Sýn og Nova máttu reka saman dreifikerfi Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 11:00 Síminn kærði ákvarðanir tveggja stofnana um að veita Nova og Sýn heimild sem auðveldaði þeim að vinna saman að dreifikerfi farsímaþjónustu. Fyrirtækið þarf að greiða keppinautum sínum eina milljóna króna hvorum í málskostnað fyrir Landsrétti. Vísir/Hanna Landsréttur hafnaði kröfu Símans um að ógilda skyldi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um að leyfa Sýn og Nova að samnýta tíðniheimildir vegna sameiginlegs reksturs á dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu. Síminn telur dóminn þýða aukna samvinnu fjarskiptafélaga og samnýting innviða í framtíðinni. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Nova og Vodafone, nú Sýn, heimild til að samnýta alla tíðniheimildir sem fyrirtækin höfðu fengið úthlutað. Samkeppniseftirlitið veitti fyrirtækjunum undanþágu frá samkeppnislögum til þess að stofna nýtt félag, Sendafélagið ehf., um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu. Síminn kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti ákvörðunina. Taldi Síminn að í samvinnu samkeppnisaðila sinna fælist framsal tíðniheimilda sem væri ólöglegt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu Símans um ógildingu ákvarðananna í apríl í fyrra og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu í gær. Í yfirlýsingu frá Símanum sagði að úrskurðurinn veiti leiðsögn um heimild keppinauta til þess að vinna saman að uppbyggingu fjarskiptainnviða. „Aukin samvinna fjarskiptafélaga og samnýting innviða verður þekkt stef í náinni framtíð, sérstaklega með tilkomu 5G fjarskiptakerfisins og framtíðar uppbyggingu slíks kerfis á Íslandi. Síminn hefur ásamt Sýn og Nova tilkynnt áhuga sinn á að hefja samtal um slíkt innviðasamstarf þó engin niðurstaða liggi fyrir í þeim efnum,“ sagði í yfirlýsingunni í gær. Vísir er í eigu Sýnar. Dómsmál Fjarskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Landsréttur hafnaði kröfu Símans um að ógilda skyldi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um að leyfa Sýn og Nova að samnýta tíðniheimildir vegna sameiginlegs reksturs á dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu. Síminn telur dóminn þýða aukna samvinnu fjarskiptafélaga og samnýting innviða í framtíðinni. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Nova og Vodafone, nú Sýn, heimild til að samnýta alla tíðniheimildir sem fyrirtækin höfðu fengið úthlutað. Samkeppniseftirlitið veitti fyrirtækjunum undanþágu frá samkeppnislögum til þess að stofna nýtt félag, Sendafélagið ehf., um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu. Síminn kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti ákvörðunina. Taldi Síminn að í samvinnu samkeppnisaðila sinna fælist framsal tíðniheimilda sem væri ólöglegt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu Símans um ógildingu ákvarðananna í apríl í fyrra og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu í gær. Í yfirlýsingu frá Símanum sagði að úrskurðurinn veiti leiðsögn um heimild keppinauta til þess að vinna saman að uppbyggingu fjarskiptainnviða. „Aukin samvinna fjarskiptafélaga og samnýting innviða verður þekkt stef í náinni framtíð, sérstaklega með tilkomu 5G fjarskiptakerfisins og framtíðar uppbyggingu slíks kerfis á Íslandi. Síminn hefur ásamt Sýn og Nova tilkynnt áhuga sinn á að hefja samtal um slíkt innviðasamstarf þó engin niðurstaða liggi fyrir í þeim efnum,“ sagði í yfirlýsingunni í gær. Vísir er í eigu Sýnar.
Dómsmál Fjarskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira