Lýðræðið spyr ekki að hentisemi Bjarni Halldór Janusson skrifar 25. september 2020 12:01 Lýðræðið er mikið til umræðu þessa dagana. Hvenær er um eiginlegt „lýðræði“ að ræða? Hvað er æskileg kjörsókn? Skipta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur nokkru máli? – þetta eru meðal þeirra spurninga sem hafa verið ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni, einkum vegna deilna um drög að nýrri stjórnarskrá. Það er kannski við hæfi að staldra aðeins við og ræða lýðræðishugtakið betur. Lýðræðisleg þátttaka Lýðræðið er margslungið hugtak sem erfitt er að festa reiður á. Kjarni lýðræðisréttarins er þó sá að stjórnvaldið heyri ekki eingöngu undir útvalda og einstaka. Jafnframt gefur lýðræðið okkur kost á að tjá skoðanir okkar, óskir og óánægju með friðsamlegum hætti. Sú upplýsingamiðlun tryggir að samfélagið mótist samkvæmt vilja fólksins og nær fram sáttum með því að leita lausna án ofbeldis. Þess vegna er æskilegast að sjónarmið sem flestra komi fram og að meginþorri þjóðarinnar taki þátt í hinu lýðræðislega ferli með einum eða öðrum hætti. Lýðræðið gerir þannig beinlínis kröfu um virka þátttöku almennings, því í lýðræðisskipulaginu er uppspretta stjórnmálavaldsins rakin til almennings. Vandinn er þó sá að dregið hefur úr kosningaþátttöku á síðastliðnum áratugum og vantraust í garð stjórnmála aukist. Þetta getur gefið misvísandi skilaboð um vilja þjóðarinnar og dregur jafnvel úr áreiðanleika lýðræðislegra niðurstaða. Jafnframt dregur dvínandi traust úr lögmæti skipulagsins sem við búum við. Flestir hugsa um kosningar þegar lýðræðið berst til tals – en hvernig getum við metið lýðræðið eingöngu út frá kosningum þegar lýðræðisleg þátttaka almennings birtist líka á fjölmörgum öðrum sviðum? Vantraust eykst þegar kröfum þjóðarinnar er ekki mætt. Líklegt er að nýlegar þjóðfélagsbreytingar hafa valdið því að nú séu annars konar þarfir í fyrirrúmi meðal íbúa vestrænna ríkja – sem ganga ekki eingöngu út á efnislega og efnahagslega þætti. Óánægðir lýðræðissinnar, svonefndir, láta óánægju sína í ljós með því að mæta ekki á kjörstaði og láta skoðanir sínar í ljós með öðrum hætti, svo sem með mótmælum og almennu andófi sínu. Þetta andóf beinist ekki endilega gegn einstökum kosningum, heldur beinist það fremur gegn kerfinu sem slíku. Nýja stjórnarskráin Hvað umræðuna um nýju stjórnarskrána varðar skiptir það ekki öllu máli að kjörsókn hafi eingöngu verið 49% - eða að atkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána árið 2012 hafi eingöngu verið ráðgefandi. Væru þau rök ávallt gild, hefðu sambandslögin árið 1918 ekki tekið gildi, enda var kjörsókn þá ekki nema 44% þó að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi samþykkt þau. Í Evrópuþingkosningum nær kjörsókn sjaldnast yfir 50%. Að sama skapi má vísa til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, þar sem ríflega 52% þjóðarinnar kaus með útgöngu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Voru þær kosningar lýðræðislegri en kosningarnar um nýju stjórnarskrána, þar sem 67% kjósenda kusu nýja stjórnarskrá og yfir 70% og jafnvel 80-90% þeirra kusu með helstu tillögum hennar? Einfalt reikningsdæmi segir að svo sé ekki. Hefði fullyrðingin „ráðgefandi kosningar skipta ekki máli“ verið gild árið 2016, þá hefðu Bretar ekki yfirgefið Evrópusambandið, en þar datt fáum stjórnmálamönnum í hug að draga í efa niðurstöður kosninganna. Hefði fullyrðingin „kjörsókn verður að vera meiri en 50%“ átt við árið 1918, þá hefðu sambandslögin svonefndu, sem lögðu grunn að sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar, ekki hlotið samþykki. Til að meta kosningarnar um nýja stjórnarskrá þurfum við einnig að meta það ferli sem átti sér stað við mótun tillagna hennar. Þjóðfundur með 950 einstaklingum völdum af handahófi lögðu til þau grunngildi sem skyldi hafa að leiðarljósi við mótun nýrrar stjórnarskrár. Í Stjórnlagaráði sátu 25 lýðræðislega kjörnir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og komu að vinnu nýrrar stjórnarskrár. Þar að auki komu fjölmargir aðrir áhugasamir að því starfi með athugasemdum sínum og ábendingum. Lýðræðislega þátttakan var því þó nokkur. Jafnframt má vísa til skoðanakannana, en þar hefur meirihluti aðspurðra lýst stuðningi við nýja stjórnarskrá, og sömuleiðis eru þeir fleiri sem segjast óánægðir en ánægðir með núgildandi stjórnarskrá. Hér með er ég ekki að taka afstöðu til kosninga ársins 2012 eða nýju stjórnarskrárinnar sem slíkrar. Ég er ekki að leggja mat á það hversu lýðræðisleg niðurstaða þeirra kosninga var, þó ég sé raunar þeirrar skoðunar að ekki megi gera lítið úr þeim. Ég er einfaldlega að benda á að svo margir þættir spila inn í og móta hið lýðræðislega ferli okkar. Það snýst ekki allt bara um nákvæmar prósentutölur og önnur formsatriði. Til að meta lýðræðislegan vilja þarf að horfa til annarra atriða sömuleiðis. Lýðræðið snýst fyrst og fremst um þátttöku almennings og virkt samráð við almenning er þannig nauðsynlegur hluti lýðræðislegra stjórnarhátta. Þess vegna ber okkur að meta vilja þjóðarinnar út frá öðrum þáttum en eingöngu þeim sem snúa að ákveðnum formsatriðum og prósentutölum kosninga. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Stjórnarskrá Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðið er mikið til umræðu þessa dagana. Hvenær er um eiginlegt „lýðræði“ að ræða? Hvað er æskileg kjörsókn? Skipta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur nokkru máli? – þetta eru meðal þeirra spurninga sem hafa verið ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni, einkum vegna deilna um drög að nýrri stjórnarskrá. Það er kannski við hæfi að staldra aðeins við og ræða lýðræðishugtakið betur. Lýðræðisleg þátttaka Lýðræðið er margslungið hugtak sem erfitt er að festa reiður á. Kjarni lýðræðisréttarins er þó sá að stjórnvaldið heyri ekki eingöngu undir útvalda og einstaka. Jafnframt gefur lýðræðið okkur kost á að tjá skoðanir okkar, óskir og óánægju með friðsamlegum hætti. Sú upplýsingamiðlun tryggir að samfélagið mótist samkvæmt vilja fólksins og nær fram sáttum með því að leita lausna án ofbeldis. Þess vegna er æskilegast að sjónarmið sem flestra komi fram og að meginþorri þjóðarinnar taki þátt í hinu lýðræðislega ferli með einum eða öðrum hætti. Lýðræðið gerir þannig beinlínis kröfu um virka þátttöku almennings, því í lýðræðisskipulaginu er uppspretta stjórnmálavaldsins rakin til almennings. Vandinn er þó sá að dregið hefur úr kosningaþátttöku á síðastliðnum áratugum og vantraust í garð stjórnmála aukist. Þetta getur gefið misvísandi skilaboð um vilja þjóðarinnar og dregur jafnvel úr áreiðanleika lýðræðislegra niðurstaða. Jafnframt dregur dvínandi traust úr lögmæti skipulagsins sem við búum við. Flestir hugsa um kosningar þegar lýðræðið berst til tals – en hvernig getum við metið lýðræðið eingöngu út frá kosningum þegar lýðræðisleg þátttaka almennings birtist líka á fjölmörgum öðrum sviðum? Vantraust eykst þegar kröfum þjóðarinnar er ekki mætt. Líklegt er að nýlegar þjóðfélagsbreytingar hafa valdið því að nú séu annars konar þarfir í fyrirrúmi meðal íbúa vestrænna ríkja – sem ganga ekki eingöngu út á efnislega og efnahagslega þætti. Óánægðir lýðræðissinnar, svonefndir, láta óánægju sína í ljós með því að mæta ekki á kjörstaði og láta skoðanir sínar í ljós með öðrum hætti, svo sem með mótmælum og almennu andófi sínu. Þetta andóf beinist ekki endilega gegn einstökum kosningum, heldur beinist það fremur gegn kerfinu sem slíku. Nýja stjórnarskráin Hvað umræðuna um nýju stjórnarskrána varðar skiptir það ekki öllu máli að kjörsókn hafi eingöngu verið 49% - eða að atkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána árið 2012 hafi eingöngu verið ráðgefandi. Væru þau rök ávallt gild, hefðu sambandslögin árið 1918 ekki tekið gildi, enda var kjörsókn þá ekki nema 44% þó að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi samþykkt þau. Í Evrópuþingkosningum nær kjörsókn sjaldnast yfir 50%. Að sama skapi má vísa til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, þar sem ríflega 52% þjóðarinnar kaus með útgöngu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Voru þær kosningar lýðræðislegri en kosningarnar um nýju stjórnarskrána, þar sem 67% kjósenda kusu nýja stjórnarskrá og yfir 70% og jafnvel 80-90% þeirra kusu með helstu tillögum hennar? Einfalt reikningsdæmi segir að svo sé ekki. Hefði fullyrðingin „ráðgefandi kosningar skipta ekki máli“ verið gild árið 2016, þá hefðu Bretar ekki yfirgefið Evrópusambandið, en þar datt fáum stjórnmálamönnum í hug að draga í efa niðurstöður kosninganna. Hefði fullyrðingin „kjörsókn verður að vera meiri en 50%“ átt við árið 1918, þá hefðu sambandslögin svonefndu, sem lögðu grunn að sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar, ekki hlotið samþykki. Til að meta kosningarnar um nýja stjórnarskrá þurfum við einnig að meta það ferli sem átti sér stað við mótun tillagna hennar. Þjóðfundur með 950 einstaklingum völdum af handahófi lögðu til þau grunngildi sem skyldi hafa að leiðarljósi við mótun nýrrar stjórnarskrár. Í Stjórnlagaráði sátu 25 lýðræðislega kjörnir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og komu að vinnu nýrrar stjórnarskrár. Þar að auki komu fjölmargir aðrir áhugasamir að því starfi með athugasemdum sínum og ábendingum. Lýðræðislega þátttakan var því þó nokkur. Jafnframt má vísa til skoðanakannana, en þar hefur meirihluti aðspurðra lýst stuðningi við nýja stjórnarskrá, og sömuleiðis eru þeir fleiri sem segjast óánægðir en ánægðir með núgildandi stjórnarskrá. Hér með er ég ekki að taka afstöðu til kosninga ársins 2012 eða nýju stjórnarskrárinnar sem slíkrar. Ég er ekki að leggja mat á það hversu lýðræðisleg niðurstaða þeirra kosninga var, þó ég sé raunar þeirrar skoðunar að ekki megi gera lítið úr þeim. Ég er einfaldlega að benda á að svo margir þættir spila inn í og móta hið lýðræðislega ferli okkar. Það snýst ekki allt bara um nákvæmar prósentutölur og önnur formsatriði. Til að meta lýðræðislegan vilja þarf að horfa til annarra atriða sömuleiðis. Lýðræðið snýst fyrst og fremst um þátttöku almennings og virkt samráð við almenning er þannig nauðsynlegur hluti lýðræðislegra stjórnarhátta. Þess vegna ber okkur að meta vilja þjóðarinnar út frá öðrum þáttum en eingöngu þeim sem snúa að ákveðnum formsatriðum og prósentutölum kosninga. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun