda skyldi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um að leyfa Sýn og Nova að samnýta tíðniheimildir vegna sameiginlegs reksturs á dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu. Síminn telur dóminn þýða aukna samvinnu fjarskiptafélaga og samnýting innviða í framtíðinni. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Nova og Vodafone, nú Sýn, heimild til að samnýta alla tíðniheimildir sem fyrirtækin höfðu fengið úthlutað. Samkeppniseftirlitið veitti fyrirtækjunum undanþágu frá samkeppnislögum til þess að stofna nýtt félag, Sendafélagið ehf., um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu. Síminn kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti ákvörðunina. Taldi Síminn að í samvinnu samkeppnisaðila sinna fælist framsal tíðniheimilda sem væri ólöglegt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu Símans um ógildingu ákvarðananna í apríl í fyrra og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu í gær. Í yfirlýsingu frá Símanum sagði að úrskurðurinn veiti leiðsögn um heimild keppinauta til þess að vinna saman að uppbyggingu fjarskiptainnviða. „Aukin samvinna fjarskiptafélaga og samnýting innviða verður þekkt stef í náinni framtíð, sérstaklega með tilkomu 5G fjarskiptakerfisins og framtíðar uppbyggingu slíks kerfis á Íslandi. Síminn hefur ásamt Sýn og Nova tilkynnt áhuga sinn á að hefja samtal um slíkt innviðasamstarf þó engin niðurstaða liggi fyrir í þeim efnum,“ sagði í yfirlýsingunni í gær. Vísir er í eigu Sýnar. Dómsmál Fjarskipti Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Landsréttur hafnaði kröfu Símans um að ógilda skyldi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um að leyfa Sýn og Nova að samnýta tíðniheimildir vegna sameiginlegs reksturs á dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu. Síminn telur dóminn þýða aukna samvinnu fjarskiptafélaga og samnýting innviða í framtíðinni. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Nova og Vodafone, nú Sýn, heimild til að samnýta alla tíðniheimildir sem fyrirtækin höfðu fengið úthlutað. Samkeppniseftirlitið veitti fyrirtækjunum undanþágu frá samkeppnislögum til þess að stofna nýtt félag, Sendafélagið ehf., um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu. Síminn kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti ákvörðunina. Taldi Síminn að í samvinnu samkeppnisaðila sinna fælist framsal tíðniheimilda sem væri ólöglegt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu Símans um ógildingu ákvarðananna í apríl í fyrra og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu í gær. Í yfirlýsingu frá Símanum sagði að úrskurðurinn veiti leiðsögn um heimild keppinauta til þess að vinna saman að uppbyggingu fjarskiptainnviða. „Aukin samvinna fjarskiptafélaga og samnýting innviða verður þekkt stef í náinni framtíð, sérstaklega með tilkomu 5G fjarskiptakerfisins og framtíðar uppbyggingu slíks kerfis á Íslandi. Síminn hefur ásamt Sýn og Nova tilkynnt áhuga sinn á að hefja samtal um slíkt innviðasamstarf þó engin niðurstaða liggi fyrir í þeim efnum,“ sagði í yfirlýsingunni í gær. Vísir er í eigu Sýnar.
Dómsmál Fjarskipti Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira