Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 08:36 Roxane Gay er einkum þekkt fyrir ritstörf sín. Vísir/getty Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. Gay, sem kveðst stödd á Íslandi, notar samanburðinn til að gagnrýna viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldrinum. Gay er þekkt víða um heim fyrir bækur sínar, sem einkum snúast um femínisma, útlitsdýrkun og líkamsvirðingu. Þekktustu rit hennar eru ritgerðasafnið Bad Feminist, smásagnasafnið Difficult Women og sjálfsævisagan Hunger. Gay kom til Íslands nú í vikunni og virðist enn stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Twitter, hvar fylgja henni nær átta hundruð þúsund manns. „Það fyrsta sem ég hugsaði við lendingu í Keflavík var að ég yrði að minnsta kosti ekki myrt af lögreglumanni næstu tíu dagana. Þetta er hugarástandið sem ég er í núna,“ skrifaði Gay í fyrradag. Þar vísar hún til ástandsins í Bandaríkjunum síðustu mánuði, þar sem lögregla hefur víða gengið hart fram gegn almennum borgurum sem safnast hafa saman til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum. Gay á rætur að rekja til Haítí og er sjálf svört. My first thought upon landing in Keflavik was, at least I won’t be killed by a cop for the next 10 days. That’s where my head is at.— roxane gay (@rgay) September 23, 2020 Þá tekur Gay reynslu sína af landamæraskimun til umfjöllunar á Twitter í gær. „Þegar maður kemur til Íslands fer maður í sýnatöku fyrir Covid, fimm daga sóttkví og svo aðra sýnatöku. Maður hleður niður smáforriti sem segir þér hvaða upplýsingar það vill og af hverju (smitrakning). Við fengum fyrstu niðurstöður okkar eftir sextán klukkutíma. Það að leyfa 201 þúsund manns að deyja er meðvituð ákvörðun,“ skrifar Gay. Upon arrival in Iceland, you take a COVID test, quarantine for 5 days then take another test. There is an app to download, that discloses what information it wants and why (contact tracing). We got our first results in 16 hours. To let 201,000 people die is a choice.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 „Ég er ekki að reyna að segja að það sé til fyrirmyndarríki. Það er ekki til. Það sem ég er að benda á er að það er hægt að heyja baráttu við faraldurinn. Það eru til kerfi í löndum í Evrópu, Asíu og Afríku. Þessi lönd sitja ekki á vitneskju sinni. Bandaríkin hafa einfaldlega ákveðið að hafna vitneskju, vísindum og heilbrigðri skynsemi af pólitískum ástæðum. Það er sannarlega svívirðilegt.“ And the point is not that there is a utopia out there. There isn’t. The point is that there is a way to combat the pandemic. There are models in countries across Europe, Asia and Africa. These countries tries aren’t hoarding their knowledge.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 The US has simply decided to refute knowledge, science, and common sense for political reasons. It is truly outrageous.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 Gay er yfirlýstur andstæðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er greinilega afar óánægð með viðbrögð ríkisstjórnar hans við faraldrinum. Trump-stjórnin hefur enda verið gagnrýnd harðlega fyrir að grípa seint og illa til aðgerða gegn veirunni. Langflest tilfelli veirunnar á heimsvísu, eða tæpar sjö milljónir, hafa greinst í Bandaríkjunum og þar hafa jafnframt langflestir látist úr Covid, eða rúmlega 200 þúsund, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla. Íslandsvinir Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. Gay, sem kveðst stödd á Íslandi, notar samanburðinn til að gagnrýna viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldrinum. Gay er þekkt víða um heim fyrir bækur sínar, sem einkum snúast um femínisma, útlitsdýrkun og líkamsvirðingu. Þekktustu rit hennar eru ritgerðasafnið Bad Feminist, smásagnasafnið Difficult Women og sjálfsævisagan Hunger. Gay kom til Íslands nú í vikunni og virðist enn stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Twitter, hvar fylgja henni nær átta hundruð þúsund manns. „Það fyrsta sem ég hugsaði við lendingu í Keflavík var að ég yrði að minnsta kosti ekki myrt af lögreglumanni næstu tíu dagana. Þetta er hugarástandið sem ég er í núna,“ skrifaði Gay í fyrradag. Þar vísar hún til ástandsins í Bandaríkjunum síðustu mánuði, þar sem lögregla hefur víða gengið hart fram gegn almennum borgurum sem safnast hafa saman til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum. Gay á rætur að rekja til Haítí og er sjálf svört. My first thought upon landing in Keflavik was, at least I won’t be killed by a cop for the next 10 days. That’s where my head is at.— roxane gay (@rgay) September 23, 2020 Þá tekur Gay reynslu sína af landamæraskimun til umfjöllunar á Twitter í gær. „Þegar maður kemur til Íslands fer maður í sýnatöku fyrir Covid, fimm daga sóttkví og svo aðra sýnatöku. Maður hleður niður smáforriti sem segir þér hvaða upplýsingar það vill og af hverju (smitrakning). Við fengum fyrstu niðurstöður okkar eftir sextán klukkutíma. Það að leyfa 201 þúsund manns að deyja er meðvituð ákvörðun,“ skrifar Gay. Upon arrival in Iceland, you take a COVID test, quarantine for 5 days then take another test. There is an app to download, that discloses what information it wants and why (contact tracing). We got our first results in 16 hours. To let 201,000 people die is a choice.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 „Ég er ekki að reyna að segja að það sé til fyrirmyndarríki. Það er ekki til. Það sem ég er að benda á er að það er hægt að heyja baráttu við faraldurinn. Það eru til kerfi í löndum í Evrópu, Asíu og Afríku. Þessi lönd sitja ekki á vitneskju sinni. Bandaríkin hafa einfaldlega ákveðið að hafna vitneskju, vísindum og heilbrigðri skynsemi af pólitískum ástæðum. Það er sannarlega svívirðilegt.“ And the point is not that there is a utopia out there. There isn’t. The point is that there is a way to combat the pandemic. There are models in countries across Europe, Asia and Africa. These countries tries aren’t hoarding their knowledge.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 The US has simply decided to refute knowledge, science, and common sense for political reasons. It is truly outrageous.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 Gay er yfirlýstur andstæðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er greinilega afar óánægð með viðbrögð ríkisstjórnar hans við faraldrinum. Trump-stjórnin hefur enda verið gagnrýnd harðlega fyrir að grípa seint og illa til aðgerða gegn veirunni. Langflest tilfelli veirunnar á heimsvísu, eða tæpar sjö milljónir, hafa greinst í Bandaríkjunum og þar hafa jafnframt langflestir látist úr Covid, eða rúmlega 200 þúsund, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla.
Íslandsvinir Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira