Giftist manninum sem hún hjálpaði úr fangelsi og fórnaði körfuboltanum fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 11:00 Maya Moore gerði frábæra hluti með liði Minnesota Lynx í WNBA deildinni. Getty/Jerry Holt/ Körfuknattleikskonan Maya Moore hefur verið mikið í fréttunum á árinu en þó ekki fyrir tilþrif sín á körfuboltavellinum. Hún komst í heimsfréttirnar með því að hætta að spila körfubolta til þess að einbeita sér að því að hjálpa saklausum manni úr fangelsi. Maya Moore var enn á hápunkti ferils síns og án efa í hópi bestu körfuknattleikskvenna heims þegar hún kvaddi körfuboltann til að einbeita sér að berjast fyrir sakleysi Jonathan Irons. Basketball star turned activist Maya Moore revealed that she and Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction, have married. https://t.co/OklWa7COEq— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Hinn fertugi Jonathan Irons var dæmdur í 50 ára fangelsi árið 1998 fyrir að hafa skotið íbúaeiganda í Missouri til bana. Irons hélt alltaf fram sakleysi sínu en það var ekki fyrr en í mars sem ný sönnunargögn með fingraförum hjálpuðu hans málstað. Hann var látinn laus 1. júlí síðastliðinn. Maya Moore hætti að spila í febrúar 2019 til að hjálpa Jonathan Irons. Hún hafði kynnst honum þegar hún var aðeins átján ára gömul og þau höfðu haldið sambandið í heilan áratug. Jonathan Irons bað Maya Moore stuttu eftir að hann slapp úr fangelsi og hún sagði já. „Við vorum komin upp á hótel eftir að ég slapp út úr fangelsinu. Við vorum bara tvö í herberginu og ég fór niður á hné og horfði upp á hana. Hún vissi nokkurn vegin hvað var í gangi og ég sagði: Viltu giftast mér? Hún sagði: Já,“ sagði Jonathan Irons þegar þau mættu í sjónvarpsþáttinn Good Morning America. WNBA star Maya Moore reveals she has married Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction. Congratulations to the happy couple! https://t.co/XQgDH7hJAY pic.twitter.com/oattxmhhzO— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Maya Moore segist enn vera að ná andanum eftir þessa miklu baráttu fyrir frelsi Jonathan og hún er ekki búin að ákveða hvort hún spili körfubolta á ný. Maya Moore er 31 árs gömul. Hún hefur unnið WNBA-deildina fjórum sinnum og var kosin besti leikmaður deildarinnar árið 2014. Moore vann einnig tvo háskólatitla, Euroleague deildina tvisvar og hefur unnið fjögur gull á stórmótum með bandaríska landsliðinu. Á WNBA-ferlinum hefur Maya Moore verið með 18,4 stig, 5,9 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Moore er frábær leikmaður sem flestir vilja örugglega sjá aftur inn á körfuboltavellinum sem fyrst. NBA Bandaríkin Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Körfuknattleikskonan Maya Moore hefur verið mikið í fréttunum á árinu en þó ekki fyrir tilþrif sín á körfuboltavellinum. Hún komst í heimsfréttirnar með því að hætta að spila körfubolta til þess að einbeita sér að því að hjálpa saklausum manni úr fangelsi. Maya Moore var enn á hápunkti ferils síns og án efa í hópi bestu körfuknattleikskvenna heims þegar hún kvaddi körfuboltann til að einbeita sér að berjast fyrir sakleysi Jonathan Irons. Basketball star turned activist Maya Moore revealed that she and Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction, have married. https://t.co/OklWa7COEq— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Hinn fertugi Jonathan Irons var dæmdur í 50 ára fangelsi árið 1998 fyrir að hafa skotið íbúaeiganda í Missouri til bana. Irons hélt alltaf fram sakleysi sínu en það var ekki fyrr en í mars sem ný sönnunargögn með fingraförum hjálpuðu hans málstað. Hann var látinn laus 1. júlí síðastliðinn. Maya Moore hætti að spila í febrúar 2019 til að hjálpa Jonathan Irons. Hún hafði kynnst honum þegar hún var aðeins átján ára gömul og þau höfðu haldið sambandið í heilan áratug. Jonathan Irons bað Maya Moore stuttu eftir að hann slapp úr fangelsi og hún sagði já. „Við vorum komin upp á hótel eftir að ég slapp út úr fangelsinu. Við vorum bara tvö í herberginu og ég fór niður á hné og horfði upp á hana. Hún vissi nokkurn vegin hvað var í gangi og ég sagði: Viltu giftast mér? Hún sagði: Já,“ sagði Jonathan Irons þegar þau mættu í sjónvarpsþáttinn Good Morning America. WNBA star Maya Moore reveals she has married Jonathan Irons, the man she helped free from wrongful conviction. Congratulations to the happy couple! https://t.co/XQgDH7hJAY pic.twitter.com/oattxmhhzO— Good Morning America (@GMA) September 16, 2020 Maya Moore segist enn vera að ná andanum eftir þessa miklu baráttu fyrir frelsi Jonathan og hún er ekki búin að ákveða hvort hún spili körfubolta á ný. Maya Moore er 31 árs gömul. Hún hefur unnið WNBA-deildina fjórum sinnum og var kosin besti leikmaður deildarinnar árið 2014. Moore vann einnig tvo háskólatitla, Euroleague deildina tvisvar og hefur unnið fjögur gull á stórmótum með bandaríska landsliðinu. Á WNBA-ferlinum hefur Maya Moore verið með 18,4 stig, 5,9 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Moore er frábær leikmaður sem flestir vilja örugglega sjá aftur inn á körfuboltavellinum sem fyrst.
NBA Bandaríkin Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira