500 þúsund króna sekt fyrir að óhlýðnast lögreglu um rýmingu vegna snjóflóðahættu Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 10:21 Snjóflóðavarnagarðurinn á Flateyri. Þeir sem óhlýðnast lögreglu um rýmingu húseigna vegna hættu af snjóflóðum eða skriðuföllum munu eiga yfir höfði sér allt að fimm hundruð þúsund króna sekt verði nýtt frumvarp umhverfis- og auðlindaaráðherra að lögum. Frumvarpið varðar breytingar á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Verði frumvarpið að veruleika þá verður eigendum húsaeigna sem keyptar hafa verið upp eða teknar eignarnámi óheimilt að dvelja í eða heimila öðrum dvöl í húseigninni þegar dvölin er í ósamræmi við hættumat eða utan heimils nýtingartíma samkvæmt þinglýstri kvöð. Þá skal hlýða fyrirmælum lögreglu um rýmingu húseigna án tafar. Brotin munu varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum er refsiverð samkvæmt þriðja kafla almennra hegningarlaga. Frumvarpið er tilkomið eftir ábendingar frá Veðurstofu Íslands, ofanflóðanefnd, sveitarfélögum, lögregluembættum og umboðsmanni Alþingis. Í greinargerð frumvarpsins er tekið fram að aukin áhersla hafi verið lögð á varnir gegn ofanflóðum eftir fárviðri sem gekk yfir landið í árslok 2019 og snjóflóð á Vestfjörðum í ársbyrjun 2020. Við snjóflóðið sem varð á Flateyri í upphafi ársins 2020 stóðu varnir en hluti flóðsins fór þó yfir varnarvirki og varð mannbjörg í húsi sem varð fyrir flóði. Í Súgandafirði féll flóð gegnt Suðureyri og hratt af stað öflugri flóðbylgju sem skall á Suðureyri. Mikið eignatjón varð á Flateyri. „Atburðir minna okkur því reglulega á þessa vá og sýna fram á að mikilvægt er að lög og reglugerðir um varnir gegn ofanflóðum, stefnumótun og áhættumat á hverjum stað þurfa að vera í reglulegri endurskoðun þannig að draga megi úr líkum á tjóni þegar ofanflóð eiga sér stað,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þeir sem óhlýðnast lögreglu um rýmingu húseigna vegna hættu af snjóflóðum eða skriðuföllum munu eiga yfir höfði sér allt að fimm hundruð þúsund króna sekt verði nýtt frumvarp umhverfis- og auðlindaaráðherra að lögum. Frumvarpið varðar breytingar á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Verði frumvarpið að veruleika þá verður eigendum húsaeigna sem keyptar hafa verið upp eða teknar eignarnámi óheimilt að dvelja í eða heimila öðrum dvöl í húseigninni þegar dvölin er í ósamræmi við hættumat eða utan heimils nýtingartíma samkvæmt þinglýstri kvöð. Þá skal hlýða fyrirmælum lögreglu um rýmingu húseigna án tafar. Brotin munu varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum er refsiverð samkvæmt þriðja kafla almennra hegningarlaga. Frumvarpið er tilkomið eftir ábendingar frá Veðurstofu Íslands, ofanflóðanefnd, sveitarfélögum, lögregluembættum og umboðsmanni Alþingis. Í greinargerð frumvarpsins er tekið fram að aukin áhersla hafi verið lögð á varnir gegn ofanflóðum eftir fárviðri sem gekk yfir landið í árslok 2019 og snjóflóð á Vestfjörðum í ársbyrjun 2020. Við snjóflóðið sem varð á Flateyri í upphafi ársins 2020 stóðu varnir en hluti flóðsins fór þó yfir varnarvirki og varð mannbjörg í húsi sem varð fyrir flóði. Í Súgandafirði féll flóð gegnt Suðureyri og hratt af stað öflugri flóðbylgju sem skall á Suðureyri. Mikið eignatjón varð á Flateyri. „Atburðir minna okkur því reglulega á þessa vá og sýna fram á að mikilvægt er að lög og reglugerðir um varnir gegn ofanflóðum, stefnumótun og áhættumat á hverjum stað þurfa að vera í reglulegri endurskoðun þannig að draga megi úr líkum á tjóni þegar ofanflóð eiga sér stað,“ segir í greinargerð frumvarpsins.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira