Fíkniefnaneysla í fangelsum hefur dregist verulega saman Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. september 2020 19:01 Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjaldan hefur verið eins lítið um fíkniefni í fangelsum landsins og síðustu mánuði. Fangelsismálastjóri hefur þó áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Vegna Covid-19 faraldursins hafa heimsóknir í fangelsi landsins verið verulega takmarkaðar og einnig allar ferðir fanga úr fangelsum. Þar á meðal dagsleyfi, vinna og nám utan fangelsa. Þá er boðið upp á AA fundi með fjárfundabúnaði. „Þannig að þjónustan er minni og iðjuleysið er meira og einangrunin meiri og það er auðvitað vont,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Aðgerðirnar séu þó nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að veiran komist inn í fangelsin, enda séu fangar viðkvæmur hópur. „Það eru náttúrulega skelfileg tíðindi sem maður heyrir frá Bandaríkjunum þar sem stórir hópar fanga smitast og það sama höfum við séð á Norðurlöndunum þar sem bæði starfsfólk og skjólstæðingar hafa sýkst í stórum stíl og það hefur haft slæmar afleiðingar. Við viljum komast hjá því ef við getum,“ segir Páll. Hingað til hafi það gengið enda hafi allir staðið saman. Fangar hafi sýnt reglunum mikinn skilning. Einangrunin reynist þó mörgum erfið. „Ég veit þetta er erfitt og við kannski sem eru frjálst fólk og höfum farið í sóttkví, við vitum kannski aðeins betur hvað þeir eru að ganga í gegn um í mörg ár,“ segir Páll. Fangelsin nýta nú aðeins helming fangaplássa vegna faraldursins. Rúmlega 600 manns bíða þess að afplána. „Við vorum reyndar byrjuð að gefa í þegar þessi þriðja hrina fór af stað. um leið og þessu linnir getum við sett fangelsin í fulla virkni,“ segir Páll. Góðu fréttirnar séu þær að minna er um fíkniefni í fangelsunum. „Í fyrstu bylgju sáum við varla fíkniefni í fangelsunum. Þá var allt lokað og engar heimsóknir þannig við sáum varla fíkniefni í fangelsunum í marga mánuði,“ segir Páll og bætir við að það hafi þó aðeins breyst á síðustu vikum. „Það er eitthvað um fíkniefni enda erum við ekki alveg með lokað fyrir heimsóknir en staðan er engu að síður betri en í venjulegu árferði,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Sjaldan hefur verið eins lítið um fíkniefni í fangelsum landsins og síðustu mánuði. Fangelsismálastjóri hefur þó áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Vegna Covid-19 faraldursins hafa heimsóknir í fangelsi landsins verið verulega takmarkaðar og einnig allar ferðir fanga úr fangelsum. Þar á meðal dagsleyfi, vinna og nám utan fangelsa. Þá er boðið upp á AA fundi með fjárfundabúnaði. „Þannig að þjónustan er minni og iðjuleysið er meira og einangrunin meiri og það er auðvitað vont,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Aðgerðirnar séu þó nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að veiran komist inn í fangelsin, enda séu fangar viðkvæmur hópur. „Það eru náttúrulega skelfileg tíðindi sem maður heyrir frá Bandaríkjunum þar sem stórir hópar fanga smitast og það sama höfum við séð á Norðurlöndunum þar sem bæði starfsfólk og skjólstæðingar hafa sýkst í stórum stíl og það hefur haft slæmar afleiðingar. Við viljum komast hjá því ef við getum,“ segir Páll. Hingað til hafi það gengið enda hafi allir staðið saman. Fangar hafi sýnt reglunum mikinn skilning. Einangrunin reynist þó mörgum erfið. „Ég veit þetta er erfitt og við kannski sem eru frjálst fólk og höfum farið í sóttkví, við vitum kannski aðeins betur hvað þeir eru að ganga í gegn um í mörg ár,“ segir Páll. Fangelsin nýta nú aðeins helming fangaplássa vegna faraldursins. Rúmlega 600 manns bíða þess að afplána. „Við vorum reyndar byrjuð að gefa í þegar þessi þriðja hrina fór af stað. um leið og þessu linnir getum við sett fangelsin í fulla virkni,“ segir Páll. Góðu fréttirnar séu þær að minna er um fíkniefni í fangelsunum. „Í fyrstu bylgju sáum við varla fíkniefni í fangelsunum. Þá var allt lokað og engar heimsóknir þannig við sáum varla fíkniefni í fangelsunum í marga mánuði,“ segir Páll og bætir við að það hafi þó aðeins breyst á síðustu vikum. „Það er eitthvað um fíkniefni enda erum við ekki alveg með lokað fyrir heimsóknir en staðan er engu að síður betri en í venjulegu árferði,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira